Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 19

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 19
9. þáttur mánuði. Ef töku ellilífeyris er frestað fer hann stighækkandi allt til sjötíu og tveggja ára ald- urs. Ef aðrar tekjur ellilífeyrisþega en lífeyrir almannatrygginga fara ekki fram úr ákveðnu frítekjumarki á ári skal greidd uppbót á líf- eyri, svokölluð tekjutrygging sern áður hefur verið minnst á. Hinn 1. september 1986 var tekjutryggingin 9.040 krónur á rnánuði. Hafi ellilífeyrisþeginn tekjur umfram frítekjumark- ið er tekjutryggingin skert samkvæmt ákveðn- um reglum. I þessu sambandi teljast vextir, verðbætur og gengishagnaður, sem er frá- dráttarbært frá tekjuskattstofni, ekki til tekna. Einhleypingi, sem nýtur óskertrar tekju- uppbót sem er 2.719 krónur frá 1. september 1986. Eigi viðkomandi rétt á skertri tekju- tryggingu lækkar heimilisuppbótin í sama hlutfalli. Heimilt er að greiða frekari uppbót á ellilíf- eyri ef sýnt þykir að ellilifeyrisþegi geti ekki komist af án þess. Þessar uppbætur geta verið vegna mikils lyfjakostnaðar, hárrar húsaleigu, reksturs bifreiðar eða vegna umönnunar í heimahúsi. Þá er og heimilt að greiða maka ellilífeyrisþega makabætur, allt að áttatíu af hundraði ellilífeyris, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, til dæmis ef annað hjónanna getur ekki stundað atvinnu vegna sjúkleika hins. Ennfremur er heimilt að greiða enn frekari tryggingar og er einn um heimilisrekstur. án þess að njóta fjárhagslegs hagræðis af sam- býli eða samlögun við aðra um húsnæðisað- stöðu eða fæðiskostnað, er greidd heimilis- Texti: Dögg Pálsdóttir lögfræðingur uppbót á ellilífeyri vegna reksturs bifreiðar sem bótaþega er brýn nauðsyn að hafa vegna hreyfihömlunar, ef sýnt er að bótaþegi geti ekki komist af eða rekið bifreið án uppbótar- innar. Uppbót þessi er greidd tvisvar á ári. Af frantangreindu má sjá að ellilífeyrisþegi, sem býr einn og hefur óskerta tekjutryggingu, fær 18.885 krónur á ntánuði til framfæris miðað við 1. september 1986. Lífeyrissjóðir Aður var á það minnst að lífeyriskerft okk- ar væri tvíþætt. Réttur aldraðra til lífeyris úr lífeyrissjóðum miðast við réttindi sem, vinnast með greiðslu iðgjalda af atvinnutekjum. Nær allir lífeyrissjóðir hér á landi veita fjór- ar tegundir lífeyris, elli-, örorku-, maka- og barnalífeyri. Að öðru leyti eru bótaákvæði svo margbreytileg að þeim verður ekki lýst til hlít- ar í stuttu máli. Hér skal þó annars vegar greint frá ellilífeyrisreglum sjóða innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða (SAL) og nokkurra fleiri sjóða utan þess, sem fylgja í höfuðatriðum sömu bótaákvæðum, og hins vegar ellilífeyrisreglum sjóða sem fylgja að mestu eða öllu leyti bótaákvæðum lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Samkvæmt bótaákvæðum SAL-sjóða er almennur ellilífeyrisaldur 70 ár, en sjóðfélög- um er í sjálfsvald sett hvenær á aldrinum 67—75 ára þeir hefja töku lífeyris. Það er ekki skil- yrði fyrir lífeyristöku að umsækjandi láti af starfi. Réttindi eru reiknuð í stigum og til grundvallar stigaútreikningi er notaður tiltek- inn kauptaxti. Ellilífeyrir frá 70 ára aldri, reiknaður sem hundraðshluti af grundvallar- launum, nemur samanlögðum stigafjölda margfölduðum með 1,8. Hjá lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er höfuðreglan sú að ellilífeyrir greiðist frá 65 ára aldri en það er skilyrði að sjóðfélagi láti jafnframt af stöðu sinni. Hins vegar getur hann snúið sér að öðru starfi hjá sama eða öðrum vinnuveitanda. Sá sem hefur meira en þrjátíu ára réttindatíma við 65 ára aldur getur látið af stöðu sinni og tekið lífeyri þegar sam- anlagður aldur og réttindatími hefur náð 95 árum, þó ekki fyrr en við 60 ára aldur. Ellilíf- eyrir reiknast sern hundraðshluti af launum þeim er á hverjum tíma fylgja stöðu þeirra sem sjóðfélaginn gegndi og nemur hann tveimur af hundraði fyrir hvert réttindaár allt að þrjátiu og tveimur árum. Ymis önnur atriði sem snerta Jjár- hagsstöðu aldraðra Þeir ellilífeyrisþegar, sem hafa óskerta tekjutryggingu, fá niðurfellingu á fastagjaldi síma en niðurfelling á útvarps- og sjónvarps- gjaldi er háð því að viðkomandi hafi uppbót á ellilífeyri. Um þessar niðurfellingar þarf að sækja sérstaklega til viðkomandi stofnana. Sérstakar reglur gilda um greiðslu ellilífeyris- þega fyrir læknishjálp og lyf. Sama gildir um strætisvagnaferðir og aðgang að sundlaugum. Þá er niðurfelling fasteignaskatta tengd tekj- um þannig að þeir sem engar aðrar tekjur hafa en bætur almannatrygginga fá hann að fullu felldan niður. Um tannviðgerðir aldraðs fólks gildir sú regla að sjúkrasamlag greiðir helming kostnaðar við tannviðgerðir ellilífeyr- isþega án tekjutryggingar en sjötíu og fimm af hundraði hjá þeint sem einhverja tekju- tryggingu fá. Þetta á þó ekki við um gullfyll- ingar, krónur og brýr. 3. TBL VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.