Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 30
NAFN VIKUNNAR: JÓN HJALTALÍN MAGNÚSSON Jón cóa séra Jón? Maður er nefndur Jón Hjaltalín Magnússon. Hann þarf vart að kynna fyrir lesendum, alla- vega ekki þeim sem fylgjast með íþróttum, svo mjög sem nafn hans hefur borið á góma varð- andi starfsemi Handknattleikssambands íslands. Maðurinn er samt ekkert sérlega áberandi úti í þjóðfélaginu þó hann hafi fengið orð á sig fyrir að vera „einræðisherra, kraftaverkamaður og fallbyssa". Sjálfur brosir hann bara og hristir höfuðið yftr slíkum stóryrðum; segist einungis sinna sínum störfum af áhuga og auðvitað góð- um skanrmti af samviskusemi. Fyrir utan starfið hjá HSÍ er Jón, sem er raf- magnsverkfræðingur að mennt, stundakennari við Háskóla íslands en þar að auki rekur hann eigið fyrirtæki. - Hvernig gengur að skipta sér á milli svo margra starfa sem öll hljóta að vera tímafrek? „Stjórnarstörf hjá HSI er_u áhugamál þeirra sem þar eru. Starfsemi HSÍ fer mikið fram í nefndum sem starfa sjálfstætt og i þessum nefnd- um eru bæði stjórnarmenn og aðrir áhugamenn. Þrír fastráðnir starfsmenn sjá um allan daglegan rekstur. Stjórnin hittist vikulega og ræðir malin svo mér finnst ekki ýkja mikill tími fara i þetla áhugamál mitt núna en það tók meiri tíma þeg- ar verið var að endurskipuleggja starfsemi HSI. Utanlandsferðir gela vissulega tekið nokkurn tíma en þær geta stöku sitinum komið til góða við eflingu viðskiptasambanda fyrir mig sjálfan og þá aðila sem ég starfa fyrir. Stundakennslan við verkfræðideild Háskólans er á sviði vöruþróunar þar sem nemendur lokaár- gangs í rafmagnsverkfræðideild fást við þróun á nýjum vörum á sviði tölvutækni. Það er mjög ánægjulegl að starfa með nemendunum og einn- ig þarf maður að kynna sér ýmislegt í sambandi við þessa kennslu sem kemur að gagni í verk- fræði- og viðskiptastörfum mínum. Þannig tná segja að ég hafi tækifæri til að „halda mér við". Ég er og einn af stofnendum áhugahóps hérlend- is um verkefnastjórnun og í honum eru nú á þriðja hundrað manns úr flestum starfsgreinum. Allt þetta hefur að sjálfsögðu tekið verulegan tíma frá uppbyggingu þess fyrirtækis sem ég er að vinna að og komið er vel áleiðis, en ég sé samt ekki eftir þeim tíma. Sennilega hefur mér tekist að skipuleggja tíma minn þokkalega vel." Hvers eðlis er þetta fyrirtæki þitt? „Ég tek að mér ýmis verkefni á sviði verk- fræði- og viðskiptaþjónustu og ofl i samstarfi við aðra aðila. Til dæmis sá ég um að skipu- leggja uppsetningu tölvukerfisins fyrir Lotló 5/32. Þá hef ég tekið að mér ýmsa áætlanagerð fyrir atvmnumálanefnd Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands í sambandi við eflingu svokall- aðs hátækniiðnaðar; eins og rafeinda- og líf- tækniiðnaðar. Starf mitt hefur einkum falist í forathugun á möguleikum þessara atvinnugreina og tillögugerð um eflingu þeirra en einnig vinnu við framkvæmd á tillögunum. Mér finnst ánægjulegt að margt af því sem ég hef lagt til hefur verið framkvæmt og á vonandi eftir að skila góðum árangri í framtíðinni. Þá er ég að starfa að nokkrum þróunarverkefnum með inn- lendum fyrirtækjum sem ég tel að geti orðið mjög áhugaverð. Þessi verkefni eru til dæmis notkun iðnróbóta í framleiðsluiðnaði og notkun raforkuknúinna varmadælna í hitaveitum og fiskeldisstöðvum." Hvert er helsta markmið þitt sem formanns HSI - hvað er á góðri leið og livað mætti betur fara? „Ég lít á það sem meginmarkmið HSI að efla áhuga unglinga á íþróttum og í okkar tilfelli handknattleiksíþróttinni. Til að geta það þurfum við verulegt fjármagn til að standa straum af aukinni fræðslustarfsemi og til að bæta aðstöðu handknattleiksdeilda um allt land. Einnig þurf- um við fjármagn til að halda áfram að vera meðal bestu þjóða í heimi i handknattleik og vinna landsliðinu rétt til þátltöku í A-heims- meistarakeppni og ólympíuleikum því það vekur mikinn áhuga unglinga á íþróttum. Það hefur gengið framar vonum að útvega fjár- magn hingað til. Helstu fjáröflunarleiðir okkar liafa verið happdrætti og nokkrir stórir auglýs- ingasamningar við islensk stórfyrirtæki. Þá höfum við stuðning frá Ólympíunefnd íslands vegna undirbúnings landsliðsins fyrir leikana í Seoul 1988 og einnig höfum við fengið sluðning frá ríkisstjórninni. Þess má líka geta að við höf- um gert mjög góðan samstarfssamning við Ríkisútvarpið um sjónvarpssendingar frá land- sleikjum okkar. Það staðfestir einmitt markaðs- gildi íþróttarinnar í sjónvarpi og áhuga þjóðarinnar, cins og reyndar kom berlega i Ijós meðan á heimsmeistarakeppninni í Sviss stóð. En ánægjulegaslur af öllu er þó stuðningur áhorfenda okkar og þær tekjur sem inn koma af landsleikjunum sjálfum. Eitt helsta vandamálið, sem HSÍ og hin félögin eiga við að stríða í sambandi við eflingu iþrótta í landinu, er skortur á íþróttahúsum til æfinga. Þó hefur mikið átak verið gert á undanförnum árum í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Eti yngri flokkar, og þá sérstaklega stúlkna- og kvenna- flokkar, hafa langt í frá nægilega marga æfinga- tíma í hverri viku til að ná goðum árangri þvi að meistaraflokkar karla í öllum félögum liafa forgang að æfingatimum, eins og gefur að skilja. Þó er ekki ástæða til annars en bjartsýni því mörg bæjarfélög stefna að byggingu nýrra íþróttahúsa á næstu árum." Hvaða skýringu hefurðu á því að einn dag- inn sigrar landsliðið sterkt liö en næsta dag tapar það fyrir veiku liði? Er liðið mistækt? „í þessu sambandi er rétt að taka frarn að ekki má bera saman markatölu í handknattleik og knattspyrnu. Eins marks tap i knattspyrnu er sambærilegt við minnst 3-4 mörk í hand- bolta. Landsliðið okkar hefur undanfarið verið allstöðugt en hefur þó lapað stórt í einstöku leikj- um á stórmótum; eins og 9 marka tapið gegn S-Kóreu í Sviss, 15 marka tapið gegn Rússum á Eystrasaltsmótinu í fyrra og 9 rnarka lapið gegn V-Þjóðverjum á sama móti í janúar sl. En þetla getur hent önnur sterk liö líka. Danir unnu til dæmis S-Kóreumenn með 9 mörkum i Sviss en síðan unnum við Dani þar með sama marka- fjölda. Þarna gelur margl liaft áhrif. ekki hvað síst markvarslan sem stundum getur verið alveg ótrúleg hjá bestu markvörðunum. Ég tel víst að Bogdan þjálfari eigi eflir að lagfæra ýmislegt í leik landsliðsins okkar þannig að það verði stöð- ugra í frartitíðinni - og auðvitað á ólympíulejk- unum í Seoul á næsta ári." Þú sagðir áðan að fjáröflun gengi vel hjá HSÍ. Teltirðu happdrætti ogauglýsingasamninga heppilegustu leiðina eða ætti að ríkið að leggja meira af mörkum? Og hvað um hlutfall þess fjár- magns sem rennur lil íþrótta í samanburði við það_ sem listir og menning fá? „Ég tel að það sé mikill skyldleiki milli þessara greina, enda ,tilheyra þær báðar menntamála- ráðuneytinu. íþróttir. listir og menningu þarf að kynna unglingum og hvelja þá til þátttöku. Stuðningur fólks og rikis við þessar greinar er að mínu mali mjög mikilvægur fyrir litla og fá- menna þjóð og mestur hluti þessa stuðnings virðist koma frá áhugaaðilum um hinar ýmsu íþrótta- og listagreinar sem ég tel gott. Til dæm- is koma aðeins, um 10% af fjáröflun HSÍ frá rikinu, gegnum ISI og Olympíunefnd, afgangsins er aflað á annan hált. Það fer sennilega mikið eftir áhuga fólks hvað það vill styðja og hvernig það verðleggur þessi áhugamál sín. Við eigum marga listamenn og íþróttamenn sem njóta al- þjóðlegrar viðurkenningar fyrir hæfileika sína og eru þeir að minu áliti mikil og góð land- kynning. Stuðningur við þessa aðila er sennilega einhver ódýrasta kynning á landi og þjóð sem völ er á og vekur óbeint athygli á okkar útflutn- ingsvörum. Ég tel að á menningarsviðinu sé að verða veruleg breyting og að lislamenn séu dug- legri en áður að kynna og selja verk sín og góða hæfileika. Engu að síður er þó mikilvægl að bæjarfélög og ríkisvald taki verulegan þátt i ;ið skapa þessum þáttum nauðsynleg starfsskilyrði. til dæmis með byggingu íþróttamannvirkja fyrir íþróttahreyfinguna og viðeigandi húsnæðis fyrir aðila í lista- og menningarlífinu. Það er ljóst að fjáröfiun íþrótlahreyfingarinnar batnar verulega á riæstu árum með lilkomu Lottósins. Sennilega fær hún 1.5 milljarða í tekjur á næstu tiu árum til að efia sína starfsemi. Lista- og menningar- hreyfingin þarf að finna sér einhverja svipaða tekjulind til að efia sína starfsemi." En hver er hin hliðin á Jóni, þegar hann er ekki að stjórna HSÍ. kenna eða reka fyrirtæki? „Viö hjonin eigum þrjú ung börn og að sjálf- sögðu reyni ég að gefa mér góðan tíma að ræða og leika viö þau, til dæmis eiga strákarnir okkar tölvur sem eru þeirn mikið áhugamál. Þá reyni ég að hjálpa til við heimilisstörfin þó ekki geti ég hælt mér mikið af dugnaði við það. A sumrin förum við oft um helgar út úr bænum. Nú erum við að ljúka byggingu einbýlishúss og eins og allir vita lekur það sinn tíma. En allur minn aukatími fer i samveru með fjölskyldunni og svo lestur. þá einkum viðskipta- og tæknirita." Ein nærgöngul að lokum er „einræðis- herrann", verkfræði- og viðskiptájöfurinn enn bara Jón eða kannski orðinn séra Jón? „Ég líl bara á mig sem Jón og hef ekki orðið var við að fólk líti á mig sem einhvern séra Jón." sagði Jón og kimdi. Viðtal: Guðrún Alfreðsdóttir Mynd: Valdis Óskarsdóttir 30 VIKAN 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.