Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 54
Sakamálasaga skrifuð af Gunnari Gunnarssyni fyrir VIKUNA hélt hún sinni gömlu venju að hringa sig nið- ur við sjónvarpið - og rauk upp eins og naðra þegar hann fleygði í hana svuntu og skipaði í eldhúsið. Hún sat góða stund og horfði á hann. Mér sýndist hún vera steinhissa. Trú- lega hefur hún haldið að úr því að hann tók hana í fangið og bar inn í svefnherbergi kvöld- ið áður, þá væri þessi fýla úr honum og hún þyrfti ekki frekar að óttast þessa hugdettu hans að hún tæki þátt í heimilisstörfum. En hann stóð eins og Lómagnúpur í dyrunum og benti skipandi fram að eldavél. Svo sagði hann eitthvað. Ég heyrði auðvitað ekki hvað það var, en ég sá að hann brosti dauft. Guð- geir brosir aldrei meira en dauft. Hún brosti loksins líka, stóð upp og drattaðist fram. Segja má að frá þessari stundu hafi orðið breyting í húsinu. Það sló að vísu oft í brýnu - en ekki framar yfir því að hún ætlaði að koma sér hjá verkum - heldur vegna þess að honum fannst hún hafa kastað til höndum. Einhverju sinni sá ég hann standa upp með matinn sem hún hafði sett fyrir hann og moka í ruslið. Ég hafði gaman af að sjá upplitið á minni þá - þótt vissulega megi segja að ósanngjarnt hafi verið af honum að krefjast þess að hún eldaði mat eins og meistarakokkur í fyrstu tilraun. Smám saman tókst þeim að sníða hornin hvort af öðru og samlíf þeirra varð átaka- minna, þótt vissulega sæju þau mér fyrir skemmtiatriðum af og til. Á tímabili var eins og Stella hefði einsett sér að breyta um per- sónuleika. Hún hellti sér út í heimilisverkin eins og þau væru hennar líf og yndi, leit ekki upp kvöld eftir kvöld heldur bakaði, eldaði mat, þvoði þvotta og straujaði lín eins og ráðskona á stóru sveitaheimili. Guðgeir dró heim handbækur varðandi viðhald húsnæðis, kynnti sér garðyrkju og pípulagnir og var á kreiki með verkfæri í höndum langt fram á nótt. Þau lágu í matreiðslubókum og nokkr- um sinnum var augljóst að þau voru í kapphlaupi heim því bæði langaði til að elda kvöldverðinn. Þessi ótrúlega rækt sem þau lögðu allt i einu við einkalífið spratt ekki upp úr slagsmál- um, síður en svo. Þau eyddu löngum kvöldum í umræður - sem vitanlega fóru gersamlega fyrir ofan garð og neðan hvað mig snerti - en ég þekkti vel látbragð Stellu þegar hún tók sig til og fór að tala! Guðgeir hafði ég aldrei séð í þessum ham. Hann hélt langar ræður, talaði þá með „öllum líkamanum“, útlistaði með stórum freknóttum höndum og hallaði sér þess á milli aftur og hlustaði á hana af athygli. Þannig hafði ég aldrei séð hann í vinn- unni. Þar var hann bara þurr, fáskiptinn og iðulega ruddalegur. Skyldi Stella hafa breytt honum? Er ástrík- ið svo mikið að svalur gnúpur eins og þessi rauðhærði drjóli breytist í mjúklyndan sam- kvæmismann? Ég trúði því ekki. Hvaða leik var hún að leika? Hvað átti það að þýða að leggja svo sjúklega rækt við einkalífið? Ég sat hugsi kvöld eftir kvöld og fylgdist með þeim. Stundum átti ég erfitt með að færa til bókar það sem ég sá, því ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir þeirri breytingu sem orðin var á þeim. Ég var líka ögn ráðvilltur í þessu vísindalega starfi mínu, því búið var að svipta mig aðgangi að kynlífi þeirra. Stella var hætt að hafa ljósið í svefnherberginu log- andi þegar þau dvöldu þar inni og engir skuggar vörpuðust á gluggatjöldin. Að vísu hafði myndast nýtt sjónarhorn hvað ástalifið snerti, því þau voru farin að spranga um íbúð- ina allsnakin. Áður voru þau þó jafnan sveipuð einhverjum dulum - hann í baðslopp og hún í dýrum nærfötum. Nú áttu þau það jafnvel til að fleygja af sér leppunum á bað- herberginu og slangra svo ber inn í svefn- herbergi. Ég varð vitni að því sama á morgnana þegar þau voru að búa sig af stað í vinnuna. Það var reyndar undirbúningsvinna sem ég trúi ekki að hafi verið stunduð af fólki yfirleitt, því það var eins og þau rifu sig upp á morgnana miklu fyrr en kristilegt gat talist og löngu áður en kom að því að hafa sig af stað í vinnu. Það var eins og þau nytu þess að vera saman þessa morgunstund! Þau voru að dunda sér við morgunverðinn eins og hann væri þýðingarmikil máltíð, hangsandi á bað- inu og sátu jafnvel saman inni í stofu og lásu hvort fyrir annað. Það var að minnsta kosti ljóst að þetta var ekki barnafólk. Þegar ég hafði fylgst með þessari breytingu sem á þeim varð og tók mig nokkurn tíma að átta mig á henni því hún kom mér á óvart, auk þess að gerast hægt og hægt, þá fór ég að finna fyrir sérkennilegri tilfinningu innra með mér. Þegar Stella sleit sambandi við mig og fór að leggja lag_ sitt við Guðgeir varð ég fyrir miklu áfalli. Ég fann afbrýðisemina naga mig að hjartarótum og hélt um stund að ég ætti ekki eftir að lita glaðan dag. Smám saman jafnaði ég mig og ég áttaði mig á að það sem ég hafði talið vera ást var það kannski ekki. Ég gerði mér grein fyrir að ástin er annað og meira en kynlíf og að ég þráði fyrst og fremst athygli og ástúð blíðrar konu. Stella var ekki þannig kona. Forvitni min varðandi samlíf þeirra Guðgeirs var aðeins að litlu leyti tengd eftirsjá minni í Stellu eða afbrýðisemi ég vildi aðeins af einlægni komast að þvi hvernig svo ólíkir einstaklingar færu að því búa sam- an. Og ég gat ekki annað en kæst þegar ég sá hve árekstrar þeirra voru oft harkalegir og ég fór að gæla við þá hugsun að von bráðar kæmi að því að þau slitu samvistum. Þá hafði ég jafnvel hugsað mér að banka upp á hjá Stellu og bjóða henni út. Ég ræddi þann möguleika stöku sinnum við gömlu konuna, móður hennar, og hún taldi það góða hug- mynd. í rauninni fannst mér Stella ekki hafa yfir- gefið mig endanlega nteð því að giftast Guðgeiri. Já, ég veit það hljómar ótrúlega, en ég bjóst við henni í faðm minn aftur. Þess vegna varð mér oft á að hlæja þegar ég sá hvernig þeim lenti saman; hve illa Guðgeiri leið, hve afundin Stella var. Þegar svo samlíf þeirra fór að breytast svo mjög til batnaðar helltist yfir mig undarleg tilfinning. Hvað eftir annað varþ ég vitni að því að þeim leið vel saman. Ákaflega vel. Stella var farin að sýna honum brennandi ástúð. Það var augljóst að þeim leið vel, að þau fengu ekki nóg af því að vera góð hvort við annað - að þeim fannst lífið hvort með öðru skemmtilegt. Um leið og þessi breyting varð á þeim fór ég að breytast. Ég fór að finna fyrir svo furðulegri suðu fyrir eyrunum og þyngslum yfir höfði. Þegar leið á kvöldið gat ég oft ekki fylgst með þeim, heldur varð að rísa upp frá sjónaukanum og taka mér hvíld. Og lagaðist lítið við það. Það er ekki gott að segja hve lengi ég hefði enst við athuganir mínar, ef þau Guðgeir og Stella hefðu ekki breytt venjum sínum. Fram til þessa höfðu þau Iengstum verið heima hjá sér á kvöldin. Þau sinntu lítið öðru fólki, buðu til dæmis ekki til sín gestum. I þau skipti sem þau voru ekki heima voru þau oftast einhvers staðar sitt í hvoru lagi, trúlega vegna vinnu. Ég merkti það af því að þau komu þá heim sitt í hvoru lagi og á mismunandi tíma. En nú voru þau allt í einu farin að fara út saman. Þau fóru út kvöld eftir kvöld og skildu mig eftir verkefnislausan við kíkinn. Ég hafði í fyrstu ekki hugmynd um hvert þau fóru né heldur hvernig í ósköpunum ég gæti brugðist við þessu háttalagi þeirra. Stundum hafði ég naumast komið mér fyrir við kíkinn þegar þau bjuggu sig að fara út aftur og létu þá kvöldverðinn lönd og leið. Ég reiknaði með að þau hefðu þá farið og borðað á veitinga- stað. Ég sat þá þolinmóður allt kvöldið og beið þeirra. Iðulega til þess eins að sjá þau leiöast inn í íbúðina og fara beina leið í rúm- ið! Það voru mögur kvöld fyrir mig og rannsókn mína. Síðan tóku þau til við furðulega iðju: Þau komu heim, skiptu um föt og fóru i íþrótta- galla, bundu á sig hlaupaskó og hlupu niður götuna. Vanlíðan mín færðist nú í aukana samfara því að mér fannst ég vera að missa af þeim og vissi ekki hvað þau aðhöfðust þann tíma sem þau voru i burtu. En ég beið viö kíkinn. Þegar þau komu heint aftur, þreytt og sveitt, fóru þau saman í steypibað og í stað þess að snúa sér svo að heföbundnu heimilis- lífi, matscld og sjónvarpsglápi, l'óru þau beint í rúmið. Og enn varð ég að bíða. Oft langt frant á nótt en þá komu þau fram og fóru að bardúsa í eldhúsinu. Ég fylgdist auðvitað með þeim og skráði niður athafnir þeirra, en suðið fyrir eyrunum og verkurinn yfir augunum færðist í aukana. Og ég átti orðið bágt mcð að þola hve mikla ástúð þau sýndu hvort öðru; eða réttar sagt: ég þoldi ekki að horfa á þessa konu sem Stella nú var. Einhvern veginn svona hafði ég hugsað mér hana í sambýli við mig. Ég vil ekki halda því fram að ég hafi verið farinn að linna fyrir sanis konar albrýðisemi 54 VIKAN 3. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.