Vikan - 15.01.1987, Side 10
3. tbl. 49. árg. 15.-21. janúar 1987. Verð 150 krónur.
FORSIÐAN ■ RÖDD RITSTJÓRNAR
Einar Þorvarðarson landsliðs-
maður hefur varist vel þegar
föstum boltum hefur verið skotið
á mörkin. Valdís Óskarsdóttir,
Ijósmyndari Vikunnar, skaut
nokkrum föstum skotum á pilt-
inn á dögunum og árangurinn
er forsíðumyndin auk annarra
mynda með Vikuviðtalinu.
ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf.
RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir.
BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs-
dóttir, Hlynur Örn Þórisson,
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Unnur Úlfarsdóttir.
LJÓSMYNDARAR: Helgi Frið-
jónsson og Valdís Óskarsdóttir.
ÚTLITSTEIKNARI:
Hilmar Karlsson.
RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11,
SÍMI (91) 2 70 22.
AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R.
Andersen.
AFGREIÐSLA OG DREIFING:
Þverholti 11, sími (91) 2 70 22.
PÓSTFANG RITSTJÓRNAR,
AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR:
Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð
í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð:
500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13
tölublöð ársfjórðungslega eða
3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs-
lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram.
Gjalddagar nóvember, febrúar, maí
og ágúst. Áskrift í Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Landkynning
ísland komst á kortið á eftir-
minnilegan hátt á síðasta ári,
þegar Reagan og Gorbatsjov á-
kváðu að rabba saman í nokkrar
klukkustundir í Höfða.
Leiðtogafundurinn var góð
landkynning. Og menn hafa ekki
setið auðum höndum síðan,
nefndir og ráð hafa setið á rök-
stólum og framkvæmdamenn
hafa hafist handa. Þetta tækifæri
á að nýta til að kynna landið
okkar enn betur og það sem ekki
skiptir minna máli, afurðirnar
okkar. Hreina loftið, ómengað
umhverfi og úthafsaflinn á land
kominn eru allt eftirsóknarverðir
hlutir sem við þurfum að vekja
athygli heimsins á.
Landkynningarstarfsemi og
markaðsöflun eru þó ekki ný af
nálinni, ýmsir aðilar hafa verið
iðnir við kolann í gegnum tíðina.
Sú kynning hefur skilað árangri
þó risaskref hafi ekki verið stigin.
Opinberir aðilar og einstök fyrir-
tæki hafa varið drjúgum skerfi af
tekjum til landkynningar þó flest-
um finnist hlutur hins opinbera
til ferðamála og landkynningar
vera of lítill. Um það má deila.
Hólmfríður Karlsdóttir, sem
nýlega hlaut viðurkenningu ut-
anríkisráðherra fyrir störf sín fyrir
land og þjóð, kemur fyrst upp í
hugann þegar litið er til einstakl-
inga sem kynnt hafa land og
þjóða með sóma.
Annar einstaklingur er Einar
Þorvarðarson markvörður sem er
í Vikuviðtalinu. Það er stór hópur
íslendinga við nám og störf er-
lendis, íþróttamenn og listamenn,
sem auka hróður okkar um víða
veröld og stuðla að góðri land-
kynningu.
í ÞESSARIVIKU
4
Þrátt fyrir allar tískubreytingar í gegn-
um tíðina heldur hann alltaf velli, sá
litli svarti. Svarti einfaldi kjóllinn er
alltaf ítísku.
6
Rúmban féll í kramið í Kramhúsinu.
Þó þaðnúværi.
8
Nafn Vikunnar er Hallmar Sigurðs-
son, næsti leikhússtjóri hjá Leikfélagi
Reykjavíkur.
12
T ónskáldið dáða, Beethoven, tekið
tali. Skyggnst aftur í tíðina með skrif-
færiníhöndunum.
22
Kvikmyndir og myndbönd. Stór-
poppstjörnur hafa haslað sér völl í
kvikmyndum. Hilmar lítur á stöðu
stjarnanna.
24
Fyrirsætur gerast æ yngri - eða þær
yngri gerast æ eftirsóttari af Ijós-
myndurum. Ellefu ára fyrirsæta tekur
stakkaskiptum fyrir myndatöku.
26
íslandskynning í London á vegum
Islendingafélagsins var um mánaða
mótin nóvemberdesember. Okkar
fólk var á staðnum.