Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 23
Eftir síðustu óskarsverð-
launaafhendingu vissi allur
heimurinn hver Geraldine
Page er. Hún fékk hin eftir-
sóttu verðlaun fyrir hlut-
verk sitt í The Trip to
Bountiful og kom þar fram,
sem kannski þeir helst vissu sem
fylgjast með kvikmyndum, að
þetta var hennar áttunda tilnefn-
ing. Það er nefnilega svo að þótt
Geraldine Page eigi nærri tutt-
ugu og fimm ára leikferil að baki
í kvikmyndum og leikhúsum er
ekki hægt að telja hana með
stjörnum Hollywood fyrr en nú.
Bæði er að á löngum ferli hefur
hún ekki leikið í mörgum kvik-
myndum - hefur alltaf tekið
leikhúsið fram yfir hvíta tjaldið
- og svo hefur hún verið vandlát
á hlutverk, ekki alltaf tekið það
sem líklegast var til vinsælda.
Geraldine Page fæddist 1924 í
smábænum Kirksville í Miss-
ouri. Hún hafði í æsku áhuga á
tónlistarnámi. Kreppan kom í
veg fyrir að foreldrar hennar
hefðu efni á að kaupa píanó
handa henni svo hún sneri sér í
staðinn að leiklistinni. Hún kom
fyrst fram á sviði táningur að
aldri.
Hún hélt til Chicago þar sem
hún fór í leiklistarnám. Eftir
nokkur ár þar og yfir 500 leiksýn-
ingum síðar hélt hún til New
York og varð meðlimur í hinu
virta Actors Studio. Þar varð
hún fljótlega efnilegasti nemand-
inn.
Það var svo í leikriti Tennessee
Williams, Summer and Smoke,
sem hún sló fyrst í gegn. Þetta
var uppfærsla utan Broadway og
áttu gagnrýnendur sem áhorf-
endur varla orð til að lýsa
hrifningu sinni á leik hennar.
Síðar lék hún í kvikmyndagerð
leikritsins. Þótti sú mynd mis-
takast þrátt fyrir að leikstjóri og
aðalleikarar væru fyrsta flokks.
Sú mynd var sýnd fyrir stuttu í
íslenska sjónvarpinu. Summer
and Smoke hafði mistekist á
Broadway, því var sigúr hennar
enn meiri. Nú flykktust áhorf-
endur eingöngu til að sjá þessa
leikkonu sem gagnrýnandi í Life
sagði að væri á þröskuldi frægð-
ar.
Að sjálfsögðu leiddi þetta til
að kvikmyndatilboðin streymdu
til hennar. Lék hún á næstu
árum í nokkrum myndum. Má
nefna Hondo á móti John
Wayne. Það er samt ekki fyrr en
á sjöunda áratugnum, komin vel
á fertugsaldurinn, sem hún fer
að fá hlutverk í kvikmyndum
sem eru henni að skapi.
Geraldine Page er greinilega
búin að ná þroska sem leikkona
þegar hún leikur í dramatískum
myndum á borð við Toys in the
Attic og Sweet Bird of Youth, en
flestir eru á því að þrátt fyrir
óskarsverðlaunin fyrir leik sinn
í The Trip to Bountiful sé hlut-
verk hennar sem fölnandi
kvikmyndastjarna í Sweet Bird
of Youth hennar besta hlutverk.
Þar lék hún á móti Paul Newman
sem einnig sýndi eftirminnilegan
leik. Þau höfðu bæði áður leikið
hlutverkin á Broadway.
í Sweet Bird of Youth lék einn-
ig Rip Torn, þá leikari á uppleið.
Kynni þeirra leiddu til hjóna-
bands. Síðan eru liðin tuttugu
og þrjú ár. Hlutverkin eru ekki
mörg í kvikmyndum, þess fleiri
hafa þau verið á sviði. Af kvik-
myndum á þessu tímabili má
nefna fyrstu mynd Francis Ford
Coppola, You’re a Big Boy Now;
eina af betri myndum Clint East-
wood, The Beguiled; Nasty
Habits, þar sem hún og Glenda
Jackson léku nunnu; dramatísk-
ustu mynd Woody Allen, The
Interiors; Disney myndina The
Happiest Millionaire og Pete’n
Tillie þar sem hún lék á móti
Walter Matthau og Carol Bur-
nett.
Nýjustu myndir hennar eru
The Pope of Greenwich Village
þar sem hún leikur á móti Mic-
key Rourke og Eric Roberts - sú
mynd hefur enn ekki komið fyrir
sjónir íslenskra kvikmyndahúsa-
gesta; White Nights, sem sýnd
var fyrir stuttu hér við miklar
vinsældir, og svo að sjálfsögðu
The Trip to Bountiful sem byggð
er á gömlu leikriti sem áður hef-
ur verið kvikmyndað fyrir
sjónvarp. Þá lék hlutverk gömlu
konunnar Lillian Gish, hin fræga
leikkona þöglu kvikmyndanna.
Það var 1953.
Geraldine Page getur vel við
unað þegar litið er á feril hennar
í heild. Þessa stundina er hún
að | leika á Broadway í nýlegu
leikriti eftir Sam Shepard, A Lie
of the Mind, og hefur á prjónun-
um að leika einnig á Broadway
í The Mad Woman of Challot.
Það verður því sjálfsagt nokkur
bið á því að hún leiki í kvikmynd
en við munum samt örugglega fá
að sjá hana í framtíðinni í hlut-
verki gamallar konu með mikla
reynslu.
33 TBL VIKAN 23