Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 56
GILDIR FYRIR VIKUNA
JANÚAR
SPÁIN
1 8.-24.
HRÚTURINN 21. mars-20. apríl
Þú hefur í mörg hom að líta og þér
verður mjög í mun að ekki fari fram
hjá fólki hversu önnum kafin og
mikilvæg persóna þú ert. Þetta er í
góðu lagi svo lengi sem bægslagang-
urinn keyrir ekki úr hófi og eins
ættirðu að gæta að því undir viku-
lokin að enginn verði útundan.
TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní
Eitthvað verður öðruvísi umhorfs
hjá þér en vant er og tilveran á
nýstárlegum nótum. Þú hefur ekki
nema gott af að víkka ögn sjóndeild-
arhringinn og hugsa um eitthvað
annað en þetta vanabundna og
hversdagslega. Hvers konar fjár-
hagsáhætta er varasöm.
LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst
Þú verður ef til vill í einhverjum
beyglum og það angrar þig sennilega
verulega. Það sem á bjátar er fyrst
og fremst frá þér sjálfum runnið og
hugarfarið skiptir meginmáli nú sem
svo oft áður. Því ættir þú að hafa
skynsemina í öndvegi og það er
óþarfi að æðrast.
VOGIN24.sept.-23.okt.
Forðastu krefjandi félagsskap og
aðstæður sem koma niður á heimilis-
lífinu. Þú mátt ekki við frekari
röskun á þeim vígstöðvum og tíma-
bært að snúa sér að því að koma á
kyrrð þannig að allir megi vel við
una. Þótt gaman sé að fagurgala er
varasamt að taka hann of hátíðlega.
BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des.
Mikils er um vert að fara ekki út
af strikinu enda sennilegt að stund-
argleði hafi einhver eftirköst sem
betra væri að vera laus við. Þessu
sýnist ekki erfitt að fylgja en samt
er það nú svo að búast má við að
upp komi þær aðstæður að hægara
sé um að tala en í að komast.
VATNSBERINN21.jan.-I9.febr.
Hafðu hemil á skapsmununum ef
þú mögulega getur. Ólíklegustu
hlutir munu fara í taugarnar á þér
og ef þú skeytir skapi þínu á þeim
sem í kringum þig eru tekur langan
tíma að jafna málin. Töluð orð verða
ekki aftur tekin en þetta gengur yfir
fyrr en varir.
NAUTIÐ 21. apríl-21. maí
Kyrrlátir dagar og ánægjulegir eru
fram undan. Þú verður í góðu jafn-
vægi og skalt óhikað láta hyggjuvitið
ráða gerðum þínum. Hæfileikinn til
að miðla öðrum er í hámarki og
þess munu margir njóta. Það skilar
sér og ef að líkum lætur eflir þetta
stöðu þína í félagahópnum.
KRABBINN 22. júní-23. júlí
Láttu ekki koma þér á óvart þótt
einhver skorist úr leik. Þetta getur
verið ögrandi fyrir þig en heppileg-
ast að hver sjái um sig og þú skalt
blanda þér sem minnst í málefni
annarra. Álitleg kynni eru í uppsigl-
ingu en þó því aðeins að þú sýnir
ekki of mikið bráðlæti.
MEYJAN 24. ágúst—23. sept.
Þér finnst verulega freistandi að láta
til þín taka og hefur ráð undir rifi
hverju. Sennilega er þó heppilegra
fyrir þig að kynna þér hvort aðstoð-
ar þinnar er óskað þvi að vera má
að viðkomandi þykist fullfær um að
bjarga sér. Samt sem áður hlýtur þú
að mega hafa þínar skoðanir í friði.
SPORDDREKINN 24. okt.-23. nóv.
Þér er hollara að byggja á eigin
reynslu en láta stöðugt segja þér fyr-
ir verkum. Þú getur vel metið
aðstæður enda þekkir þú best til og
átt mest undirþví að vel takist til.
Beittu lagni við að snúa þá af þér
sem sífellt vilja blanda sér í þín mál.
Miklu skiptir að halda friðinn.
STEINGEITIN 22. des.-20.jan.
Veltu ekki vöngum yfir því sem ekki
er í þínu valdi að breyta. Þú getur
ekki búist við að áhrifa þinna gæti
langt út fyrir þitt nánasta umhverfi
og fleiri eiga hagsmuna að gæta og
vilja hafa hönd i bagga. Þrátt fyrir
þetta færðu næg tækifæri til að sanna
mátt þinnog megin.
FISKARNIR 20.febr.-20. mars
Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif
á þig. Það er þreytandi til lengdar
að eiga vellíðan að langmestu leyti
undiröðrum komna. Þótteinhver
hafi valdið þér vonbrigðum er skað-
inn skeður og öllum fyrir bestu að
ræða málin fordómalaust til að
koma samskiptunum á réttan kjöl.
Karlar, sem fæddir eru undir merki steingeitar, sýnast hógvær-
ir og hlédrægir. í fljótu bragði virðist ekki skipla þá miklu
hvað öðrum kann að finnast um þá en í rauninni eru þeir
töluvert hégómlegir og láta sigálit annarra miklu varða. Þeir
eru hins vegar ólagnir að taka hrósi, verða oftar en ekki vand-
ræðalegir en reyna að breiða yfir það með gríni eðajafnvel
háði. Það verður til þess að fólk hikar við að hæla þessum
mönnum og þeir fara því gjarnan á mis við þá uppörvun sem
þeim er þó svo nauðsynleg. Þeir sem umgangast karlmenn í
steingeitarmerkinu ættu að hafa þetta í huga og hika ckki við
að hrósa þeim eigi þeir það skilið en láta sig viðbrögðin engu
skipta, þau eru sennilega hvort sem er ekki annað en lála-
læti. Þessir menn taka oft seint út þroska, eru heimakærir fram
eftir aldri en þótt þeir fari rólega af stað ellast þeir með aldri
og þroska ogeinkum fer þeitn sífellt fram í mannlegum sam-
skiptum. Þeir fara sér hægt í makavali, liggurekkert á, forðast
lausung þar sem heimilislífer í þeirra augum næstum heilagt
ogeftirað til heimilis hefur verið stofnað kunna þeir manna
best að meta fjölskyldulifið. Grái fiðringurinn kann þó að
sækja dálítið á þá þegar hans tími rennur upp en þcir eru
yfirleitt of raunsæir lil að láta hann raska högum sínum. Þótt
steingeitarkarlinn virðist oft á líðum strangur faðir ber hann
einlæga umhyggju lyrir börnum sínum og er tilbúinn að vaða
eld fyrir þau ef með þarf.
66 VI KAN 3. TBL