Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 4

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 4
HÓTEL Á ÍSLANDI Akureyri er höfuðstaður Norðurlands og mikilvægi bæjarins ótvírætt. Þar er miðstöð viðskipta, samgangna og þjón- ustu. Akureyri er stærsti iðnaðarbær landsins, þekktur sem skólabær og íþróttabær og þar stendur menningarlíf með miklum blóma. Þangað er straumur ferðamanna stöðugur allan ársins hring og ferðaþjónusta mjög íjölbreytt. Eitt elsta hótel bæjarins, Hótel KEA, er rekið af Kaup- félagi Eyfirðinga. Hótelið stendur við Hafnarstræti sem er aðalverslunargata bæjarins. Þaðan er stutt á alla helstu veit- inga- og skemmtistaði, sundlaug bæjarins er í næsta nágrenni og leikhús Akureyrar er skammt frá. Rekstur hótelsins hófst 1944 en nýverið voru gerðar á því mikl- ar endurbætur. Koma varð til móts við breyttar kröfur og aukna aðsókn. Hótelið var hækkað; er nú fimm hæðir en var fjórar áð- ur. Herbergjum var fjölgað úr 28 í 51. Salir voru færðir. Gamlir innviðir viku fyrir glæsilegum innréttingum og nýtískulegum húsgögnum. Á jarðhæð var opnuð kafíiterían Súlnaberg. Úr tveggja manna herbergi. Hótel KEA viö Hafnarstræti. 43 af herbergjum hótelsins eru tveggja manna og 8 eru eins manns. Þá er á hótelinu stór svíta. Herþergjum fylgja sturta, sími, útvarp og sjónvarp. Á hótelinu er myndbandskerfi og daglega eru sýndar þrjár kvikmyndir. Þá geta gestir leigt myndbandstæki og myndir. Flestum herbergjum fylgja svalir. Húsgögn eru úr massíf- um palesander. Svítan er á fimmtu hæð hótelsins. Þar er ekkert til sparað. Auk herbergis, sem er útbúið öllum áðurnefndum þægindum, er í svít- unni stór stofa og er hún búin fyrsta flokks húsgögnum. Þaðan er útgengt á svalir, hinar stærstu á hótelinu. Frá svölunum er gott útsýni yfir Oddeyrina, elsta hluta bæjarins, og Pollinn. Salir Hótel KEA eru samtals fimm og rúma 330 manns í sæti. Hinn eiginlegi matsalur rúmar 60 til 70 manns. Við hlið hans er minni salur þar sem er borinn fram morgunverður. Færanleg skilrúm eru milli allra salanna. Þessi salarkynni eru óvenju glæsi- leg og eru einkum nýtt undir ýmiss konar fundarhöld; fámennar ráðstefnur og einkasamkvæmi. Hádegisverður er framreiddur á Hótel KEA frá klukkan 12.00 til 14.00 og kvöldmatur frá 18.00. Matseðill hótelsins er mjög fjöl- breyttur. Nautgriparækt er óvíða meiri en í Eyjafirði og þykir eyfírskt nautakjöt herramannsmatur. Kokkar hótelsins taka mið af þessu og framreiða kjötið af hugkvæmni. En ýmislegt fleira er í boði. Á matseðlinum má finna kynstrin öll af fisk- og kjötrétt- um. Hráefni er allt fyrsta flokks og það er meðhöndlað af snilld. Sérstaka athygli vekja frumlegir forréttir úr djúpum hafsins og ýmsir girnilegir eftirréttir. Það er freistandi og þess virði að hefja máltíð á innbökuðum kræklingi, fá sér steiktan silung á spínati með sítrónurjómasósu í aðalrétt og enda máltíðina á appelsínum í karmellu með pistaníum og perufrauðís! Og ekki er vínseðill hótelsins síðri. Boðið er upp á 9 tegundir rauðvína, 10 tegundir hvítvína, freyði- og kampavín ásamt fordrykkjum og kaffidrykkj- um. Barinn á Hótel KEA er opinn virka daga frá 18.00 til 23.30. Á laugardagskvöldum er hann opinn til hálfþrjú. Þá eru skilrúm milli sala flutt og þar er dansað til klukkan þrjú við undirleik hljómsveitar. Næturgisting á hótelinu kostar 2.250 krónur á mann í eins manns herbergi en 3.100 krónur kostar að gista á tveggja manna herbergi. Gisting í svítunni kostar 5.125 krónur á manninn. Texti Sigrún Ása Markúsdóttir Myndir: Ragnar Th.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.