Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 12
Texti: Hlynur Örn Þórisson
Hvernig væri að hitta eitt af frægustu tón-
skáldum veraldar, hverfa aftur í tímann og
svala forvitni sinni? Allar sögulegar „stað-
reyndir“ í þessu viðtali eru úr bókinni
Beethoven eftir Erich Valentin. Viðtalið má
þó engan veginn skoðast sem söguleg heimild
enda er viðtalið, sem slíkt, skáldskapur og inn
í það er fléttað öðrum slíkum.
Ég stend í anddyri fallegs timburhúss.
Ókunnugleg lykt fyllir andrúmsloftið, hún
virðist koma frá timbrinu í veggjunum.
Þegar ég hef áttað mig á umhverfinu geng
ég innar í húsið. Eg heyri tóna sem berast út
um opnar dyr. Þegar ég gægist inn sé ég lítinn
hnokka sitja við píanó. Hann æfir sig af
kappi. Svitaperla rennur niður háls hans. Það
glitrar á hana í sólskininu sem þrengir sér
gegnum rúðuna. Ég horfi og hlusta dágóða
stund. Stundum gýtur hann augunum í átt til
dyra sem vita að öðru herbergi.
Hann hættir að spila og mig grunar að
hann hafi tekið eftir mér. En hann dregur
leikfangahest upp úr vasanum, setur hann á
hljómborðið og lætur hann hlaupa eftir því.
Skyndilega heyrist umgangur úr hinu herberg-
inu. Litli drengurinn hrekkur við, setur hest-
inn í vasann og tekur að æfa sig á ný.
Ég geri mér Ijóst að þessi drengur er tón-
skáldið sem ég ætla að tala við. En ég er of
snemma á ferðinni.
Aftur er ég staddur í anddyri húss. í þetta
sinn heyrist ekkert. Ég lít inn í tvö herbergi
áður en ég finn það rétta. Baksvipur manns-
ins, sem situr þar, hefur yfir sér þunglyndisleg-
an blæ. Hann styður olnbogunum á
hljómborðið og höfuðið hvílir í höndum hans.
Ég geng alveg að honum og legg höndina
á öxl hans. Hann lítur rólega við. Beethoven
er fremur þreytulegur í andliti. Hár hans er
farið að grána og það er djúp hrukka á enn-
inu.
Ég sé gamla og slitna bók liggja ofan á flygl-
inum. Þetta er bókin sem hann notar til
samskipta. Ég skrifa í hana til hvers ég er
kominn og hver ég er.
Hann er undrandi en samþykkir strax að
veita mér viðtal og mér virðist jafnvel hýrna
aðeins yfir honum.
Ég reyni að skrifa hratt og skýrt svo við-
talið verði ekki leiðigjarnt.
Það var mikið um tónlist á heimili þínu
í æsku. Hvenær komu hæfileikar þínir fyrst i
ljós?
„Það er rétt að tónlist af ýmsum toga var
mjög mikið iðkuð. Hins vegar man ég nú
Þessi mynd er máluð um 1800, þegar Beethoven var þritugur. (Gert eftir frummynd Jóh.
Neidls.) Verlag B. Schott’s Shöne, Mainz (Archiv).