Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 36
ptWifgji
\ " *■ Viðtal:
■ Stefán Kristjánsson
Myndir:
Valdís Úskarsdóttir
stunda handknattleik og hef alltaf staðið í
markinu. Ferillinn hófst hjá HK í Kópavogi
en ég er einn af stofnendum félagsins. Síðan
gekk ég til liðs við Val árið 1982. Þá hafði
ég verið valinn í fyrsta skipti í landsliðið og
til að eiga möguleika á að halda því sæti taldi
ég betra að leika með liði í fyrstu deild. HK
var fallið í aðra deild aftur og því gekk ég í
Val og sá ekki né sé eftir því. Það var góður
tími og ég varð betri markvörður en ella. Síð-
an fór ég til Spánar í ágúst 1985.“
- Er einhver handknattleiksmaður öðrum
minnisstæðari þegar þú lítur til baka?
„Ég var svo heppinn þegar ég var sautján
eða átján ára að hafa samherja í HK-liðinu,
Karl Jóhannsson. Hann kenndi mér mikið
og ég á honum margt að þakka. Auðvitað
er erfitt að gera upp á milli félaga minna í
landsliðinu og það hreinlega get ég ekki.
Landsliðskjarninn, sem lék á HM í Sviss, er
einstakur hópur. Við þekkjumst orðið svo
vel, þekkjum persónuleika hvers og eins og
maður veit nákvæmlega að hverju maður
gengur hjá hverjum og einum. Þetta eru fínir
strákar sem maður hefur þekkt í tíu til fimmt-
ún ár. Það er enginn „kafbátur" í landsliðinu.
Þar koma menn hreint fram.“
„Það vantaði
skyndilega ntark vörð ‘ ‘
- Þú leikur á Spáni með Tres de Majo,
hvernig stóð á því að þú fórst til liðsins á sín-
um tíma?
„Þetta gerðist allt nokkuð hratt. Ég hafði
leikið mjög vel árið áður og það hafði mikil
áhrif. Svíinn Claus Hellgren, sem varið hafði
mark Tres de Majo í nokkurn tíma, var á
förum frá félaginu og það vantaði markvörð
og ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því.
Sigurður Gunnarsson var þegar þetta var að
gerast, í ágúst 1985, búinn að vera þarna úti.
í eitt ár og líkaði mjög vel við allt og alla.
Það spillti ekki fyrir. Eg taldi það mjög góðan
kost að fara til Spánar og að með dvöl hjá
liði þar yki ég ntöguleika mína á að bæta mig
til mikilla muna. Ég er þó farinn að trúa því
smátt og smátt að mér takist ekki að bæta
mig mikið þó ég haldi áfram að leika á Spáni.“
„Sigurður Gunnarsson
er gull af manni“
- Nú hefur þú dvalið á Spáni með Sigurði
Gunnarssyni og það hlýtur að hafa verið
mikill styrkur að hafa hann þar fyrir?
„Já, það er ekki spurning. Sigurður er gul!
af manni. Hann er geysilega metnaðargjarn
og mjög góður vinur. Hann er mjög hæfileika-
ríkur íþróttamaður. Hann er í daglegu lífi
mjög rólegur en skapmikill eins og ég -
kannski rólegri - og þegar öllu er á botninn
hvolft held ég að við séum dálítið líkar týp-
ur. Siggi getur orðið mjög vondur ef hann er
beittur ranglæti en samt held ég að ég sé
meiri skapmaður. Hann er mjög góður dreng-
ur.“
„Það getur alveg eins
verið að ég komi heim
eftir þetta keppnistímabil“
- Ert þú að hætta að leika þar og er heim-
koma á dagskránni?
„Þetta er spurning sem mjög erfitt er að
svara. Ég get ekki neitað því að ég hef alls
ekki verið sáttur við frammistöðu mína hjá
Tres de Majo. Það eru auðvitað hæðir og
lægðir í þessu hjá manni en égjtef verið ótta-
lega langt niðri undanfarið. Ég held að ég
æfi ekki rétt. Þjálfari liðsins, sem aðeins er
28 ára gamall, vill láta mig æfa lyftingar og
hlaupa langhlaup einu sinni í viku. Ég er ekki
sammála þessu og Bogdan landsliðsþjálfari
hefur hvað eftir annað sagt mér að hætta
þessari vitleysu. Þjálfarinn minn var sammála
því í fyrra að láta mig ekki lyfta og hiaupa
langhlaup enda var heimsmeistarakeppni það
ár og Bogdan bókstaflega krafðist þess að ég
hætti þessu rugli. í ár er engin heimsmeistara-
keppni og ég er alltaf tuðandi í þjálfaranum
sem er slakur eins og reyndar allir þjálfararn-
ir á Spáni. Einn er sá hlutur sem fer verulega
í taugarnar á mér þarna úti en það eru löng
og erflð ferðalög á útileiki aðra hverja helgi.
Það tekur einn klukkutima að komast út á
flugvöll, síðan er flogið í tvo og hálfan tíma
til Madrid og þaðan eru allt upp í tíu tíma
ferðir í rútum. Þetta getur verið afskaplega
þreytandi. Oftast leggjum við af stað á föstu-
degi og oft komum við ekki heim fyrr en á
mánudegi. Þetta fer mest í taugarriar á mér.
Það er að mörgu leyti ákjósanlegt fyrir ntig
að vera eitt ár enn á Spáni en það gæti vel
farið svo að ég kæmi aftur heim eftir þetta
keppnistímabil. Það hefur mikið að segja
hvort þjálfarinn verður áfram og auðvitað
hvort þeir bjóða mér nýjan samning en samn-
ingur minn við liðið rennur út eftir keppnis-
tímabilið sem nú er í gangi. Það er mikilvægt
fyrir mig að standa mig vel á næsta ári. Það
verður að vera gott ár hjá mér og ég vona að
ég eigi eftir að rísa upp úr þeim öldudal sem
ég er i núna. Aðalmálið er að ntig langar til
að taka þátt í góðum handknattleik annars
staðar. Það eru hreinar línur."
- Myndir þú þá fara aftur í Val?
„Það er ekkert víst. Ég veit ekki í hvaða
félagég færi. Það verður bara að korna í ljós."
„Kristinn Finnbogason er
skapmaður en það hafa
aldrei orðið neinir árekstr-
ar á milli okkar“
- Kristinn Finnbogason, framkvæmda-
stjóri Tímans, er þekktur maður í okkar
þjóðfélagi og umdeildur. Hvernig er að vera
tengdasonur hans?
„Okkur hefur alltaf komið mjög vel saman
og það hafa aldrei orðið neinir árekstrar á
milli okkar og verða vonandi aldrei. Kristinn
hefur reynst okkur frábærlega vel. Hann er
mikill skapmaður og gagnrýndur í þjóðfélag-
inu og hefur fengið að heyra ýmislegt um
dagana, en hans málstaður er rnjög sterkur
og ég stend með honum fram í rauðan dauð-
ann. Hann er vinur vina sinna og vill að öllu
sínu fólki líði sem allra best. Það er því alls
ekki slæmt að vera tengdasonur Kristins Finn-
bogasonar en ég er ekki viss um að það sé
neitt mikið öðruvísi en að vera tengdasonur
einhvers annars.“
„íslendingar vilja fá
handboltaleikina
í gegnum sjónvarpið“
- Nú vilja margir meina að íslenskur hand-
’,4 f
1 * ' /V «
■'i v
knattleikur sé í öldudal. Áhugi almennings
virðist minnka með hverju ári. Hver er að
þínu mati ástæðan og hvað er hægt að gera
til að bæla ástandið?
„Að mínu áliti er islenskur handbolti á
breytingaskeiði sem stendur. Það má segja að
kynslóðaskipti séu að ganga yfir. í félagslið-
unum er geysilega mikið af mjög efnilegum
leikmönnum sem eiga eftir að verða mjög
góðir. Aðstandendur handknattleiksins á ís-
landi geta því verið rólegir og áhyggjulausir
en auðvitað þarf að starfa vel hér eftir sent
36 VIKAN 3. TBL