Vikan - 15.01.1987, Blaðsíða 23
Myndbönd
Umsjón:
Hilmar
Karlsson
Samkvæmt mati House-
mans var illa farið með Elvis
Presley. Hlutverkin, sem hon-
um voru boðin, voru öll þess
eðlis að bestu leikarar hefðu
ekki getað gert neitt við þau.
Hefði hann verið látinn leika
lítil en góð hlutverk hefði
máttur hans í kvikmyndum
orðið mun meiri.
Sjálfsagt má endalaust deila
um sannleiksgildi kenninga
Housemans en ekki er hægt
að neita sumum staðreynd-
um. Gott dæmi er þegar það
fróttist að Tina T urner myndi
leika í þriðju myndinni um
Mad Max. Skapaði það
mikla eftirvæntingu og gekk
auglýsingaherferðin aðallega
út á að sjálf Tina Turner léki
hlutverk í myndinni. Þótt
ekki bjargi poppstjörnurnar
myndum frá fjárhagslegu tapi
vekja þær alltaf mesta at-
hygli. David Bowie gat ekki
bjargað Labyrinth en hann
bjargaði Absolute Beginners
og Merry Christmas Mr.
Lawrence frá fjárhagslegu
hruni.
Ekki má gleyma spenningn-
unt þegar altalað var að
Michael Jackson ætti að leika
Pétur Pan. Þegar svo var
staðfest að hann myndi ekki
leika Pétur Pan hvarf öll
umfjöllun um væntanlega
mynd af síðum blaða.
Það er næsta öruggt að
stórstjörnur poppsins vekja
mikla athygli á þeirri kvik-
mynd sem þær ætla sér að
leika í. En fyrst og fremst eru
stjörnur þessar söngvarar og
því er geta þeirra til að tjá
annað yfirleitt takmörkunum
háð. Því fer þeim best að vera
i litlum en góðurn hlutverkum
og láta leikarastjörnur kvik-
myndanna um aðalhlutverk-
in.
YEAR OF THE DRAGON ★★★
Leikstjóri: Michael Cimino.
Aöalleikarar: Mickey Rourke, John Lone og Ariane.
Sýningartími: 128 min. - Útgefandi: Háskólabíó.
Hin magnaða sakamálamynd Michaels Cimino, Year of the Dragon,
býður upp á allt það sem spennumynd á að bjóða upp á, hraða atburða-
rás, smárómantík og spennuatriði sem taka mörgu fram sem áður hefur
verið gert. Þau atrió: eru kannski um leið helsti galli myndarinnar. Cimino
veltir sér eins og áður upp úr óhugnaðinum á kostnað heildarinnar. Year
of the Dragon fjallar um löggu í New York sem fær það starf að hreinsa til
í Kínahverfi borgarinnar. Hann tekur svo rækilega til höndunum að bæði
yfinnönnum hans og friðhelgum mafiuforingjum þykir nóg um. Hefst nú
einkastríð löggunnar gegn spillingunni sem endar með miklu og blóðugu
uppgjöri. Mickey Rourke ferá kostum í hlutverki lögreglumannsins. Það
er óhætt að mæla með Year of the Dragon sem einni bestu spennumynd
síðasta árs.
BACK TO FUTURE ★★★
Leikstjóri: RobertZimeciks.
Aöalhiutverk: Michael J. Fox, Christopher Lloyd og Lisa Thompson.
Sýningartími: 112 min. - Útgefandi: Laugarásbíó.
Tímaferðir hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá rithöfundum sem kvikmynda-
framleiðendum. H.G. Wells reið á vaðið með sinni ágætu skáldsögu
Tímavélinni. Back to Future fjallar einmitt um ferð aftur í tímann og hún
er svo sannarlega vel heppnuð, mynd sem skemmtir áhorfandanum á ein-
stakan hátt. Fjallar nryndin um ungling einn sem óvart flýr á bíl sem hefur
þann eiginleika að geta farið fram og aftur um aldanna rás. Unglingurinn
lendir þrjátíu árurn áður á sama stað sem hann er. Foreldrar hans hafa enn
ekki kynnst og óvart verður hann valdur að því að þau hittast ekki á þann
máta sent hafði skeð. Drengurinn verður að sjálfsögðu að reyna að bæta
úr svo hann geti orðið að veruleika í framtíðinni... Fyrir utan skemmtileg-
an söguþráð eru mörg atriði óborganlega fyndin og hjálpa til að gera Back
to Future að einni bestu skemmtimynd síðari ára.
LAST HARD MEN ★★
Leikstjóri: Andrew McLaglen.
Aöalhlutverk: Charlton Heston, James Coburn og Barbara Hershey.
Sýningartími: 97 min. - Útgefandi: Steinar hf.
The Last Hard Men segir frá tveimur köppum villta vestursins. Annar
þeirra hefur setið í fangelsi í mörg ár en tekst að strjúka og hans eina hugs-
un er að hefna sín á lögreglustjóra þeim er setti hann inn. En tímarnir
hafa breyst. Komin er tuttugasta öldin með allri sinni tækni og ríðandi
lögreglur eru deyjandi stétt. Samt er það svo að þegar sakamanninum tekst
að ræna dóttur lögreglustjórans, sem kominn er á eftirlaun, þá dugar ekk-
ert nema hestarnir í eftirreiðina. The Last Hard Men er gamaldags kúreka-
mynd með söguþræði sem allir kannast við. Myndin er aftur á móti vel
gerð og þeir Charlton Heston og James Coburn eru góðir í sínum hlutverk-
um. Það eru ekki á boðstólum margar myndir úr villta vestrinu og sumir
sakna þess ábyggilega. Þeir sömu ættu að vera ánægðir með The Last
Hard Men. Hún hefur flest það til að bera sem skreytir góðan vestra.
MONTE CARLO OR BUST ★
Leikstjóri: Ken Annakin.
Aðalhlutverk: Tony Curtis, Terry Thomas og Susan Hampshire.
Sýningartími: 124 mín. - Útgefandi: Háskólabíó.
Monte Carlo or Bust gerist í byrjun aldarinnar þegar kappakstur á bílum
var aðeins fyrir ævintýramenn. Monte Carlo kappaksturinn er að heíjast
og ýmsir skringilegir karakterar ætla sér að vinna keppnina. Og það er svo
sannarlega allt reynt til að klekkja á andstæðingnum. Enginn er verri en
enski „séntilmaðurinn“ sem Terry Thomas leikur á sinn einkennandi hátt.
Monte Carlo or Bust er á köflum nokkuð skemmtileg en verður í heild of
langdregin. Mikið er um að notað sé „split screen“ engum til gagns. Það
er mikill stjörnufans í myndinni, má þar nefna Tony Curtis, Susan Hamps-
hire, Dudley Moore og Peter Cook. Myndin er orðin nokkuð gömul og
ber þess merki.
I‘ttr lt)ÖH lamkvamt gamla Itigmatinu
hf fruiitthufurtnn hnudt ftá til ai hryja /inrtm
upp a li/ og tlauAa ■■■ t t gna htitiuri ktmu
3. TBL VIKAN 23