Vikan

Tölublað

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 18.09.1986, Blaðsíða 28
Gamtir munir gleðja augað Texti: Bryndís Kristjánsdóttir Myndir: Arna Kristjánsdóttir Teið hlýtur aö bragðast sérlega vel I svona te- setti en muni eins og þessa er varla að finna annars staðar en í fornverslun. Hlutirnir í Antikmunum koma víða að, sumir eru keyptir frá Danmörku, aðrir koma úr dánar- búum og stundum vantar fólk peninga og verður þá að seija gamlan ættargrip. Servantur með marmaraplötu, þung- lamalegur borðstofuskenkur, gólf- klukka, íburðarmiklar ljósakrónur, ótal gerðir af bollastellum og glösum, silfurmunir og postulínsstyttur. Öllu þessu og mörgu fleira ægir saman á fornsölunum en þegar inn er komið verður varla hjá því komist að hrífast af einhverjum hlut, burtséð frá tísku hvers tíma. Þannig var því að minnsta kosti varið með okkur og keypt var fallegt ljós úr ópal- gleri þó óvíst væri hvort finna mætti því stað þegar heim væri komið. Nú eru einföld, hrein form ráðandi í innan- stokksmunum og gamlir hlutir því ekki eins vinsælir og þeir voru fyrir nokkrum árum og fornsölum hefur fækkað hér samfara því. Erfitt er að fylgja duttlungum tískunnar: í dag á allt að vera hvítt en á morgun allt svart. Gamlir, fallegir munir sóma sér vel í hvaða umhverfi sem er þegar þeim er smekk- lega fyrir komið og gefa ólíkt persónulegra yfirbragð en þegar allt er keypt í stíl og rað- að samkvæmt útstillingu í verslun. Margt af því sem nú er í hátísku eru nýjar útgáfur af gömlum hlutum; síðan eru aðrir hlutir sem stöðugt hafa haldið vinsældum sínum frá upphafi. Til dæmis eru stálstólarnir með tágasetum og baki, sem eru svo vinsælir núna, hannaðir árið 1920, Lego-kubbarnir urðu til árið 1954 og þannig mætti lengi telja. I Reykjavík er gamla muni í úrvali einna helst að finna hjá Fríðu frænku á Vesturgötunni og í Antikmunum á Laufás- vegi. Það kostar ekkert að skoða... en líklegt er að einhver gömlu munanna eignist nýtt heimili. Á horni Laufásvegar og Bókhlöðustígs er útimarkaður þegar vel viðrar. Þar eru seldir alls konar munir og þar á meðal þessir fallegu hlutir. Rakvélin var áreiðanlega mjög fullkomin á sinum tíma því hún er rafknúin. Hulstrið er ætlað utan um rafhlöðu og síðan var hægt að fá tæki til að brýna rakvélarblöðin. Spegillinn var notaður sem borðskraut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.