Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 35
Bergmann og Bónaparte.
Viðtal:
Þórunn
Gestsdóttir
koma barnabörnum mínum að
gagni. Sjáðu nú til. Ef þú kemur
að nýmáluðum bletti sérðu að
það þurfa allir að reka puttann
í málninguna, þó að það standi
skýrum stöfum nýmálað. Það
þurfa allir að prófa sjálfir.
Ég þori ekki að segja frá því
hvar ég steig mín feilspor, þá
þyrftu margir að stíga þau líka
því þeir segðu í upphafí: Ég get
gert eins og hann án þess að illa
fari.
Kynþroskaaldurinn er mörg-
um erfiður og í dag er enn fleira
sem glepur. Kröfurnar eru orðn-
ar svo miklar og neyslan eftir
því. Neyslan er búin til því það
þarf að vera hreyfing á fjármagn-
inu í heiminum. Það er höfðað
til unglinganna með neysluna,
meira nú en nokkru sinni fyrr.
Við eigum óskaplega góða
unglinga og börn. En við eyði-
leggjum þau. Við tökum ábyrgð-
ina frá þeim. Barnið segir: Ég
get. Nei, þá koma pabbi og
mamma, afi og amma og segja:
Nei, elskan, þú getur ekki,
mamma skal eða afi skal. Við
tökum ábyrgðina frá börnunum
með þessum hætti. Það er undir-
staðan í lífinu að bera ábyrgð,
ráða við það sem til er ætlast.
Ég hef aldrei reynt að breyta
nokkrum einasta manni, nei, ég
er ekki að reyna það. Ég þyki
nokkuð grimmur og sumir segja
að ég sé vondur en það er vegna
þess að fólk hefur aldrei séð mig
vondan. Ég nefni hlutina bara
réttum nöfnum, ég segi að svart
sé svart og hvítt sé hvítt.
Ég skal segja þér eina sögu.
Ég var staddur uppi á Kjalarnesi
nýlega og tók þá upp í bílinn
Myndir:
Arna
Kristjánsdóttir
38. TBL VIKAN 35