Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 13
ekki eftir neinu ákveðnu atriði öðru fremur
sem sýndi mína hæfileika. Ég man varla eftir
mér öðruvísi en spilandi. Faðir minn fór oft
með mig á önnur heimili til að leika og æfa.
Á þann hátt kynntist ég mörgu góðu fólki."
- Það hefur verið sagt að faðir þinn hafi
verið mjög strangur kennari og alls ekki sam-
boðinn þér. . .
„Já, það er rétt. En sem betur fer kynntist
ég fljótlega gamla hirðorganleikaranum van
der Eeden. Hann kenndi mér margt og við
vorum góðir vinir."
Og þú kynntist fleiri tónlistarmönnum á
unga aldri, er ekki svo?
„Tobías Friðrik Pfeiffer var leikari í þjóðleik-
húsi því sem Maximilian Friðrik setti á fót.
Pfeiffer var jafnframt mikilhæfur tónlistar-
maður. Hann spilaði á klaver. Stundum lék
hann á flautu. Én ég man að alltaf þurfti að
biðja hann lengi áður en hann lét til leiðast
að gera það. Við spiluðum stundum saman
og hann kenndi mér þónokkuð. Ég eyddi líka
mörgum stundum við orgelið í fransiskus-
klaustrinu."
- En svo kom til Bonn maður að nafni
Christian Gottlob Neefe, var hann þinn fyrsti
raunveruiegi kennari?
„Já. hann var það. Hann var stórkostlegur
tónlistarmaður á sviði söngleikja og sönglaga.
En hann var líka skáld. Hann hafði einstaka
hæfileika og var vökull með afbrigðum þegar
um var að ræða listræna atburði. Hann var
ekki bara kennari minn í hefðbundnum skiln-
ingi. Hann sýndi mér líka alls kyns nýmæli
og opnaði augu mín fyrir ýmsu. Hann kenndi
mér jafnframt hversu mikið væri hægt að læra
af listrænum sjálfsaga."
„Þegar þú dvaldist við hirð Max Franz
voru þar margir rökræðuglaðir mcnn. Hlust-
aðir þú oft á þá?
„Já, það gerði ég svo sannarlega. Þar fóru
fram hinar merkustu umræður. Það var skipst
á skoðunum um K.ant og Göthe. Og þar
beindu menn sjónum að því nýja, eins og
þeir sem höfðu áhuga á leiklist og tónlist gerðu
líka. Annar staður í borginni, þar sem mikið
var rökrætt, var hús Breuning fjölskyldunnar.
Þar var ég oft og talaði bæði við frú Breuning
og aðra. Ég kenndi börnum hennar og okkur
kom mjög vel saman. Það gerðist hins vegar
stundum að ég fékk hin svokölluðu „köst"
mín. En frúin var einstaklega skilningsrík
kona. Hún umbar þetta. Börn hennar voru
næstum eins og systkini mín. Vinátta og
tryggð við vini mína er mér afskaplega mikil-
væg. Ég þjáist mikið ef eitthvað eyðileggur
vináttuböndin."
- Móðir þín lést árið 1787, hvernig tókst
þú þeim atburði?
„Eg var yfirbugaður af sorg. Móðir mín
hafði alltaf reynst mér einstaklega vel. Hún
var góður vinur minn og stoð þegar eitthvað
bjátaði á. Svo missti ég yngri systur mína.
Það var óhugnanlegt. Faðir minn reyndi að
drekkja sorgum sínum og sólundaði þannig
tekjunum. Það voru miklir erfiðleikar á heim-
ili okkar og sorgin kom þar oft við sögu. Ég
tók þunga ábyrgðarinnar á mínar herðar."
- Getur þú sagt eitthvað frá Vínarferð
þinni?
„Ég fór til Vínar 1792. Þegar ég kom þang-
að var ég þreyttur eftir ferðina en ég var
vonglaður. Ég var ekkert frægur þá og ég var
líka ókunnugur í þessari stóru borg. Ég ætl-
aði bara að vera þar í tvö ár en sú varð ekki
raunin. Vín var afskaplega full af lífi. Kjarni
hennar bar ennþá svip tignarinnar. Ég var
með meðmæli og bréf og ég reyndi að átta
mig á þessari borg. Ég fékk að búa hjá prent-
ara í útborginni. Það fyrsta sem ég gerði var
að heimsækja Haydn. Hann var þá orðinn
nokkuð hrumur. Ég naut nokkurrar kennslu
hjá honum en það var ekki mikið. Ég samdi
fyrstu raunverulegu tónverk mín, píanósónöt-
urnar og píanólríóin. Ég tileinkaði þau
Haydn. Eg minnist viðbragða hans. Hann sat
lengi hugsi en sagði ekkert. Það er nokkuð
merkilegt til þess að hugsa að ég kvaddi mér
fyrst hljóðs í Vín sem píanóleikari. Þegar ég
lagði fram fyrsta tónverk mitt hjá forlagi
Cappis breytti það ekki miklu um hugsun
manna. Það er miklu auðveldara að grípa
hljóðfæraleik heldur en sköpunina sjálfa. Én
til allrar hamingju breyttist þetta.“
- Nú langar mig til að biðja þig að tjá þig
um viðkvæmt atriði, heyrnarleysið.
„Já, heyrnarleysið er svo sannarlega við-
kvæmt mál. Ég var frá unga aldri mjög
félagslyndur og glaðvær, góðhjartaður og
skapheitur. Þegar ég fór f>rst að finna fyrir
heyrnarleysinu lét ég ekkert á því bera. Ég
þjáðist mikið því ég þurfti að neita mér um
ýmislegt sem ég hafði getað leyft mér áður.
Myndin sýnir Vín, séö frá Leopoldstadt. (J. Rabl.) Nationalbibliothek, Wien.