Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 37

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 37
með heiminn veit ég ekki frekar en aðrir en ég vona að heilbrigð- ishugsjónin verði sem lengst í tísku. Manstu hvað ég sagði áð- an, það reka allir puttana í nýmálað. Við höfum heilu fjöl- skyldurnar þar sem fyrsti leggur- inn hefur verið óreglusamur og næsti ætlar að passa sig en öll línan fer í sama farið. Eg hef mínar skoðanir á fyrirbyggjandi aðgerðum en ég tel margar sem notaðar hafa verið ærið mis- heppnaðar. Eina aðgerðin, sem er sannfærandi, er að loka rík- inu, en ætli ríkið vanti ekki fjármagnið. Saga SÁÁ er einföld í mínum augum. Þetta ævintýri, sem þekkt er orðið víða um heim, er eitt af því stórkostlegasta sem ég hef tekið þátt í. Að Hilmari Helgasyni og frumherjunum í Freeport- klúbbnum frátöldum, en þeir stofnuðu samtökin, er tilvera samtakanna í dag einkum þrem- ur mönnum að þakka. Ég er ekki með þessum orðum mínum að gera lítið úr verkum annarra. En af þremenningunum nefni ég fyrstan Binna í Blómum og ávöxtum. Sú elja og sú þraut- seigja og sú fórn, sem sá drengur er búinn að færa af hendi, er með ólíkindum. Síðan er það Björg- ólfur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Hafskips. Það verður ómælt hvað hann lyfti SÁÁ upp á sínum tíma. Sá þriðji er sá sem hefur haldið hvað mest utan um allt og sjúkrastöðin að Vogi væri ekki til ef hann hefði ekki haldið utan um hlutina. Þessi maður er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. Þessir menn hafa verið þungamiðjan í samtökun- um. Það má telja fleiri, til dæmis Othar Örn Petersen, sem var for- maður byggingarnefndar Vogs, og aðra. Ég er að fara út núna til Dan- merkur og verð þar viðstaddur opnun nýrrar sjúkrastöðvar að okkar fyrirmynd, sem er einn anginn af ævintýrinu" Grétar hefur verið formaður fjáröflunarnefndar SÁÁ og átt drjúgan þátt í því líka að ævin- týrið gerðist. Lesendum ætti að vera orðið ljóst að maðurinn er óvirkur alkóhólisti, hefur varið tæpum áratug í uppbyggingar- starf í Samtökum áhugamanna um áfengisvarnir, SÁÁ. Stór hluti tilveru hans snýst um sam- tökin. Grétar er verslurprstjóri Hjónin Guölaug og Grétar Bergmann. í Bónaparte, einni verslun Karnabæjar, sem Guðlaugur Bergmann, bróðir hans, á. Ævi- ferill Grétars frá því „kynhvötin tók völdin“ og þar til hann fór í meðferð á Freeport í New Jersey fyrir níu árum hefur verið róstu- samur. Margar myndir af Grétari Bergmann hafa samborgarar hans séð í gegnum tíðina. Hann hefur stofnað nokkur fyrirtæki, fengið margar snjallar hug- myndir og hrint þeim í fram- Hér áður byrgði ég allt inni í mér árum saman og var kominn með svo signar auga- brýr oggróinn fýlusvip að ég er ekki búinn að ná honum af mér ennþá. kvæmd. Landsmenn þekkja gæruklæddar gestabækur sem hafa verið í mörg ár á markaðn- um. Hugvitsmaðurinn á bak við þær er Grétar. Hann dvaldi í nokkur ár í Svíþjóð ásamt fjöl- skyldu sinni en segir að það hafi verið leiðinlegasti tími ævinnar. I Stokkhólmi var hann í textíl- námi og formaður íslendingafé- lagsins. Um árabil dvaldi hann á Kan- aríeyjum og fyrir vestan haf, í New York. Hann lagði margt fyrir sig á þeim tíma sem endra- nær. Og flest fór forgörðum vegna óreglu. „Fyrirtækin gengu ekki frekar hjá mér en öðrum þar sem óregl- an ræður. Það eru margir sem ekki hafa áttað sig á þessu enn enda er Lögbirtingur orðinn dag- blað.“ Við reynum að snúa talinu að ættum og uppruna. „Pabbi og ég vorum vanir að segja að við værum komnir af Skitu-Lása þegar tal manna barst að ættfræði. Það var þegar menn ætluðu að lifa af forfeðrum sínum en ekki sjálfum sér. Svo ég svari þér þá er ég í móðurætt kominn af Eyjólfi landshöfðingja í Hvammi í Landsveit, fæddur í Hafnarfirði hjá Einari úra árið 1934. Bergmann nafnið er mér sagt að komi frá Steini Hólabisk- upi. Hann átti syni sem fóru til náms til Þýskalands. Biskups- sonum þótti sniðugast að breyta Steinsson í Bergmann. Það sem ég veit næst um föðurættina er að hún kemur við sögu á Suður- nesjum. Ég er bæði rakari og bakari, pabbi var bakari. Hann var stórkostlegasti félagi sem ég hef átt. Ég veit ekki hvort það fer vel saman að vera bakari og rakari en það rímar. Ég vann á Búrfelli í nokkur ár sem bakari en setti upp auglýsingu þar sem ég auglýsti klippingar og rakstur og undirritaði hana auðvitað rakarinn. Gárungarnir á staðn- um bættu um betur eða einu béi og útkoman var brakarinn.“ Það hefur víst oft brakað und- an sporum Grétars Bergmann. Stóru brestirnir að baki að hans sögn: „Það sem skiptir mig mestu máli í dag er að ég á góða fjöl- skyldu, bæði bróður og konu sem hafa staðið við hlið mér. Ég tel mig lánsaman líka vegna þess að ég á mikið af góðum kunningjum og vinum. Og svo skiptir það mig miklu að reyna að hækka í áliti hjá sjálfum mér.“ 38. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.