Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 46

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 46
Hún kom, sá og sigraði þegar hún söng sig inn í hjörtu fólks. Fyrsta lagið hennar, Saving All My Love for You, þaut upp vinsældalist- ana um allan heim. Whitney Houston heitir hún og hefur verið nefnd arftaki stórstirna eins og Diönu Ross og Arethu Franklin. En það er ekki bara röddin sem er stórkost- leg, Whitney Houston er gullfalleg og í dag, tuttugu og þriggja ára gömul, er hún marg- faldur milljónamæringur. Plötur hennar seljast i milljónum eintaka. Frægð og frami hefur þó ekki komið fyrirhafnarlaust hjá henni frekar en flestum í þessum bransa. Sú staðreynd að hún er frænka hinnar frægu söngkonu Dianne Warwick hefur ekkert frek- ar orðið til þess að hjálpa henni á hinni þyrnum stráðu braut til frægðar. Whitney Houston fæddist í New Jersey þann níunda ágúst 1963. Fjölskylda hennar er mjög trúuð og söngelsk en það tvennt fer oftast saman hjá blökkumönnum. Móðir hennar, Cissy, var aðaldrifíjöðrin í söng- hópnum Sweet Inspiration og um leið tónlist- arstjóri kórsins í baptistakirkjunni sem fjölskyldan tilheyrði. Þegar Whitney var fimmtán ára tók móðir hennar hana með sér á söngferðalög með Sweet Inspiration. Það reyndist Whitney góð- ur skóli. Hún steig sín fyrstu skref á tónlistar- brautinni sem bakraddarsöngkona hjá frægum náungum eins og Lou Rawls, Neville Brothers, Chaka Khan og Material. Árið 1984 var henni boðið að syngja með Teddy Pender- grass. Það leiddi til þess að Jermaine Jackson (bróðir hins eina sanna Michaels Jackson og einn af hinum frægu Jackson Five) söng með henni Take Good Care of My Heart. Þar með var Whitney kornin af stað og fyrsti plötusamningurinn i höfn. Hún var aðeins þrettán ára þegar hún tók þá ákvörðun að gerast söngkona. Móðir hennar bað guð og góðar vættir að hjálpa sér, lítið hrifin af þessu uppátæki dóttur sinnar. En eins og góðri móður sæmir studdi hún dóttur sína í þessari ákvörðun hennar og hefur reynst henni besti kennari og ómetan- leg stoð á brautinni til frægðar og frama enda með langa reynslu að baki í þesum bransa. En Whitney var skynsamari en svo að hún færðist of mikið í fang. Hún lagði til hliðar alla drauma um að slá í gegn. I stað þess einbeitti hún sér að því að læra allt sem hún gat og beið þolinmóð eftir að hennar tími kæmi og hún væri, að eigin mati, tilbúin að taka stóra stökkið. Sjálf var hún líklega mest undrandi yfir þeint móttök- um sem lagið Saving All My Love for You hlaut, þó hún segi að það hafi að vísu verið afskaplega þægileg tilfinning að verða heims- fræg á einni nóttu. Hún er þegar búin að gefa út eina stóra plötu sem hefur slegið öll fyrri sölumet. Á leiðinni er önnur stór plata sem aðdáendur hennar geta þegar farið að hlakka til að heyra, en hún kemur út í febrúar næstkom- andi. Hún vinnur með ýmsum upptökustjór- um og velur lög sín i samvinnu við þá og forstjóra hljómplötufyrirtækisins sem hún er á samningi hjá. Enn hefur hún ekki samið sín eigin lög en hefur fullan hug á að reyna sig í því líka. Hún hefur einnig áhuga á að reyna fyrir sér í kvikmvndum og lítur i raun svo á að það sé eðlilegt framhald af ferli hennar sem söngkonu. Reyndar er allt útlit fyrir að aðdá- endur hennar fái tljótlega að berja hana augum á hvíta tjaldinu því allt bendir til þess að hún muni fara með hlutverk Tinu Turner í kvikmynd sem stendur til að gera um ævi og feril þeirrar frægu söngkonu. Hún er þakklát fyrir velgengni sína og hyggst ekki láta hana stíga sér til höfuðs. I einu af lögum sínum syngur hún um að það sé mikilvægast að elska sjálfan sig. í því felst mikið af hennar eigin lífsspeki því hún er þeirrar skoðunar að allir þurfi fyrst að kcra að elska sjálfa sig til að geta elskað aðra. 46 VIKAN 3. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.