Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 51
P 0 S T U R
LEKANDI
Ágæti Póstur.
Mig langar til að fá að vita eitthvað um
lekanda. Þannig er nefnilega mál með vexti
að ég held að ég sé haldinn þeim kvilla.
Hver eru einkenni þessa sjúkdóms og hven-
ær koma þau í Ijós? Svo væru allar aðrar
upplýsingar varðandi lekanda mjög vel
þegnar. Að lokum, hvert á maður að fara til
að fá lækningu?
Takk fyrir birtinguna.
Einn áhyggjufullur.
Einkenni iekanda eru sviði í þvagrás og
siimkennd eða graftarkennd útferð. Algeng-
ast er að einkennin komi í Ijós tveimur til
sjö dögum eftir smitun en stundum koma
þau ekki fyrr en þremur vikum eftir smitun
eða seinna. Og smitun á sér nær eingöngu
stað við samfarir.
Ef þessi einkenni hafa komið fram hjá þér
skaltu drjfa þig til læknis. Ef menn fá ekki
lækningu í tæka tíð geta afleiðingarnar orð-
ið bólgur i sáðgöngum, eistum og blöðru-
hálskirtli auk þess sem menn geta orðið
ófrjóir. Húð- og kynsjúkdómadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur annast þá er
hafa fengið kynsjúkdóma og þangað skalt
þú fara og leita þér lækningar.
ÞROSKA-
ÞJÁLFUN
Kæri Póstur.
Við erum hér tvær vinkonur sem búum
úti á landi. nánar tiltekið á Vestfjörðum. Við
höfum mikinn áhuga á að læra þroskaþjálf-
un. Við vitum að starfandi er í Reykjavík
Þroskaþjálfaskóli íslands en síðan vitum við
ekki meir. Þess vegna ákváðum við að skrifa
þér og biðja þig að svara nokkrum spurning-
um fyrir okkur. Hér koma þær:
1. Hver eru inntökuskilyrði í skólann?
2. Hvað er þetta langt nám?
3. Hvernig er náminu háttað?
Við vonum að þú svarir þessu fyrir okkur.
Allaraðrarupplýsingarværu líka vel þegnar.
í von um birtingu.
Hulda og Jóhanna.
Inntökuskilyrðin í Þroskaþjálfaskólann eru
stúdentspróf en þó erannað nám viðurkennt
ef skólastjórnin metur það gilt. Auk þessa
verðið þið að vera orðnar átján ára gamlar
til þess að komast inn í skólann og að hafa
starfað i að minnsta kosti sex mánuði á stofn-
un með fötluðum. Námið tekur þrjú ár.
Námið skiptist í bóklegan og verklegan
þátt. Bóklegu greinarnar skiptast í uppeldis-
og heilbrigðisgreinar. Mesta vægi uppeldis-
greina hafa sálfræði og fræðsla um vangefni.
En lyfjafræði, líkamsþjálfun, heilbrigð/sfræði
og hreyfiþroski hafa mest vægi í heilbrigðis-
greinunum. Verklega námið fer fram á
ýmsum stofnunum, bæði hælum og heimil-
um fyrir vangefna, sérskólum og fleiri
stofnunum um alltland. Skólinn ræðurnem-
endum sínum leiðbeinendur á hverjum
verknámsstað. Bóklega námið er um það
bil 2/3 af námstímanum en verklega námið
1/3.
Þroskaþjálfaskólinn auglýsir eftir umsókn-
um um skólavist á vorin og fást umsóknar-
eyðublöð á skrifstofu skólans. Þá er bara að
bíða til næsta vors og sækja um ef þið haf-
ið aldur og menntun til þess.
VINKONUR
HRIFNAR AF
SAMA
STRÁKNUM
Halló Póstur.
Við vinkonurnar eigum við mjög alvarlegt
vandamál að stríða, nefnilega það að við
erum að deyja úr ást sem er í sjálfu sér OK
en málið er bara það að það er sami strákur-
inn. Þetta hefur gengíð svona lengi og
hvorug getur hætt að hugsa um hann því
hann er svo æðislegur. Þá er það hitt vanda-
málið. Við erum með það nokkurn veginn á
hreinu að hann sé ekki hrifinn af okkur. að
minnsta kosti veitir hann okkur enga sér-
staka athygli.
Elsku, besti Póstur, hvað eigum við að
gera? Við getum ekki hætt að hugsa um
hann hvað sem við reynum og svo þýðir
það nú lítið að vera báðar hrifnar af honum.
Þú verður að svara okkur.
Þetta getur stundum verið vandamál hjá
vinkonum. það erað segja að þær séu hrifn-
ar af sama stráknum. Það er í sjálfu sér
ekkert óeðlilegt þarsem vinkonur hafa gjarn-
an mjög svipaðan smekk. Það segir sig samt
sjálft að það dæmi gengur varla upp þar sem
strákurinn hefði líklega nóg með aðra ykkar.
Nú segist þið vera með það nokkurn veginn
á hreinu að hann sé ekki hrifinn af ykkur.
Þið ættuð samt að ganga algjörlega úr
skugga um það og fá til dæmis þriðju vin-
konuna til að spyrja hann. En áður en það
verður gert verðið þið að tala út um málin
svo ekki verði úr leiðindi eða vinslit milli
ykkar ef strákurinn skyldi nú vera hrifinn af
annarri ykkar. Það er um að gera að fá þetta
á hreint svo að þið getið snúið ykkur að
öðrum sætum og skemmtilegum strákum
ef þessi hefur engan áhuga eftiralltsaman.
PENNAVINIR
Rune Syvertsen
Vibeveien 2
4500 Mandal
Norge
Rune er 23 ára gamall. Áhugamál hans
eru Ijómyndun, tónlist, ferðalög og bréfa-
skriftir. Hann leitar að pennavinum á aldrin-
um 18-24 ára sem skrifa á ensku og norsku.
Minna Isomáki
Puistotie 1c
53900 Lappeenranta
Finland
Minna er 20 ára gömul og vill skrifast á
við fólk út um allan heim. Áhugamál hennar
eru tónlist, dans, bréfaskriftir og margt fleira.
Hún leitar að pennavinum á aldrinum 17-23
ára sem skrifa á ensku.
Zbigniew Dudkiéwicz
Sadowie 7
32-093 Goszcza
Poland
Zbigniew er 26 ára gamall, einhleypur
læknir. Hann safnar frimerkjum og póstkort-
um og hefuráhuga á iþróttum, kvikmyndum
og karate. Hann skrifará ensku og esperanto.
Heather Dillon
48 Henry Street
Gunnedah, NSW 2380
Australia
Heather er 27 ára gömul hjúkrunarkona.
Áhugamál hennar eru eldamennska, ferða-
lög, sund og göngutúrar.
Johan Hagerborg
Borghamnsgatan 8
S-421 66 V. Frölunda
Sverige
Johan er 16 ára gamall. Hann hefur mik-
inn áhuga á að komast í samband við
islenska pennavini.
38. TBL VIKAN 51