Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 49

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 49
HERRAPEYSA STÆRÐ: 48. EFNI: 700 g af Pattons Clansman. Hringprjónar nr. 4'A, 70 og 40 sm langir. Skýringar á snúningum: H snúningur: Þegar H snúningur er gerður er 1 slétt lykkja tekin aftur fyrir á aukaprjón og næstu 4 lykkjur prjónaðar sléttar, síðan er lykkjan af aukaprj. prj. slétt. V snúningur: Þá eru 4 sléttar lykkjur teknar fram fyrir á auka- prj., næsta lykkja er prj. slétt og síðan prj. 4 1. sléttar af aukaprj. 0 snúningur (mætast þá H og V snún.): Þá eru 4 sléttar lykkjur teknar fram fyrir á aukaprj., næstu 4 lykkjur prj. sléttar og síðan eru prj. 4 1. sléttar af aukaprj. A snúningur: Þá eru 4 sléttar lykkjur teknar aftur fyrir á auka- prj., næstu4 lykkjur eru prj. sléttar og síðan eru 4 sléttar lykkjur af aukaprj. teknar saman í eina lykkju og hún prj. slétt. B snúningur: Þá er skipt frá H snún. yfír í V snún. C mót: Þá er gerður H snún. og síðan strax á eftir gerður V snún., það er að segja fyrst er 1 slétt lykkja tekin aftur fyrir á aukaprj., næstu 4 lykkjur prj. sléttar og síðan er prj. 1 1. slétt af aukaprj. Því næst eru næstu 4 lykkjur teknar fram fyrir á aukaprj., næsta lykkja prj. slétt og síðan 4 1. sléttar prj. af aukaprj. D mót: Þá er byrjað á H snún. Þegar 5 lykkjur eru eftir á prjónin- um (en þá er búið að fella af undir höndum og skipta þannig bolnum í fram- og afturstykki) er fyrsta lykkjan tekin aftur fyrir á auka- prj. og næstu 4 lykkjur, sem eru 1 1. br., 11. sl., eru prj. sléttar og síð- an er slétta lykkjan af aukaprj. prj. E snúningur: Þá eru 4 sléttar lykkj- ur teknar fram fyrir á aukaprj. og næstu 4 lykkjur, sem eru sléttar, eru teknar saman í 1 lykkju og síð- an eru 4 sléttar lykkjur prj. sléttar af aukaprj. Samkvæmt meðfylgjandi mynd er H snúningur gerður þar sem línan er brotin, það er - - - - en V snúning- ur gerður þar sem línan er heil, það er--------Fæst þannig kantur sem nær yfir 4 lykkjur á breidd og lyft- ist upp. BOLUR: Prjónið í hring upp að höndum. Fitjið upp 192 lykkjur á hrmgprjón nr. 4 'A. Prj. 1 1. sl., 1 1. br., 4 'A sm. Prjónið að stroffi loknu 1 umf. slétta og aukið jafht út um 32 lykkjur. 2. umfi: Prjónið 4 sl. 1., 60 1. perlu- prj., 8 1. sl., 36 1. perluprj., 8 1. sl., 60 1. perluprj., 8 1. sl., 36 1. perlu- prj. Endið umf. á að prjóna 4 1. sl. 3. umfi: Byrjið umf. á því að gera V snún. Því næst er prj. perluprj. og þegar komið er að næstu 8 1. sl. er prj. C mót, prj. 36 1. perluprj. að næstu 8 1. sl. en prjónið þá C mót, því næst 601. perluprj., prjónið aft- ur C mót þegar komið er að 8 1. sl., þá aftur 36 1. perluprj. og gerið H snún. þegar 5 sléttar lykkjur eru eftir á prj. Prjónið síðan bolinn áfram sam- kvæmt mynd, það er ýmist gerður H eða V snún. Þegar bolurinn mælist 31 'A sm frá stroffi er komið upp að handvegi. Fellið þá af 4 1. undir höndum áður en B snún. er gerður. Verða þá jafnmargar lykkj- ur á fram- og bakstykki. Síðan er framstykkið prjónað fram og aftur þar til það mælist 27 'A sm. Fellið 32 lykkjur af fyrir miðju, eru þá eftir 32 1. á hvorri öxl. Takið 2x2 lykkjur úr í hálsmáli og prj. hvora öxl fyrir sig, 4 sm. Bakstykkið er prjónað á sama hátt og framstykkið. ERMAR: Fitjið upp 44 1. á prj. nr. 4 'A. Ermin er prjónuð fram og aft- ur. Prjónið 1 1. sl., 1 1. br., 4 'A sm. Prjónið fyrstu umf. sl. og aukið út um 24 1. Prjónið síðan perluprjón og aukið út um 1x21. með 3 sm millibili. Prjónið ermina þar til hún mælist 46 sm. Er þá endanlegur lykkjufjöldi 100 1. FRÁGANGUR: Saumið ermar saman, axlir saman, ermar í og hálskant niður. HÁLSMÁL: Takið upp 100 lykkjur á prj. nr. 4 A og prjónið 4 sm slétt- an kant sem síðan er brotinn inn og saumaður niður. Endanlegur hálskantur verður þá 2 sm. Athugið að upphaflega voru 112 1. á fram- og bakstykki en eftir eru 96 1. á hvoru stykki því að við A og E snúning fækkar 1. samtals um 12 á hvoru stykki og 4 1. hafa verið felldar úr undir höndum. 961. verða þá eftir þegar komið er að háls- máli. 38. TBL VI KAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.