Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 10
9. tbl. 49. árg. 26. febrúar-4. mars 1987. Verð 150 krónur FORSÍÐAN Einar Bollason, fyrrum körfu- boltalandslíðsmaður og núver- andi þjálfari, lætur boltann fljúga úr einni körfunni yfir í aðra, þannig á það að vera í Vikuvið- tali. Ljósmyndari Vikunnar, Valdís Óskarsdótiin myndaði hann fyrir forsíðuna. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Ræðulist Að gefnu íilefni er „röddin" helg- uð ræðulist, þessari fornu list sem margir vilja nema til fulls en fáir ná tökum á. Ræðusnillingur, ér sagt með lotningu um þann sem hrífur fólk með málflutningi sínum. Mörg ritin hafa verið skrifuð og ráðin gefin fyrir leit- andi nemendur og byrjendur. EFLA-uppskriftin er eitt ráð sem margir góðir ræðumenn styðjast við. E = eftirtekt. F = forvitni. L = löngun. A = at- höfn. Ráðum og uppskriftum er gefið mismunandi heiti en grunnurinn er sá sami, færður í búning með mismunandi orðum. Ræðusnillingar til forna lögðu hornsteininn sem enn er stuðst við, eins og kemur fram í grein hér í blaðinu um ræðumennsku. Við gerum ræðumennsku að umtalsefni hér vegna þess mikla áhuga sem ræðukeppni fram- haldsskólanna, Morfís, hefur vakið. Sú keppni hefur leitt fram djarfa ræðusnillinga ár hvert og eftir þeim hefur verið tekið. Maður fær kikk út úr því að ná tökum á fullum sal áhorfenda, segir einn viðmælanda blaðsins, ungur menntaskólanemi, um þá tilfinningu að hrífa áhorfendur með málflutningi sínum. Gömlu snillingarnir orðuðu þetta á annan veg en tilgangur- inn er sá sami. Auk þessa umrædda efnis í blaðinu, ræðumennskunnar, er- um við á íþróttasviðinu núna. Viðtöl eru við tvo einstaklinga sem þekktir eru á þeim vettvangi, Einar Bollason og Jón Hjaltalín Magnússon. Það er okkar til- gangur að þjóta út um víðan völl í efnisleit. Það eykurfjölbreytnina. Það er okkar „kikk". í ÞESSARIVIKU 4 i afmælisveislu Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, en hann varð sjötugur nýlega. 6 Gert Sorensen bakaði brúðartertu Spies-hjónanna um árið og nú á dögunum kenndi hann íslenskum matreiðslumeisturum handbragðið 8 Popp, alltaf einu sinni í Viku. Núer mjálmað með forvitnum ketti. 12 Jahn Teigen segist vera brjálaður maðuren hann er annarsfjölhæfur tónlistarmaður og ákaflega vinsæll í heimalandi sínu, Noregi. m 18 . bí á Lesendur halda áfram að skrifa og t senda okkur pistla. Sigrún Björgvins- dóttirfrá Eiðum skrifar um ævintýri eina aprílnótt. 22 Hilmar Karlsson skoðar nokkur myndbönd og gefur stjörnugjafir. Hann segir einnig frá nýjum kvik- myndum. 24 Mælskulist er forn og ekki öllum gef- iðaðnemahanasvo velfari. Framhaldsskólanemar leggja stund á þessa list og keppa innbyrðis ár hvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.