Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 26

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 26
öll samskipti milli gesta og nunna fara fram gegnum rimla. Karmelítareglan er klaustur- regla, þeir sem lúta boðum hennar yfirgefa ekki klaustrið. Boð Karmelítareglunnar eru þrjú; kærleikur, hlýðni og fátækt. Karmel- ítanunnur gefa allar eigur sínar og þær lúta reglunni.í hvívetna. Þeim er ekki heimilað að stunda vinnu sem gefur veraldlegan arð. Þær yfirgefa aldrei klaustrið. Meginverkefni þeirra eru bænir og hugleiðsla. Nunnurnar, sem nú byggja klaustrið í Hafnarfirði, fluttu þangað fyrir tveimur árum. Þá hafði hópur Karmelítasystra búið þar á fjórða áratug. Þær voru gamlar og veikar og þótti sýnt að klaustrið legðist í eyði ef ekki kæmi nýr hópur til þess að taka við. Biskupinn sendi bónarbréf til Póllands þar sem Karmelítareglan er mjög öflug. Svo fór að sextán ungar Karmelítasystur hlýddu bæn hans og fluttu hingað til lands. Þær tóku við klaustrinu í mars 1984. Allar eru systumar pólskar og er meðal- aldur þeirra um 27 ár. Flestar hafa unnið lokaheitið hér á landi. Systurnar eru mjög vel menntaðar. Allar hafa lokið stúdents- prófi og flestar stundað háskólanám. En kalli guðs verður að svara. Og þessar ungu konur voru tilbúnar til þess að fórna öllu fyrir það. Starf og líf systranna í Hafnarfirði vakti áhuga okkar. Sem fyrr segir er öllum heim- ill aðgangur að kapellu klaustursins og gestaherbergjum, þar sem mönnum gefst kostur á að ræða við nunnurnar. Hins vegar er aðgangur að vistarverum nunnanna stranglega bannaður. Við gerðumst þó svo frakkar að biðja abbadísina að hleypa okkur inn og mynda það sem fyrir augu bar. Slíkt hefur ekki gerst fyrr í sögu klaustursins. Abbadísin tók okkur vel og sagði það koma til greina, en fyrst yrði hún að ráðfæra sig við kaþólska biskupinn yfir íslandi. Biskup- inn veitti leyfi til myndatöku, með því skilyrði að ein systirin fylgdist með tökun- um. Andrúmsloftið var þrungið spennu er dyrnar merktar claustra; aðgangur bannað- ur, lukust upp. En móttökur voru hlýjar. Fylgdarmaður okkar kynnti sig. Hún heitir systir Margrét og talar góða íslensku þrátt fyrir stutta dvöl hér á landi. Systir Margrét fylgdi okkur fyrst út í klausturgarðinn. Hann er einn hektari að stærð. I garðinum rækta systurnar ýmiss konar grænmeti og kartöflur og þar vaxa ætisveppir. í einu horni er stærðar hænsna- hús en nunnurnar hafa fimmtán hænsni. Þegar systurnar komu í klaustrið var garðurinn í mikilli niðurníðslu. Þeirra beið því mikið verk. Á tveimur árum hefur þeim tekist að breyta óræktinni í fallegan skrúð- garð. Næst lá leið okkar í borðsal systranna. Þetta er lítill salur, búinn fábrotnum hús- gögnum. Á veggjum hanga ýmsir helgimunir og myndir. Meðal annars er þar skjal með mynd og undirskrift Jóhannesar Páls páfa. I þessu skjali, sem er bréf til systranna, bið- ur hann þeim blessunar í nýju klaustri á framandi stað. Sérstaka athygli vakti hauskúpa sem stóð á einu borðinu. Systir Margrét tjáði okkur að svona kúpa stæði í borðsal allra Karmel- ítaklaustra. Á hana er ritað nafn þeirrar nunnu sem hauskúpan er af og orðin; mem- ento te mortatem esse: minnstu þess að þú ert dauðlegur. Ilmurinn úr eldhúsinu var lokkandi. Þar inni stóðu tvær systur og elduðu. Ekki voru þær nú á því að láta mynda sig. Þær grúfðu andlitið í svuntuna og fóru hjá sér. Líklega eru þær ekki vanar svona uppákomum. Nú vísaði systir Margrét okkur upp á aðra hæð klaustursins. Þar eru klefar systr- anna. Þeir láta lítið yfir sér. í hverjum klefa er svefnbekkur og hilla. Fyrir ofan rúmin hanga þrjár myndir; María mey, Krists- mynd, sú sem sést á líkklæðinu í Tórínó, og mynd af heilagri Theresu, vemdardýrlingi reglunnar. Bókakostur systranna er geymd- ur í hillunni og er hann einkum trúarlegs eðlis. Við héldum niður á nýjan leik. Nú lá leið- in í kapelluna. Hún er lítil en björt og falleg. Þar eru geymdir dýrmætustu munir klaust- ursins. Flestar systurnar eru miklar hannyrða- konur. Við hlið kapellunnar er skrúðhús presta og biskups og þar eru geymdar ýmsar k f ék JtV !l - -- --- ^ 1 Al-AíI\ 26 VIKAN 38. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.