Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 10
3. tbl. 49. árg. 15.-21. janúar 1987. Verð 150 krónur. FORSIÐAN ■ RÖDD RITSTJÓRNAR Einar Þorvarðarson landsliðs- maður hefur varist vel þegar föstum boltum hefur verið skotið á mörkin. Valdís Óskarsdóttir, Ijósmyndari Vikunnar, skaut nokkrum föstum skotum á pilt- inn á dögunum og árangurinn er forsíðumyndin auk annarra mynda með Vikuviðtalinu. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARAR: Helgi Frið- jónsson og Valdís Óskarsdóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Landkynning ísland komst á kortið á eftir- minnilegan hátt á síðasta ári, þegar Reagan og Gorbatsjov á- kváðu að rabba saman í nokkrar klukkustundir í Höfða. Leiðtogafundurinn var góð landkynning. Og menn hafa ekki setið auðum höndum síðan, nefndir og ráð hafa setið á rök- stólum og framkvæmdamenn hafa hafist handa. Þetta tækifæri á að nýta til að kynna landið okkar enn betur og það sem ekki skiptir minna máli, afurðirnar okkar. Hreina loftið, ómengað umhverfi og úthafsaflinn á land kominn eru allt eftirsóknarverðir hlutir sem við þurfum að vekja athygli heimsins á. Landkynningarstarfsemi og markaðsöflun eru þó ekki ný af nálinni, ýmsir aðilar hafa verið iðnir við kolann í gegnum tíðina. Sú kynning hefur skilað árangri þó risaskref hafi ekki verið stigin. Opinberir aðilar og einstök fyrir- tæki hafa varið drjúgum skerfi af tekjum til landkynningar þó flest- um finnist hlutur hins opinbera til ferðamála og landkynningar vera of lítill. Um það má deila. Hólmfríður Karlsdóttir, sem nýlega hlaut viðurkenningu ut- anríkisráðherra fyrir störf sín fyrir land og þjóð, kemur fyrst upp í hugann þegar litið er til einstakl- inga sem kynnt hafa land og þjóða með sóma. Annar einstaklingur er Einar Þorvarðarson markvörður sem er í Vikuviðtalinu. Það er stór hópur íslendinga við nám og störf er- lendis, íþróttamenn og listamenn, sem auka hróður okkar um víða veröld og stuðla að góðri land- kynningu. í ÞESSARIVIKU 4 Þrátt fyrir allar tískubreytingar í gegn- um tíðina heldur hann alltaf velli, sá litli svarti. Svarti einfaldi kjóllinn er alltaf ítísku. 6 Rúmban féll í kramið í Kramhúsinu. Þó þaðnúværi. 8 Nafn Vikunnar er Hallmar Sigurðs- son, næsti leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. 12 T ónskáldið dáða, Beethoven, tekið tali. Skyggnst aftur í tíðina með skrif- færiníhöndunum. 22 Kvikmyndir og myndbönd. Stór- poppstjörnur hafa haslað sér völl í kvikmyndum. Hilmar lítur á stöðu stjarnanna. 24 Fyrirsætur gerast æ yngri - eða þær yngri gerast æ eftirsóttari af Ijós- myndurum. Ellefu ára fyrirsæta tekur stakkaskiptum fyrir myndatöku. 26 íslandskynning í London á vegum Islendingafélagsins var um mánaða mótin nóvemberdesember. Okkar fólk var á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.