Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.09.1986, Qupperneq 23

Vikan - 18.09.1986, Qupperneq 23
Eftir síðustu óskarsverð- launaafhendingu vissi allur heimurinn hver Geraldine Page er. Hún fékk hin eftir- sóttu verðlaun fyrir hlut- verk sitt í The Trip to Bountiful og kom þar fram, sem kannski þeir helst vissu sem fylgjast með kvikmyndum, að þetta var hennar áttunda tilnefn- ing. Það er nefnilega svo að þótt Geraldine Page eigi nærri tutt- ugu og fimm ára leikferil að baki í kvikmyndum og leikhúsum er ekki hægt að telja hana með stjörnum Hollywood fyrr en nú. Bæði er að á löngum ferli hefur hún ekki leikið í mörgum kvik- myndum - hefur alltaf tekið leikhúsið fram yfir hvíta tjaldið - og svo hefur hún verið vandlát á hlutverk, ekki alltaf tekið það sem líklegast var til vinsælda. Geraldine Page fæddist 1924 í smábænum Kirksville í Miss- ouri. Hún hafði í æsku áhuga á tónlistarnámi. Kreppan kom í veg fyrir að foreldrar hennar hefðu efni á að kaupa píanó handa henni svo hún sneri sér í staðinn að leiklistinni. Hún kom fyrst fram á sviði táningur að aldri. Hún hélt til Chicago þar sem hún fór í leiklistarnám. Eftir nokkur ár þar og yfir 500 leiksýn- ingum síðar hélt hún til New York og varð meðlimur í hinu virta Actors Studio. Þar varð hún fljótlega efnilegasti nemand- inn. Það var svo í leikriti Tennessee Williams, Summer and Smoke, sem hún sló fyrst í gegn. Þetta var uppfærsla utan Broadway og áttu gagnrýnendur sem áhorf- endur varla orð til að lýsa hrifningu sinni á leik hennar. Síðar lék hún í kvikmyndagerð leikritsins. Þótti sú mynd mis- takast þrátt fyrir að leikstjóri og aðalleikarar væru fyrsta flokks. Sú mynd var sýnd fyrir stuttu í íslenska sjónvarpinu. Summer and Smoke hafði mistekist á Broadway, því var sigúr hennar enn meiri. Nú flykktust áhorf- endur eingöngu til að sjá þessa leikkonu sem gagnrýnandi í Life sagði að væri á þröskuldi frægð- ar. Að sjálfsögðu leiddi þetta til að kvikmyndatilboðin streymdu til hennar. Lék hún á næstu árum í nokkrum myndum. Má nefna Hondo á móti John Wayne. Það er samt ekki fyrr en á sjöunda áratugnum, komin vel á fertugsaldurinn, sem hún fer að fá hlutverk í kvikmyndum sem eru henni að skapi. Geraldine Page er greinilega búin að ná þroska sem leikkona þegar hún leikur í dramatískum myndum á borð við Toys in the Attic og Sweet Bird of Youth, en flestir eru á því að þrátt fyrir óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í The Trip to Bountiful sé hlut- verk hennar sem fölnandi kvikmyndastjarna í Sweet Bird of Youth hennar besta hlutverk. Þar lék hún á móti Paul Newman sem einnig sýndi eftirminnilegan leik. Þau höfðu bæði áður leikið hlutverkin á Broadway. í Sweet Bird of Youth lék einn- ig Rip Torn, þá leikari á uppleið. Kynni þeirra leiddu til hjóna- bands. Síðan eru liðin tuttugu og þrjú ár. Hlutverkin eru ekki mörg í kvikmyndum, þess fleiri hafa þau verið á sviði. Af kvik- myndum á þessu tímabili má nefna fyrstu mynd Francis Ford Coppola, You’re a Big Boy Now; eina af betri myndum Clint East- wood, The Beguiled; Nasty Habits, þar sem hún og Glenda Jackson léku nunnu; dramatísk- ustu mynd Woody Allen, The Interiors; Disney myndina The Happiest Millionaire og Pete’n Tillie þar sem hún lék á móti Walter Matthau og Carol Bur- nett. Nýjustu myndir hennar eru The Pope of Greenwich Village þar sem hún leikur á móti Mic- key Rourke og Eric Roberts - sú mynd hefur enn ekki komið fyrir sjónir íslenskra kvikmyndahúsa- gesta; White Nights, sem sýnd var fyrir stuttu hér við miklar vinsældir, og svo að sjálfsögðu The Trip to Bountiful sem byggð er á gömlu leikriti sem áður hef- ur verið kvikmyndað fyrir sjónvarp. Þá lék hlutverk gömlu konunnar Lillian Gish, hin fræga leikkona þöglu kvikmyndanna. Það var 1953. Geraldine Page getur vel við unað þegar litið er á feril hennar í heild. Þessa stundina er hún að | leika á Broadway í nýlegu leikriti eftir Sam Shepard, A Lie of the Mind, og hefur á prjónun- um að leika einnig á Broadway í The Mad Woman of Challot. Það verður því sjálfsagt nokkur bið á því að hún leiki í kvikmynd en við munum samt örugglega fá að sjá hana í framtíðinni í hlut- verki gamallar konu með mikla reynslu. 33 TBL VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.