Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 14
Málverk af Beethoven frá 1815. Hann var þá 45 ára. (Willibrod Mehler.) Gesellschaft der Musik-
freunde, Wien.
Beethoven var 53 ára þegar þessi mynd var máluð. (Ferdinand Waldmuller.) Breitkopf og Hertel.
Ég hef alltaf haft dálæti á fínum fötum, sam-
kvæmum og glaðværð og ég hef alltaf dáð
kvenlega fegurð og yndisþokka. En eftir því
sent heyrninni hrakaði dró ég mig smám sam-
an út úr samfélaginu. Ég verð þó að viður-
kenna að þegar ég var mjög ungur var ég
undir áhrifum frá fólki að því leyti að mér
fannst hljóðfæraleikurinn svo gífurlega mikil-
vægur að hann skyggði á sköpunina. En
heyrnarleysið gerði það að verkurn að ég sneri
mér gagngert að tónsmíðunum."
- Samband þitt við Göthe...
„Það var mjög sérstakt. Þegar ég kynnti
mér verk Göthes varð ég fyrir einstökum og
djúpum áhrifum og þegar ég hitti hann í fyrsta
sinn sá ég strax að þessi maður var andlegur
jafningi minn. Og það reyndist rétt. Það var
mér mikil lyftistöng að fá tækifæri til að kynn-
ast honum. En hann var ekki gallalaus fremur
en önnur mikilmenni. Hann kunni alltof vel
við sig við hirðina, rniklu betur en skáld á að
gera. Ég minnist þess að við gengunt saman
eitt sinn, þá mættum við hirðmönnum. Göthe
hneigði sig djúpt og vék til hliðar. Ég lyfti
hins vegar hattinum lítillega. En eins og ég
sagði leið mér afskaplega vel með þessum
manni enda var hann, eins og ég sagði, andleg-
ur jafningi minn. Hann bjó yfir snilligáfu."
Hvað vilt þú segja mér um santband þitt
við Karl bróðurson þinn?
,,Það samband hefur orðið mér til mikillar
ógæfu. Þegar Karl bróðir minn dó breyttist
sá bróðurkærleikur, sem ég hafði borið til
hans, í föðurlega umhyggju fyrir bróðursyni
mínum. Mér þykir afskaplega vænt um hann
og hann hjálpaði mér í gegnum mörg erfið
tímabil. En það kom að því að allt brast. Það
var kvöld eitt að Karl ætlaði að fara út en
ég vildi ekki leyfa honum það af ótta við að
hann kæmi ekki aftur. Karl brást hinn versti
við og sagðist vera heftur af mér. Hann sagði
jafnframt að hann þyrfti að grípa til örþrifa-
ráða. Og hann hlóð skammbyssu að mér
viðstöddum og reyndi að stytta sér aldur. En
til allrar hamingju tókst mér að grípa í hönd
hans svo skotið geigaði. Þetta var eitt mesta
áfall lífs míns.“
Aðalæfingin á Fídelíó var erfið fyrir þig.
Hvað gcrðist nákvæmlega?
„Ég heimlaði að fá að stjórna æfingunni
en ég hefði betur látið það ógert. Ég heyrði
ekkerl i söngvurunum. Hljónisveitin fylgdi
mér cn söngfólkið fiýtti sér. Allt varð cin ring-
ulreiö cn ég áttaði mig ckkert á því. Æfingin
var stöðvuð en enginn sagði mér hvers vegna.
Við byrjuðum að nýju cn allt fór á sama veg.
Ég kallaði á vin minn, Schindler. Hann skrif-
aði í bókina mína að ég ælti að hætta strax
og að hann myndi útskýra allt seinna. Þegar
ég gerði mér Ijóst hvað hafði gerst lagðist ég
í mikið þunglyndi."
Frumflutningurinn á Fidelíó var að vissu
leyti frábrugðinn öðrum frumflutningum á
verkum þínum. Hvcrs vcgna?
„Þessi ópera, sem reyndar er eina óperan
sem ég hef skrifað, var samin við tcxta eftir
Sonnleithner. Hún álti að hcita Leónóra en
ég breytti því. Það voru ýmis vandræði sem
þurfti að leysa áður en hún var flutt. Það var
árið 1805. Fólk var ekki í skapi til að hugsa