Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 60
Texti og myndir: Guðmundur J. Guðmundsson
Eyðiborg við Tíberósa
Það er alltaf eitthvað seiðandi og dularfullt í fornöld hafnarborg borgarinnar eilífu. Þetta
við eyðiborgir og því fylgir alveg sérstök tilfinn- er borgin Ostía Antica en hún hefur óneitan-
ing að ganga um götur og torg, ganga og sali lega fallið í skuggann fyrir hinum fyrrnefndu,
sem staðið hafa auðir í margar aldir. Frægustu kannski vegna þess hvað hún er skammt frá
draugaborgir heims eru sjálfsagt Pompei og Róm. Endalok hennar voru heldur ekki eins
Herculanum við Napolíflóann og svo inka- dramatísk og hinna tveggja og hún er ekki eins
borgin Macchu Pichu í Perú. En Pompei og vel varðveitt því rústir hennar stóðu opnar fyr-
Herculanum eru ekki einu eyðiborgirnar á ítal- ir veðri, vindum og ágangi manna þar til þær
íu. Sú þriðja stendur skammt frá Róm og var huldust mold. Rústir Ostíu Anticu eru samt vel
Leikhúsið í Ostíu. Fyrir aftan það er hof Ceresar
og skrifstofur ýmissa fyrirtækja sem áttu viðskipti
í Ostíu.
þess virði að þær séu skoðaðar og þeir sem
ekki fá tækifæri til að skoða Pompei og Hercul-
anum ættu að reyna að komast til Ostíu Anticu.
Þjóðsagan segir að Ostía Antica standi þar
sem Eneas Trójumaður og forfaðir Rómverja
gekk á land. Ennfremur segir að Ancus Marit-
us, fjórði konungur Rómar, hafi lagt undir sig
svæðið frá Róm til sjávar og sett upp bækistöð
á þessum slóðum. Fyrir þessu hafa ekki fundist
viðunandi sannanir en rannsóknir og uppgröft-
urinn, sem nú er unnið að, benda til þess að
borgin sé frá því um miðja íjórðu öld fyrir Krist
eða jafnvel eldri. Þetta þýðir að hún hefur ver-
ið stofnsett á síðari hluta konungatímans eða
á fyrstu árum lýðveldisins. Lítið er vitað um
Ostíu á lýðveldistímanum ef frá eru talin ein-
stök atvik úr sögu hennar. Til dæmis tók floti
Karþagómanna þar land þegar hann var sendur
til að aðstoða Rómverja í átökum þeirra við
Pyrrhos kóng og grísku ný'lendurnar. Nokkru
síðar er skipaður questor í borginni og þar með
virðist hún hafa fengið borgarréttindi. Ostíu
er getið á nokkrum stöðum sem bækistöðvar
rómverska flotans og árið 212 fyrir Krist er
sagt frá því að í Ostíu hafi verið landað korni
frá Sardiníu og fornleifarannsóknir benda til
þess að um það leyti hafi borgin verið að breyt-
ast úr flotastöð og herstöð í almenna verslunar-
höfn. Jafnframt finnast þess merki að borgin
sé farin að vaxa út fyrir fyrri borgarmörk.
Árið 87 fyrir Krist, meðan borgarastyrjöld
sú sem kennd er við þá Maríus og Súllu geis-
aði, réðst Maríus á borgina og var hún þá rænd
en eftir að Súlla hafði unnið sigur lét hann
byggja nýja og öflugri borgarmúra og markaði
borginni svo rýmilegt landsvæði að jafnvel á
mesta blómaskeiði hennar náði hún lítið út
fyrir það.
Þegar Ágústus tók völdin í Róm var Ostía
lífleg og mikilvæg verslunar- og hafnarborg þar
sem mest bar á röðum verslana meðfram aðal-
götunni. Bak við verslanirnar voru fjölbýlishús,
bústaðir hinna fátækari, í bland við ríkmannleg
stórhýsi en þau voru prýdd görðum og súlna-
göngum. Fyrir utan borgina voru svo grafreitir.
Á keisaratímanum fór borgin að taka á sig
þá mynd sem við þekkjum í dag. Á dögum
Ágústusar var leikhúsið reist og bak við það
torg sem átti eftir að verða miðdepill verslunar
og viðskipta. Aðaltorgið (forum) er frá tímum
Tíberíusar og þá voru flestar byggingarnar frá
lýðveldistímanum rifnar og nýjar byggðar. Sagt
er að Ágústus hafi haft uppi áform um að
byggja höfn í Ostíu en það kom í hlut Kládíus-
ar keisara að hrinda þeirri áætlun í fram-
kvæmd, árið 42 eftir Krist. Það reyndist þó
hægara sagt en gert að byggja höfn þarna við
ósa Tíber og það liðu 12 ár þar til verkinu var
lokið og Neró keisari, eftirmaður Kládíusar,
gat vígt hana. Kládíus setti einnig á fót slökkvi-
lið í borginni. Þótt Kládíus hafi verið stórhuga
í hafnarframkvæmdum, eins og svo mörgu öðru,
reyndist nauðsynlegt að stækka höfnina nokkr-
um áratugum síðar, á dögum Trajanusar. Eins
og við mátti búast juku þessar framkvæmdir
vöxt og viðgang borgarinnar.
En fleiri lögðu gjörva hönd á uppbyggingu
Ostíu. Kaligúla stóð fyrir því að vatnsleiðsla
var lögð til borgarinnar og Hadrianus lét
stækka Capitol og endurbætti varnir borgar-
innar. Þeir Antoníus Píus og Trajanus létu
byggja fjöldann allan af glæsilegum bygging-
Séð yfir rústirnar frá leikhúsinu.