Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 50
VIKAN D R A MEÐ MÓT- TÖKUTÆKI í BARMINUM Ég gekk eftir Lækjargötunni í Reykjavík. Veðrið var mjög gott og margt fólk var að ganga um í góða veðrinu. Þegar ég geng fram hjá Kokkhúsinu gengur til mín ókunnur maður og biður mig um skilríki. Ég opnaði veskið mitt til þess að ná ökuskírteininu úr því og þá blasti við mér og ókunna manninum bunki af 1000 króna seðlum sem mér fannst vera sam- tals 12 þúsund krónur. Ég tók strax eftir því að maðurinn ágirnt- ist peningana. Þá reif ég snöggt af honum ökuskírteinið, setti það í veskið og rauk af stað. Ókunni maðurinn veitti mér fyrst eftirför en síðan gekk til mín mjög myndarleg ung stúlka. Hún var með stuttklippt, Ijóst hár og vildi hún aðstoða mig, en ég fann á mér að þessi stúlka væri á vegum ókunna mannsins og ágirntist hún þar af leiðandi peningana mína líka. Ég vildi ekkert með stúlkuna hafa. Síðan lá leiðin norður Lækjar- götu og upp Hverfisgötu. Mér fannst að mér væri alltaf veitt eftir- för. Ég reyndi að passa mig að fara ekki inn í nein sund heldur vera á almannafæri til þess að síð- ur yrði ráðist á mig. Þegar ég er komin á móts við gatnamót Hverfisgötu og Snorra- brautar geng ég út á götuna (Hverfisgötuna) á milli bílanna. Bílarnir stóðu allir kyrrir því það var rautt Ijós. Ég ætlaði að fá far með einhverjum bíl. Ég stökk að Land Rover jeppa og ætlaði að biðja bílstjórann um far. Þá situr stúlkan með stutta, Ijósa hárið við stýrið á þessum bíl. Hún vill ólm veita mér far en ég þigg það ekki og hörfa í burtu, undrandi yfir því að hún skuli vera þarna. Leiðin liggur nú upp Laugaveg og Suðurlandsbraut. Það er að verða nokkuð áliðið. Þegar ég kem á móts við veitingahúsið Sigtún fer ég þar inn. i Sigtúni er margt fólk. Eftir að hafa verið þar inni dágóða stund sé ég allt í einu að við eitt borðið situr stúlkan með Ijósa hárið. Ég stekk upp frá borðinu sem ég sat við og ryðst í gegnum mannfjöld- ann. Þegar ég loksins kemst út úr húsinu er komið kolsvarta myrkur og mikið rok og rigning. Á planinu fyrir framan Sigtún er enginn bíll og engin lífvera sjáanleg, nema langt í burtu sé ég glitta i bílljós. Þetta var leigubíll því á framrúð- unni sást í merkið sem stendur á LAUS. Ég legg af stað út í þetta slag- viðri og ætla að ná í þennan bil. Ég er óratíma að ná til bílsins vegna óveðursins. Það var ægi- lega erfitt að berjast á móti þessu óveðri. Ég hélt að ég ætlaði aldrei að ná til bilsins. Þegar ég loksins náði til bílsins sá ég að þetta var tveggja dyra sportbíll sem mér fannst vera und- arlegur leigubíll. Bílstjórinn var ungur, dökkhærður maður sem tók mér mjög vel og ég sann- færðist um að ég gæti treyst honum. Ég bað hann að keyra mig eins fljótt og auðið væri upp I X. Ég veit ekki hvers vegna ég bað hann að keyra mig þangað en bróðir minn býr þar. Mér fannst ég ekkert hugsa frekar til hans i þessum draumi en einhvers ann- ars. Á leiðinni finn ég í barmi mínum skynjara sem mér finnst virka þannig að sá sem hefur móttöku- tæki geti alltaf vitað hvar mig er að finna. Á þessari stundu verður mér Ijóst hvers vegna einhver gat alltaf elt mig. Ljóshærða stúlkan er nú allt í einu komin inn í bílinn og situr í aftursætinu. Ég spyr bíl- stjórann hvað við eigum að gera við skynjarann. Hann vill setja hann upp í sólskyggnið á bílnum en það vil ég ekki því þá muni hann bara lenda í vandræðum og verða sífellt veitt eftirför. Ég segi við hann að við þurfum að losna við þennan skynjara og best sé að setja hann á stúlkuna því þá verði hún elt og hitti sína líka eftir að við höfum losað okkur við hana. Upp frá þessu vaknaði ég og mér leið ekki allt of vel. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. P.H. Þessi draumur er jafneinfaldur i ráðningu og hann er flókinn að ytra byrði. Það er eitthvað sem þú hefur ýtt á undan þér, annaðhvort ekki viljað takast á við það eða ekki treyst þér til þess. En þú losn- ar i rauninni ekki við það fyrr en þú hefur tekist á við það af fullri alvöru, það mun elta þig hvert sem er og þú munt ekki verða sáttur við sjálfan þig fyrr en þú ert búinn að vinda þér i að leysa málið. FISKUR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum í X en mað- urinn minn dó mánuði áður. Mér fannst hann vera að koma heim, örþreyttur að sjá, svo fannst mér hann vera sofandi og ég lét fallegan fisk á vinstri hlið hans og reyndi að hagræða fiskinum þann- ig að hann vaknaði ekki. Það var hvorki slor né hreistur á fiskinum og mér fannst ekkert athugavert við þetta. Með þökk fyrir birtinguna. B.J. Þetta er einfaldlega mjög fall- egur draumur sem bendir til þess að tíminn sé byrjaður græða sár þin og þú munir i framtiðinni geta séð það góða og tekið það fram yfir það sem þér þykir sárt. Það er eins og þú hafir verið mjög þreytt og magnlaus en þessi draumur boðar einnig breytingu til hins betra á því. NÚMER Á LYKLI Kæri draumráðandi. Mig langar að skýra þér frá broti úr draumi sem mig dreymdi. Hann byrjar þannig að mér finnst að ég sé að fara í sund með vinkonu minnisemviðskulumkalla B. Hún fer inn á undan mér, síðan fer ég inn og þá er hún á leiðinni inn í sturtu en lætur mig hafa lykilinn og númerið á lyklinum er 99- 62079 en það skrítnasta er að lyk- illinn gengur að öllum númerum. Sem sagt: 99, 6, 20 og 79. Ég valdi 6 og opnaði þann skáp og þá vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. H. og B. P.S. Ég hef aldrei áður skrifað í Vikuna. Þessi draumur bendir til að þér opnist mjög skemmtilegar leiðir og miklir möguleikar. Sennilega færðu góða hvatningu eða jafnvel einhvern enn frekari stuðning og lykillinn er beinlínis lykill að vel- gengni á ýmsum sviðum, námi, störfum eða fjármálum - sem sagt veraldlegt og/eða þroskandi. Töl- urnar eru ákveðin tákn og þú munt fyrr eðs siðar sjá að þær munu allar verða á vegi þinum og þá til góðs eins, einkum sú tala sem þú valdir, 6. Það getur merkt að þetta tímabil góðrar lukku standi I sex ár, það getur líka merkt að þú sért á góðu róli i einhverjum sex verkefnum. Eftöluna sex rekur á þínar fjörurskaltu líta á hana sem heillatölu og einnig, þó i minna mæli sé, hinar tölurnar. 50 VIK A N 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.