Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 37
hingað til. Hvað aðsókn að leikjum viðkemur hef ég ákveðnar skoðanir á því hvers vegna hún hefur farið minnkandi. Þjóðfélagið, sem við lifum í í dag, er ekki i neinni líkingu við það þjóðfélag sem var hér fyrir um tíu til tólf árum. Margt hefur breyst. Hér hafa sprottið upp nýir fjölmiðlar og ekki er enn séð fyrir endann á þeirri fjölgun. Á síðasta ári var stofnsett ný útvarpsstöð,_ sjónvarpsstöð og svona mætti lengi telja. Ég tel að íslenskir handknattleiksunnendur vilji fá leikina heim í stofu og þá helst í gegnum sjónvarpið, þess vegna mæti þeir ekki á leikina. Almenningur á Islandi er heimakærari nú en fyrir nokkrum árum og það er ein ástæðan. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég væri í hópi áhorf- enda í dag. Ég vona hins vegar eindregið að ég eigi einhvern tímann í framtíðinni eftir að sitja i rólegheitum heima hjá mér og horfa á íslenska landsliðið i handknattleik leika og standa sig vel. Ég hefði til dæmis viljað vera í sporum íslenskra áhorfenda sem fylgdust með leikjum íslenska landsliðsins í síðustu heimsmeistarakeppni í Sviss. Það hetði verið mjög notalegt. En ef við snúum okkui aftur að vandamálum handboltans þa hef ég engai „patentlausnir" á takteinum en það er Ijóst að það verður eitthvað að gera. Það á ekki að vera mikið mál að rífa handboltann upp í sömu stöðu og hann var í fyrir um tíu til fimmtán árum þegar Laugardalshöllin var þétt setin áhorfendum hvenær sem leikið var. Þetta er því miður liðin tíð.“ „Þarna sat konan mín í flæðarmálinu ofan á laxinum og hann hefur ekki synt síöanu Þó Einar hafi mestan áhuga á handknatt- leiknum veit ég að hann hefur áhuga á ýmsu öðru eins og fram kemur hér á eftir: „Eins og gerist og gengur með íþróttamenn má segja að ég sé algert sportidjót. Ég hef ákaflega gaman af öllum boltaíþróttum og ekki má gleyma golfinu. Það mun taka við a( hand- knattleiknum hjá mér. Golfsettið er til staðar en hefur lítið verið notað hingað til. Ég á góða vini í golfinu og hlakka mikið til þess að leika með þeim þegar ég helli mér út í þetta. Nú, svo les ég auðvitað og hlusta á tónlist. Það má segja að ég sé alæta á bækur og tónlist. Þó er Bruce Springsteen í mestu uppáhaldi hjá mér í tónlistinni þessa dagana ásamt Talking Heads. Ég á mér engan sér- stakan uppáhaldsrithöfund en hef lesið mjög mikið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þá má nefna til sögunnar bíladellu sem hefur heltek- ið mig. Ég keypti mér nýlega skruggukerru, Opel Kadett, sem er 130 hestöfl og mjög skemmtilegur bíll. Hann kostaði 400 þúsund krónur á Spáni og kostar 700 þúsund krónur hér. Ég get nefnt eina dellu enn en það er veiðidella. Ég hef alltaf haft mjög gaman af að komast í laxveiði og reyni yfirleitt að kom- ast í það minnsta einu sinni á sumri í Þverá í Borgarfirði.“ - Eina góða veiðisögu, takk fyrir. „Hún myndi þá tengjast stærsta laxinum sem ég hef náð á land,“ segir Einar og hlær mikið, og það er ekki laust við að hæðnis- glott færist yfir andlit hans. Það er strax greinilegt að veiðisagan, sem er í uppsiglingu, er ekki alveg venjuleg. Einar heldur áfram: „Ég var við veiðar i Þverá og eiginkonan var með í fyrsta skipti. Ég var uppi í gili sem kallað er og setti í stóran fisk. Líður og bíður og ég þreyti fiskinn. Nokkuð erfitt var um vik í lendingunni og konan boðin og búin að aðstoða mig. Hún var með fingravettlinga á höndunum og ég kallaði til hennar og sagði henni að taka fiskinn og sveifla honum upp á land. Eitthvað misskildi hún það sem ég sagði því hún reif í girnið og þegar flskurinn var allur kominn upp úr ánni sleit hann sig lausan og þá var nú handagangur í öskjunni. Ég vissi ekki fyrr en konan sat á rassinum í flæðarmálinu og ofan á laxinum sem ekki hefur synt síðan. Laxinn vó fimmtán pund og er sá stærsti sem ég hef veitt. Þrátt fyrir heldur klaufalega tilburði í byrjun get ég víst þakkað minni heittelskuðu að laxinn náðist á land í lokin." „Ég, konan og barnið erum ennþá betri vinir í dag en áður en við fórum til Spánar“ Þetta viðtal er nú senn á enda. Einar er orðinn órólegur aldrei þessu vant, tekinn að atast út um allan stól og það er greinilegt að það er landsleikur fram undan. Einar var staddur hér á landi yfir jólin og var það að hans sögn kærkomin heimsókn til vina og vandamanna. Nú er hann kominn aftur á fulla ferð á Spáni og vonandi stendur hann sig í stykkinu. „Það er ekki spurning að ég sakna íslands. Ég er að vísu heppinn að því leyti til að ég á geysilega stóran vinahóp og auðvitað saknar maður vina og kunningja þegar maður dvelst lengi erlendis. Ég hef líka verið afskaplega heppinn með eiginkonu. Hún stendur sem bjarg að baki mér og það má segja að hennar hlutverk núna sé fyrst og fremst að hugsa um mig. Það gerir hún mjög vel, eldar frábæran mat sem oftast er of góður. Við höfum haft mjög mikinn tíma til að ræða málin eftir að við komum til Spánar og það er ekki spurn- ing að ég, konan og barnið erum enn betri félagar í dag en við vorum áður en við héldum til Spánar.“ 3. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.