Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 53
tengist honum ekki. Ég er trúlof-
uð hr. Philip Ridgeway.“
„Aha, og hr. Philip
Ridgeway...“
„Hann hafði umsjón með
skuldabréfunum sem var stolið.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt
að kenna honum um þetta á
nokkurn hátt. Samt sem áður er
hann miður sín yfir þessu og
frændi hans fullyrðir að hann
hljóti í ógáti að hafa sagt ein-
hverjum að hann væri með
skuldabréfin í fórum sínum.
Þetta kemur náttúrlega til með
að hafa ófyrirsjáanleg áhrif á
frama hans í bankanum."
„Hver er frændinn?“
„Hr. Vavasour, framkvæmda-
stjóri Skotlands- og Lundúna-
bankans.“
„Ég held að þér ættuð að segja
mér frá öllu sem þér vitið um
þetta mál, ungfrú Farquhar."
„Að sjálfsögðu. Eins ogþér vit-
ið vildi bankinn auka lánstraust
sitt í Bandaríkjunum og þess
vegna sendi hann yfir milljón
dollara virði af skuldabréfum til
New York. Hr. Vavasour valdi
frænda sinn til að fara með bréf-
in en Philip hafði gegnt trúnað-
arstöðu við bankann um
nokkurra ára skeið. Auk þess var
hann vel kunnugur viðskiptum
bankans í Bandaríkjunum.
Ólympía sigldi frá Liverpool
þann 23. og þá um morguninn
afhentu hr. Vavasour og hr.
Shaw Philip skuldabréfin. Þeir
töldu þau, pökkuðu þeim saman
og innsigluðu þau í viðurvist
hans og síðan lokaði hann pakk-
ann niðri í ferðakofforti sínu.“
„Var venjulegur lás á koffort-
inu?“
„Nei, hr. Shaw lét setja sér-
stakan lás á það og Philip setti
pakkann á botninn á koffortinu.
Honum var stolið örfáum
klukkustundum áður en skipið
kom til New York. Það var leitað
vandlega í skipinu en ekkert
fannst. Það var engu líkara en
að skuldabréfin hefðu gufað
upp.“
Poirot gretti sig.
„En varla hafa þau gufað full-
komlega upp, því einhver seldi
þau í smáskömmtum hálftíma
eftir að Ólympía lagðist að
bryggju, að því er mér skilst.
Næsta mál á dagskrá er að hitta
hr. Ridgeway."
„Ég ætlaði einmitt að leggja til
að þér borðuðuð hádegisverð
með mér á Cheshire Cheese.
Philip verður það. Hann ætlaði
að hitt mig en hann veit ekki enn
að ég hef leitað til yðar.“
Við samþykktum þessa uppá-
stungu og ókum af stað í leigubíl.
Hr. Philip Ridgeway var kom-
inn á undan okkur og varð
allundrandi þegar hann sá unn-
ustu sína koma aðvífandi með
tveim bláókunnugum mönnum.
Þetta var gæðalegur ungur mað-
ur, hávaxinn og grannur en
örlítið farinn að grána í vöngum.
Hann hefur varla verið mikið
yfir þrítugt.
Ungfrú Farquhar gekk til hans,
lagði hönd sína á handlegg hans
og sagði: „Þú verður að fyrirgefa
mér, Philip, að ég skyldi gera
þetta án þess að ráðfæra mig við
þig. Þetta er hr. Poirot, sem þú
hefur svo oft heyrt getið, og þetta
er Hastings höfuðsmaður.“
Ridgeway varð furðu lostinn.
„ Að sjálfsögðu hef ég heyrt
yðar getið, hr. Poirot,“ sagði
hann um leið og hann heilsaði.
„Ég hafði ekki hugmynd um að
Esmée hefði leitað til yðar vegna
vandræða minna.. ehe.. .okkar.“
„Ég var hrædd um að þú mynd-
ir ekki samþykkja þetta, Philip,“
sagði ungfrú Farquhar auðmjúk.
„Svo þú tókst málin í þínar
hendur,“ sagði hann brosandi.
„Ég vona bara að hr. Poirot
geti leyst þessa makalausu
flækju því að ég verð að viður-
kenna að ég er hreinlega orðinn
miður mín út af þessu.“
Það var greinilegt á andliti
hans að hann var undir miklu
álagi því að hann var tekinn og
með bauga undir augunum.
„Jæja,“ sagði Poirot. „Við
skulum snæða og láta hr.
Ridgeway segja söguna. Síðan
getum við í sameiningu lagt höf-
uðið í bleyti og kannað mögu-
leikana.“
Meðan við snæddum hina
ágætlega framreiddu steik og
nýrnabúðing, sem staðurinn
hafði upp á að bjóða, sagði hr.
Ridgeway okkur frá hvarfi
skuldabréfanna. Saga hans var í
flestu samhljóða sögu ungfrú
Farquhar og að henni lokinni
byrjaði Poirot að yfirheyra hann.
„Hvernig komust þér að því að
skuldabréfunum hafði verið stol-
ið, hr. Ridgeway?"
Hann hló beisklega.
„Það varð ekki hjá því komist,
hr. Poirot. Koffortið hafði verið
dregið undan kojunni og var þar
að auki allt rispað og skorið í
kringum lásinn sem þjófurinn
hafði ætlað að brjóta upp.“
„En á endanum hafði hann svo
opnað það með lykli, ekki satt?“
„ Jú, þeir höfðu reynt að brjóta
það upp en að lokum höfðu þeir
opnað það á annan hátt.“
„Undarlegt,“ sagði Poirot og
það kom gamalkunnur glampi í
græn augu hans, „mjög undar-
legt, þeir eyða löngum tíma í að
reyna að brjóta koffortið upp og
svo, hókus pókus, komast þeir
að því að þeir eru með lykilinn
í vasanum því að þessi lás er af
mjög sérstakri gerð.“
„Þess vegna geta þeir ekki hafa
verið með lykil að koffortinu og
ég skildi minn lykil aldrei við
mig.“
„Þetta er einmitt mergurinn
málsins. Ef mér tekst að leysa
gátuna verður það þetta atriði
sem ræður úrslitum. Ein spurn-
ing í viðbót og nú megið þér ekki
móðgast. Er alveg víst að þér
hafið læst koffortinu?"
Philip Ridgeway leit á Poirot
en hann brosti afsakandi.
„Slíkt og þvílíkt getur nú kom-
ið fyrir. Nú jæja, skuldabréfun-
um var stolið úr koffortinu, en
hvað gerði þjófurinn við þau?
Hvernig komst hann með þau í
land?“
„Ah,“ hrópaði Ridgeway, „það
er nú einmittþað. Hvernig? Við
létum mennina frá tollgæslunni
vita af þessu og þeir leituðu sem
bestþeir gátu.“
„Var þetta stór pakki?“
„Já, það hefur varla verið hægt
að fela hann um borð enda voru
skuldabréfin seld hálftíma eftir
að Ólympía lagðist að bryggju
og áður en ég gat gefið lögregl-
unni upp númerin á þeim. Það
er ekki hægt að senda skuldabréf
þráðlaust.“
„Nei, rétt er það. Lagðist drátt-
arbátur að skipinu?"
„Aðeins hafnsögubáturinn.
Það var eftir að þjófnaðurinn
hafði uppgötvast og það var
fylgst vel með bátnum. Ég at-
hugaði hann sjálfur. Drottinn
minn dýri, Poirot, þetta mál er
að gera mig vitlausan. Það er
kominn upp orðrómur þess efnis
að ég hafi stolið skuldabréfunum
sjálfur."
„V ar leitað á yður við land-
ganginn?“
„Já.“ Ungi maðurinn starði
undrandi á Poiort.
„Þér áttið yður ekki á því hvað
ég er að fara,“ sagði Poirot bros-
andi. „Nú þarf ég að spyrja
nokkurra spurninga í bankan-
um.“
Ridgeway dró upp spjald og
skrifaði á það nokkur orð.
„Látið senda þetta til frænda
míns og hann mun strax tala við
yður.“
Poirot þakkaði honum fyrir,
kvaddi ungfrú Farquhar og sam-
an gengum við svo til Thread-
needlestrætis og aðalstöðva
Skotlands- og Lundúnabankans.
Eftir að hafa afhent spjaldið frá
Ridgeway var okkur vísað gegn-
um völundarhús úr skrifborðum,
skrifstofum, gjaldkerum af ýms-
um tegundum, bókurum og
vélriturum. Að lokum var okkur
vísað inn á litla skrifstofu á
fyrstu hæð en þar tóku fram-
kvæmdastjórarnir á móti okkur.
Þetta voru tveir alvarlegir heið-
ursmenn sem voru orðnir gráir
af því að vinna of lengi í bankan-
um. Hr. Vavasour var með
snöggt, hvítt skegg en hr. Shaw
var skegglaus.
„Mér skilst að þér séuð rann-
sóknarlögreglumaður á eigin
vegum,“ sagði hr. Vavasour.
„Við látum Scotland Yard að
sjálfsögðu um okkar mál og það
er McNeal rannsóknarlögreglu-
foringi sem stjórnar rannsókn-
inni. Mjög fær lögreglumaður.“
„Það er hverju orði sannara,“
sagði Poirot kurteislega. „En ef
þér vilduð gera svo vel að svara
nokkrum spurningum vegna
frænda yðar, sér í lagi um þennan
lás sem þér létuð smíða hjá
Hubbs.“
„Ég pantaði hann sjálfur,"
sagði hr. Shaw. „Égmyndi ekki
treysta neinum öðrum hvað það
varðaði. Hr. Ridgeway hafði einn
lykilinn en hina tvo höfðum við
tveir.“
„Hafði enginn annar aðgang
að lyklunum?"
Hr. Shaw sneri sér spyrjandi
að hr. Vavasour.
„Ég tel mig geta sagt með full-
um rétti að við settum þá í
öryggisskápinn þann 23. og þar
hafa þeir verið síðan,“ sagði hr.
Vavasour. „Samstarfsmaður
minn lagðist því miður veikur
fyrir hálfum mánuði, það var.ein-
mitt daginn sem Philip sigldi.
Hann er nýkominn til starfa aft-
ur.“
38. TBL VIKAN 53