Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 12
Texti: Guðrún Alfreðsdóttir
Mynd: Helgi Friðjónsson
ÞRJÁTÍU ARA UTIVIST
- HUGURINN ÞÓ ALLTAF HÉR
að er hálferfitt að trúa því að það séu
liðin þrjátíu ár síðan við fluttum út til
Bandaríkjanna, tíminn hefur liðið svo
hratt en jafnframt svo margt gerst að
maður gerir sér ekki almennilega grein
íyrir þessu.“ Það eru hjónin Þórhildur
Guðjónsdóttir og Erlingur Ellertsson
sem hugleiða eitthvað á þessa leið en þau eru
búsett í Woodbridge í Virginíu, rétt rúmlega
30 kílómetra suður af Washington, og eru nú
heima á íslandi í sumarfríi.
Þórhildur: „Ég flutti reyndar til Bandarikj-
anna, í Virginíufylki, með foreldrum mínum
og systkinum ánð 1951, en þá hafði ég nýlega
kynnst Erlingi. Arið eftir kom hann í heimsókn
og var svo hrifinn af landinu að hann langaði
að setjast að.“
Erlingur: „Já, ég var þama í sex vikur og
leið mjög vel, fannst allt ganga miklu auðveld-
ar fyrir sig þama úti en hér heima á þessum
tíma. Hér vom höft og margs konar erfiðleikar
en úti var allt hægt að fá og auðveldara fyrir
ungt fólk að byrja lífið - alla vega meira freist-
andi. Ég kynntist þama manni sem bauðst til
að útvega mér vinnu hjá Rafveitunni í Wash-
ington ef ég kæmi til að setjast að. Við
Þórhildur giftum okkur í millitíðinni og bjugg-
um í Keflavík þar til 1956 en þá létum við til
skarar skríða og fluttum út. Loforðið stóð, ég
fékk vinnuna og þar starfaði ég svo í fimmtán
ár.“
„En auðvitað varð þetta ekki eintómur dans
á rósum,“ segir Þórhildur, „það vom líka erfið-
ir tímar. Pabbi dó aðeins mánuði eftir að við
fluttum út og þá breyttust ýmsir hlutir tölu-
vert. Svo eignuðumst við fimm böm á átta
árum og fljótlega varð Erlingur að fá sér auka-
starf. Eg var því ansi mikið ein með bömin
og það var ekkert hlaupið að því að koma
þeim fyrir part úr degi því róluvellir og öll slík
þjónusta var svo dýr. Það var heldur ekki
mikið um að við hjónin kæmumst út á kvöld-
in, engin skyldmenni í næsta húsi og erfitt og
dýrt að fá bamapíur. Það var helst að við fær-
um öll saman í útibíó. Sex ára byrjuðu
krakkamir svo í skóla og vom þar frá átta til
þrjú á daginn en það var stutt að fara, bara
rétt yfir túnið.“
Vomð þið aldrei komin að því að gefast upp
á „ameríska draumnum" og flytja heim aftur?
„Nei, það hvarflaði aldrei að okkur,“ segja
þau bæði ákveðið. „Við vissum af erfiðleikun-
um heima líka og þrátt fyrir erfið tímabil úti
leið okkur vel. Við höfðum svo sem aldrei
haft neinar draumsýnir um gull og græna
skóga.“
Jafnhliða starfinu hjá Rafveitunni fór Erl-
ingur að taka að sér málningarvinnu aukalega,
sem smám saman þróaðist upp í að verða hans
aðalstarf. Og nú rekur hann fyrirtækið Erling-
ur Éllertsson & synir, sem sér um málun og
smábreytingar á húsum og innréttingum. „Eins
og er vinna tveir synir mínir hjá mér, sá elsti,
Guðjón, sem er smiður og Jóhann, bifvéla-
virki, ásamt sex öðrum. Við höfum líka dálítið
fengist við að ganga frá búslóðum til flutn-
ings. Ég byrjaði á að aðstoða íslenska lækna
sem voru að flytja heim en það leiddi til þess
að íslenska sendiráðið fékk mig til sömu hluta.
Svo nú sé ég um pökkun þegar með þarf og
ýmiss konar viðhald fyrir sendiherrauústaðina
í Washington og New York. Sem sannur Is-
lendingur auglýsi ég svo auðvitað fyrir Flug-
leiðir - hef skilti á sendiferðabílnum sem er
mest á fartinni, þar sem ég auglýsi ódýrar ferð-
ir milli Baltimore og Lúxemborgar. Einu sinni
stoppaði mig íslenskur piltur er ég var á bíln-
um, fannst honum þá áreiðanlega heimilislegt
að sjá þetta kunnuglega skilti því hann var á
leið frá New York til Arlington en var ekki
alveg klár á leiðinni."
- Hvemig hafa tengslin við ísland verið hjá
ykkur á þessum þijátíu árum?
Þórhildur: „Við komum oft heim og svo
sjáum við ýmis blöð og fylgjumst þannig með
öllu því helsta. Einnig fáum við miklar heim-
sóknir að heiman, bæði frá fjölskyldu og vinum
sem ókunnugum og það er alltaf gaman að
hitta landa og geta aðstoðað þá ef með þarf.“
„Það má stundum kalla heimilið þeirra Hót-
el fsland því það er þeirra aðalhobbí að taka
á móti íslendingum,“ segir Gunnar, bróðir
Þórhildar, hlæjandi um leið og hann kemur inn
og heilsar en hann er líka í sumarffíi á íslandi.
Erlingur: „Ég kem yfirleitt hingað heim tvisv-
ar á ári því ég á hér aldraða foreldra.
Þórhildur kemur nú í seinni tíð alltaf einu sinni
á ári en meðan bömin voru lítil kom hún ekki
heim í tíu ár, þá var ekki svo auðvelt að flakka
á milli landa með öll bömin.“
Þórhildur: „En þegar á leið fóm krakkamir
oft til íslands á sumrin til að halda við íslensk-
unni, sum fóm jafnvel í sveit. Dóttir okkar,
Hulda, var síðan í Húsmæðraskólanum á Varma-
landi einn vetur, Guðjón lærði húsasmíði
hér í tvö og hálft ár og annar sonur okkar,
Erlingur, giftist íslenskri konu og býr hér.
Yngsti sonurinn, Guðleifur, starfar hins vegar
sem rafvirki úti og Guðjón og Jóhann vinna
hjá pabba sínum. Þau em öll gift og farin að
heiman og bamabömin orðin fimm.“
- Hvað með samskipti íslendinga í Virginíu-
fylki og nágrenni?
Erlingur: „Þau em mjög góð, við höfum
öflugt Islendingafélag í Washington og í því
em um 300 meðlimir að meðaltali. Við höldum
alltaf þorrablót í mars og síðastliðin sautján
ár höfum við fengið mat og skemmtikrafta að
heiman. Konumar baka þó laufabrauðið, flat-
kökur og kleinur. 17. júní er farið í skemmtiferð
og íslenskir leikir hafðir í hávegum, svo sem
að hlaupa í skarðið, pokahlaup og reiptog.
Basar er svo haldinn í nóvember, þar em seld-
ar ullarvörur og margir hlutir sem útbúnir em
af konum á staðnum. Einnig er böðið upp á
kleinur og rjómapönnukökur sem alltaf em
vinsælar og síðast vorum við með íslenskar
pylsur sem gerðu mikla lukku. Basarinn er
alltaf mjög vel sóttur og höfum við getað styrkt
ýmsa aðila. Nú er í bígerð að styrkja stofnanir
hér á íslandi. Svo er auðvitað haldin jólatrés-
skemmtun fyrir bömin og þá er ekta íslensk
jólastemmning; gengið í kringum jólatréð,
dmkkið súkkulaði og grýla kemur í heim-
sókn.“
Þórhildur: „Ég er í saumaklúbbi sem varð
þrjátíu ára í september í fyrra. Við hittumst
einu sinni í mánuði, tólf konur, frá klukkan
tíu á morgnana til svona tvö á daginn. Það
þýðir ekki að vera að neinu næturrölti þegar
þarf að fara langar vegalengdir. Við borðum
saman íslenskan hádegisverð og svo er spjallað
og saumað og það er sko mikið saumað í þess-
um klúbbi! íslendingafélagið er svo alltaf með
hádegisverð þrisvar á ári fyrir konurnar, til
að kynnast. Næst verður hádegisverðurinn í
Cambridge í Maryland en þar á að skoða fisk-
verksmiðjur Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna.“
Væntanlega finnst þeim Þórhildi og Erlingi
ýmislegt hafa breyst hér á þessum þrjátíu árum
sem liðin em - hvað helst?
„Breytingarnar fundust mér auðvitað mestar
þegar ég kom aftur heim 1968 eftir tíu ár,“
segir Þórhildur. „Mest kom mér þá á óvart
hvað mikið var farið að fást í verslunum hér
og hvað mikið var búið að byggja. Allir áttu
bíla en áður var það lúxus. Eins fannst mér
áberandi meiri snyrtimennska við hús en áður
hafði verið og meira lagt upp úr að gera þau
falleg að utan. Það vom almennt miklar breyt-
ingar til batnaðar á þessum tíma.“
Erlingur tekur undir þetta en fyrir hann
vom breytingamar þó ekki eins áberandi því
hann kom oftar. „Reykjavík er orðin eins og
hver önnur stórborg og umferðin samkvæmt
því.“
„Já, en undanfarin ár hefur hún batnað
mjög mikið, það er miklu meiri tillitssemi núna
í umferðinni og ekki eins mikill æsingur,“
bætir Þórhildur við.
Þau hjón em greinilega mjög stolt af því
að vera íslendingar og njóta dvalarinnar hér.
Erlingur fékk laxveiðibakteriuna fyrir nokkr-
um árum og skellir sér í veiði þegar hann
mögulega getur. Þórhildur hefur tekið það
rólega, ætlar að stoppa dálítið lengur en hann
en skrapp þó til Stykkishólms í nokkra daga.
En hvemig verður framtíðin - em þau orðin
endanlega rótgróin í Ameríkunni eða er hugs-
anlegt að þau flytji einhvem tíma heim til
íslands aftur?
„Það veit maður aldrei," segja þau bæði eft-
ir smáhik. „Hugurinn er alltaf hér þó gott sé
að búa úti. En við höfum ekki sleppt íslenska
ríkisborgararéttinum og við eigum hér fjöl-
skyldu og mikið af góðum vinum, svo það er
aldrei að vita hvað gerist er aldurinn færist
yfir...“
12 VI KAN 38. TBL