Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 19

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 19
Umsjón: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Kjarnavopn hafa hlutverki að gegna í þeirri stefnu vegna gífurlegra yfirburða Sovétmanna á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Þetta er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá. Ég tel því að for- senda raunhæfs árangurs í afvopnunarmálum sé samkomulag risaveldanna um gagnkvæma fækk- un, ekki aðeins á sviði kjarnavopna heldur einnig hvað varðar hefðbundinn vígbúnað. Stjórnmála- menn á Norðurlöndum, ekki síður en aðrir, verða að vera ábyrgir í afstöðu sinni til þessara við- kvæmu mála og gæta þess að öll spor, sem stigin eru í átt til afvopnunar, séu með þeim hætti að þau auki ekki á óvissu heldur dragi úr spennu. I því sambandi verður að svara þeirri spurningu hvort yfirlýsingum Sovétmanna um að virða kjarnavopnalaust svæði væri treystandi. Ég vil leyfa mér að efast um gildi slíkrar yfirlýsingar. Mörg dæmi eru um það úr sögunni að stórveldi virði ekki hlutleysi smáþjóða þrátt fyrir fyrri yfir- lýsingar sínar þar um. Raunar kom nýlega fram í fréttum að Sovétmenn myndu ekki einu sinni taka afstöðu til slíkrar yfirlýsingar fyrr en eftir að frá henni hefði verið formlega gengið. Það er því margt sem dregur úr gildi yfirlýsinga af framan- greindu tagi fyrir öryggi Norðurlanda. Ég tel að skoða beri hugmyndina um kjarna- vopnalaus svæði í mun víðara samhengi. Það verður til dæmis að ná til svæða innan Sovétríkj- anna, til Eystrasalts og Atlantshafs, ef það á að þjóna einhverjum tilgangi. Um leið verður að tryggja eftirlit og fyrirbyggja kapphlaup á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Alyktun Alþingis um stefnu Islendinga í afvopnunarmálum, sem sam- þykkt var 23. maí 1985, tengir einmitt umræðuna um kjarnavopnalaust svæði við víðtækara sam- komulag um afvopnun og það tel ég bæði rétt og skynsamlegt að gera. Við Islendingar erum sem betur fer í þeirri að- stöðu að geta nýtt hitavatn og vatnsafl til kynding- ar og orkuframleiðslu. Aðrar þjóðir ráða ekki yfir slíkum auðlindum, eða þá hlutfallslega í mun tak- markaðri mæli, og verða að nýta önnur náttúru- gæði, til dæmis kol og olíu, til orkuframleiðslu. Þetta eru dýrir orkugjafar og ekki ótakmarkaðir. A undanförnum áratugum hefur því orðið ör þróun á sviði kjarnorkuframleiðslu. Þetta er afar skiljan- legt að mínu mati enda hefur orkuverð og orku- framboð mikil áhrif á alþjóðlegt efnahagslíf. I því sambandi er skemmst að minnast hækkana olíu- verðs á síðasta áratug, sem höfðu í för með sér kreppu í vestrænum iðnríkjum. Þó að menn viðurkenni þannig þörfina fyrir fleiri og ódýrari orkugjafa er hinu ekki að leyna að friðsamleg nýting kjarnorku er afar áhættusöm og krefst mikils og vísindalegs eftirlits. Slysin í Chernobyl, og þar áður á Three-Mile- Island, eru dæmi um hættuna sem vofir yfir millj- ónum manna ef eitthvað fer úrskeiðis eða ef nægilegs öryggis er ekki gætt. Vinnsla kjarnorku snertir fleiri þjóðir en þær sem stunda hana. Það má því í engu draga úr almennum kröfum sem gerðar eru um tækjabúnað, vísindalega menntun starfsmanna og framleiðsluaðferðir í kjarnorku- verum. Þær þjóðir, sem ekki nýta kjarnorku, eiga rétt á því að fyllsta öryggis sé gætt í þessu efni. Þær þjóðir eiga einnig kröfu á því að settar séu öryggisreglur og búið til öryggiskerfi undir al- þjóðlegu eftirliti. Eftirlitsaðilinn á að hafa vald til að skoða orkuver fyrirvaralaust, hvar í landi sem er, og stöðva framleiðslu ef fyllsta öryggis er ekki gætt. Raunar er krafan um hert eftirlit ekki síður mikilvæg í þessu efni en varðandi framkvæmd af- vopnunar. Okkar álit Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri öryggismálanefndar: Valgeir Gestsson, formaður Kennara- sambands íslands Unnur Jónsdóttir fóstra: Allflestir framleiðendur gera sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að umbúðir um vörur séu aðlaðandi fyrir augað enda hefur það greinilega komið í ljós að vel hannaðar umbúðir auka veru- lega á sölumöguleika. En þó neytendur taki vissulega mið af umbúðum við vöruval vilja þeir sem betur fer einnig skoða innihaldið áður en þeir ákveða kaup. Hugmyndinni um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum má að ýmsu leyti líkja við umbúðir þar sem innihaldið vantar. Hvað felst í hugmyndinni hefur lítið verið rætt og hér á landi nánast ekki neitt. Líkt og með vöruval er þó inni- haldið kjarni málsins en ekki umbúðirnar og meðan það skortir get ég, í hreinskilni sagt, hvorki mælt með eða í mót kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Um nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi, það er til orkuframleiðslu, virðist mér ýmis rök hníga að því að æskilegra væri að nota aðra orku- gjafa. Spurningin er hins vegar sú hvort menn hafi þann kost, að minnsta kosti þegar til lengri tíma er litið, og margt bendir til að svo sé ekki. Sé það rétt skiptir litlu hvort menn eru andvígir friðsamlegri nýtingu eða ekki. Það hlýtur hins 4 vegar að vera forsenda nýtingar að öryggisráðstaf- anir séu eins tryggar og mögulegt er. Chernobyl sýnir jafnframt að friðsamleg nýting kjarnorku er ekki málefni sem einungis snertir einstök ríki , heldur hið alþjóðlega samfélag í heild. Af þessu leiðir að brýn nauðsyn er á alþjóðlegri samvinnu til að setja reglur um nýtingu kjarnorku í friðsam- legum tilgangi. Þrátt fyrir háþróaða tækni er ljóst að menn hafa aðeins takmarkað vald á kjarnorkunni. Af- leiðingar kjarnorkusprengingar eða bilunar í kjarnorkuveri ræður enginn mannlegur máttur við. Kjamorkuslysið í Chernobyl í Sovétríkjunum síðastliðið vor er aðeins örlítið sýnishorn þess sem gerst getur fyrir mistök, tæknigalla eða í kjarn- orkustyrjöld. Litlum sem engum vörnum verður við komið. Kjarnorkan er hrikaleg ógnun við allt líf á jörð- inni. Allir stjórnmálaflokkar hafa með einum eða öðrum hætti lýst því yfir að ísland skuli vera kjarn- orkuvopnalaust. Kjarnorkuvá takmarkast ekki við einstök lönd, landamæri eða heimsálfur. Ég er fylgjandi hverju því skrefi sem stíga má til útrým- ingar kjarnorkuvognum og kjarnorkuverum. Kjarnorkulaust Island, kjarnorkulaus Norður- lönd, kjamorkulaus jörð. Bíðum ekki eftir stóra kjarnorkuslysinu eða að stóra bomban falli. Þegar hugsað er um kjarnorkuvígvæðinguna í dag óttumst við óneitanlega um framtíð barna okkar. En það eru ekki einungis kjarnorkuvopnin, það eru einnig kjamorkuverin sem ógna mannkyn- inu og lífríki jarðar eins og slysið í Chernobyl sýnir okkur. Það em endalaus tæknivandamál með úrganginn úr kjamorkuverunum og eitt úr- gangsefnið, plútoníum, er notað til að búa til kjamorkuvopn. Eftir því sem kjarnorkuvopnin verða fleiri og úrgangurinn meiri er stöðugt meiri hætta á að plútoníum komist í hendur þeirra sem gætu misnotað það. Hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd varð til fyrir meira en tuttugu árum og er svo sannarlega tími til kominn að sú hugmynd verði að veruleika. Það gladdi okkur friðarsinna því mjög þegar gerð var samþykkt á Alþingi 23. maí 1985 þar sem meðal annars er hvatt til þess að könnuð verði samstaða og grundvöllur fyrir kjarnorkuvopna- laust svæði í Norður-Evrópu, kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd gætu verið fyrsta skrefið að því mark- miði. Því kom einstrengingsleg afstaða utanríkis- ráðherra okkar í þessu máli á ráðherrafundinum nú í sumar mjög á óvart. Þar sem nú liggur fyrir vilji hjá stjómum allra hinna Norðurlandanna fyrir stofnun slíks svæðis tel ég hættulegt að við Islendingar lendum fyrir utan, því það gæti þýtt að stofnuð yrðu kjamorkuvopnalaus Norðurlönd án þess að ísland ætti aðild þar að. Og með því að vera ekki með tel ég einnig að íslensk stjóm- völd bregðist almenningi þar sem fram kom í skoðanakönnun nú fyrir stuttu að 85% þeirra er tóku þátt í könnuninni eru með kjarnorkuvopna- lausum Norðurlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.