Vikan


Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 45

Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 45
Dagatal er nauðsynlegt á hverju heim- ili. Nú, svona rétt eftir áramótin, eru seld alls konar dagatöl í bóka- og rit- fangaverslunum og mörg fyrirtæki gefa En það eru til aðrar flugur sem eiga það til að stinga okkur, það er BITMY. Þetta eru litlar svartar flugur sem þið þekkið ábyggilega. Þær stinga og sjúga blóð úr mönnum og dýrum. Það er þó engin ástæða að vera hræddur við þær. HROSSAFLUGAN minnir svolítið á kóngulær, með þessar stóru lappir út i allar áttir. Flugan getur staðnæmst i lofti, flogið til hliðar og afturábak. Þetta var nú bara til að minna ykkur svolítið á sumarið en því miður eru allt- af til krakkar sem hafa gaman af að kvelja dýrin og þó að flugurnar séu svona pínulitlar og okkur stundum til óþæginda er hræðilega ljótt að vera að leika sér að því að meiða þær og drepa. Munið eftir því næsta sumar að vera góð við dýrin. En af því að nú er hávet- ur höfum við bara mynd af snjókarli í staðinn fyrir flugur en komum í staðinn með nokkrar skrítlur að lokum. - Það er dauð fluga í súpunni minni! - Ég veit, kokkurinn týndi flugnaspað- anum sínum svo að við verðum að drekkja þeim í staðinn. - Það er fluga í súpunni minni! - Hafðu engar áhyggjur, hún étur svo litið. - Það eru tvær dauðar flugur í súpunni minni! - Vertu ekki að ljúga, önnur er Iifandi. - Þjónn, það er ein fluga í súpunni minni! - Afsakið, hvað pöntuðum þér margar? - Það er skjaldbaka í súpunni minni! - Mér þykir það mjög leitt, en flugurn- ar voru búnar. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir viðskiptavinum sinum myndskreylt dagatöl. En við getum líka sjálf búið til dagatöl. Þau geta verið skemmtileg gjöf og svo er ágætt að búa eitt til fyrir sjálf- an sig. Notið pappa, ekki of þykkan. Stærðin hér er 15x21 cm og 21x21 cm en þið getið líka notað aðra stærð. Þið getið haft eitt spjald með öllu dagatalinu á eða eitt spjald fyrir hvern mánuð. Við höfðum þann háttinn á hér og limdum þá hvern mánuð fyrir sig á pappaspjald og fyrir ofan mynd sem passar fyrir við- komandi mánuð. Það er hægt að nota margar aðferðir við að útbúa myndirn- ar: 1) Nota ljósmyndir, til dæmis mynd af þér í mánuðinum sem þú átt afmæli í. 2) Klippa ljósmyndir og líma inn á teikningu eða á litaðan pappír. 3) Taka ljósrit af ljósmyndum og lita ljósritið með trélitum. 4) Teikna og lita myndir með allavega litum. 5) Klippimyndir, nota litaðan pappír, dagblaðapappír og myndir úr tímaritum. 6) Klippa út í filt og líma á spjaldið en þessi aðferð hent- ar helst fyrir dagatal sem er allt á einu spjaldi því annars verður það of þykkt. 7) Nota glansmyndir og límmiða. Áður en þið byrjið á dagatalinu skul- uð þið skrifa niður í dálk alla mánuðina og fyrir aftan það sem einkennir hvern mánuð, til dæmis: Desember: jólin. Janúar: snjókarlar. Febrúar: pabbi á afmæli. Mars: Sigga systir á afmæli. Apríl: páskarnir. Maí: vorið komið og svo framvegis. Þetta auðveldar ykkur að finna hvaða myndefni þið getið haft. Spjaldið til að líma á getið þið ábyggilega fengið gefíns einhvers staðar en ef það gengur ekki skuluð þið biðja foreldra ykkar eða ein- hvern fullorðinn að aðstoða ykkur í því. Þegar þið hafið límt á spjöldin gat- ið þið með gatara fyrir miðju að ofan svo að hægt sé að hengja dagatalið á nagla. Hér höfum við fest spjöldin sam- an með gormum en þið hafið líklega ekki tækifæri til að nota þá aðferð svo þið skuluð gera fleiri göt og þræða í þau garn eða borða til að festa spjöldin sam- an. 1 TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.