Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 24
\
Systir Stella hetur staðfest nunnuheitið. Blómakransinn
ber hún næstu þrjá daga.
Myndir:
Arna Kristjánsdóttir
mun
upplokið verða
Söngurinn ómar. Geislar kvöldsólarinn-
ar glampa á gluggum klaustursins og
á gráa bygginguna slær birtu. Messan
er hafin. Presturinn tónar: pax vobis-
cum, friður sé með yður. í kapellunni
ríkir friður og þar er ró. í fjarska má
greina umferðargný. Flestir eru á
heimleið. Það er þriðjudagskvöld og hvers-
dagurinn allsráðandi. En í klaustrinu halda
menn hátíð. í dag staðfestir systir Stella
lokaheitið. Hún afsalar sér öllum veraldleg-
um eignum og lofar ævilangri tryggð og
þjónustu við guð. Fjögurra ára reynslutíma
hennar í Karmelítareglunni er lokið. Stella,
sem bar hvíta slæðu á höfði og kallaðist
novice, lærlingur, er héðan í frá professor,
nunna, og sveipar presturinn höfuð hennar
svörtu slöri því til staðfestingar.
Fjöldi manns hefur safnast saman í kapell-
unni til þess að fagna þessum tímamótum.
Foreldrar Stellu komu sérstaklega frá Pól-
landi til þess að vera viðstaddir vígslu dóttur
sinnar. Ur andlitum þeirra skín gleði og stolt
fylgjast þau með er Stella vinnur heitið.
Frammi bíða Stellu ýmsar gjafír. Þær láta
lítið yfír sér, eru fyrst og fremst tákn virðing-
ar og vináttu.
Að lokinni athöfninni streyma messugest-
ir upp í gestaherbergi systranna. Þar gefst
þeim kostur á að óska hinni nývígðu nunnu
til hamingju. En ekki fá gestir að taka í
hönd hennar, faðma hana eða snerta. Nei,