Vikan


Vikan - 26.02.1987, Side 10

Vikan - 26.02.1987, Side 10
9. tbl. 49. árg. 26. febrúar-4. mars 1987. Verð 150 krónur FORSÍÐAN Einar Bollason, fyrrum körfu- boltalandslíðsmaður og núver- andi þjálfari, lætur boltann fljúga úr einni körfunni yfir í aðra, þannig á það að vera í Vikuvið- tali. Ljósmyndari Vikunnar, Valdís Óskarsdótiin myndaði hann fyrir forsíðuna. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Ræðulist Að gefnu íilefni er „röddin" helg- uð ræðulist, þessari fornu list sem margir vilja nema til fulls en fáir ná tökum á. Ræðusnillingur, ér sagt með lotningu um þann sem hrífur fólk með málflutningi sínum. Mörg ritin hafa verið skrifuð og ráðin gefin fyrir leit- andi nemendur og byrjendur. EFLA-uppskriftin er eitt ráð sem margir góðir ræðumenn styðjast við. E = eftirtekt. F = forvitni. L = löngun. A = at- höfn. Ráðum og uppskriftum er gefið mismunandi heiti en grunnurinn er sá sami, færður í búning með mismunandi orðum. Ræðusnillingar til forna lögðu hornsteininn sem enn er stuðst við, eins og kemur fram í grein hér í blaðinu um ræðumennsku. Við gerum ræðumennsku að umtalsefni hér vegna þess mikla áhuga sem ræðukeppni fram- haldsskólanna, Morfís, hefur vakið. Sú keppni hefur leitt fram djarfa ræðusnillinga ár hvert og eftir þeim hefur verið tekið. Maður fær kikk út úr því að ná tökum á fullum sal áhorfenda, segir einn viðmælanda blaðsins, ungur menntaskólanemi, um þá tilfinningu að hrífa áhorfendur með málflutningi sínum. Gömlu snillingarnir orðuðu þetta á annan veg en tilgangur- inn er sá sami. Auk þessa umrædda efnis í blaðinu, ræðumennskunnar, er- um við á íþróttasviðinu núna. Viðtöl eru við tvo einstaklinga sem þekktir eru á þeim vettvangi, Einar Bollason og Jón Hjaltalín Magnússon. Það er okkar til- gangur að þjóta út um víðan völl í efnisleit. Það eykurfjölbreytnina. Það er okkar „kikk". í ÞESSARIVIKU 4 i afmælisveislu Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, en hann varð sjötugur nýlega. 6 Gert Sorensen bakaði brúðartertu Spies-hjónanna um árið og nú á dögunum kenndi hann íslenskum matreiðslumeisturum handbragðið 8 Popp, alltaf einu sinni í Viku. Núer mjálmað með forvitnum ketti. 12 Jahn Teigen segist vera brjálaður maðuren hann er annarsfjölhæfur tónlistarmaður og ákaflega vinsæll í heimalandi sínu, Noregi. m 18 . bí á Lesendur halda áfram að skrifa og t senda okkur pistla. Sigrún Björgvins- dóttirfrá Eiðum skrifar um ævintýri eina aprílnótt. 22 Hilmar Karlsson skoðar nokkur myndbönd og gefur stjörnugjafir. Hann segir einnig frá nýjum kvik- myndum. 24 Mælskulist er forn og ekki öllum gef- iðaðnemahanasvo velfari. Framhaldsskólanemar leggja stund á þessa list og keppa innbyrðis ár hvert.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.