Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 30
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum Round Midnight eftir Bernard Tavernier með saxófónsnillingnum Dexter Gordon i aðalhlutverki naut hvað mestra vinsælda gesta á kvik- myndahátíðinni. Einsteéur listviðburður Síðan 1936 hefur kvikmynda- hátíðin i Feneyjum verið þekkt fyrir nýsköpun og tilraunir í kvik- myndagerðarlist. Það var meðal annars þar sem Evrópubúar uppgötvuðu jap- anska kvikmyndagerð, fyrir til- stuðlan Akiro Kurosawa árið 1949. En þótt hátíðin sé kvik- myndahátíð hafa fleiri listgreinar komið við sögu hennar. Á .árunum eftir 1960 komu listamenn úr hinum ýmsu greinum og stóðu fyrir uppákomum. Salvador Dali málaði gul ljón á allt svæði hátíðarinnar. Og hann gerði fleira, eins og að láta sprauta gulri málningu á nokkra sjálfvilj- uga kvikmyndahátíðargesti. En smám saman fékk þessi bylt- ingargleði og nýhugsun póitíska slagsíðu sem átti eftir að hafa al- varlegar afleiðingar. Árið 1968 var haldinn fundur undir stóru tré í garðinum fyrir utan Quattro Fontane hólelið. Þar voru saman komnir nokkrir útvaldir menn. Þar voru nteðal annarra Francois Truffaut, Jean Luc Godard og Charles Chaplin. Sá sem stóð fyrir þessum fundi var ítalski kvikmyndagerðarmað- urinn Pierre Paolo Pasolini. Hann tilkynnti fundargestum að nú væri hátíðin í hættu vegna borgaralegs snobbs og óæskilegra auðvalds- afla. Fundargestir voru sammála þessu og þar með var hátíðin lögð formlega niður. Þótt kvikmyndir væru sýndar í Feneyjum eftir þetta var það ekki fyrr en árið 1979 sem hátíðin gat starfað á alþjóðagrundvelli. Hin feneyska kvikmyndaveisla hafði lifað af og auk þess haldið heiðrin- um. Árið 1986 var hún svo haldin í 43. skipti. Meira en hundrað myndir voru sýndar þá tíu daga sem hátíðin stóð yfir og það voru sextán hundruð blaðamenn frá allri Evrópu sem fylgdust með henni. Mynd sem gerð var um franska málarann Paul Gauguin vakti mikla athygli. Hún er árangur samstarfs Dana og Frakka. Myndin fjallar um hið litríka líf sem Gauguin lifði, konurnar í því og baráttu hans fyrir að öðlast viðurkenningu sem listamaður í köldu og óvinveittu santfélagi. Donald Sutherland leikur lista- manninn en Daninn Henning Carlsen er leikstjóri. Myndin hef- ur hlotið nafnið Oviri - Hinn villti. Orðið er sótt til Tahiti, þar sem Gauguin dvaldi hluta úr lífi sínu. Hann dreymdi einnig um að geta koniið á fót listamannaný- lendu þar. Myndin var talin vænleg til sigurs en henni gekk ekki vel í keppninni um hið eftir- sótta gullljón. Sænska kvikmyndagerðarkon- an Mai Zetterling sýndi líka mynd um listamann, sænska rithöfund- inn Agnes von Krusenstjerna sem var á sínum tíma einn af mest gagnrýndu og umtöluðu rithöf- undum Svíþjóðar. Sú mynd, sem var einna vinsæl- ust nteðal gestanna, var Round Midnight. Það er bresk mynd eft- 30 VI KAN 3. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.