Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 23
Eins og flestum er kunnugt, sem eitthvað fylgjast með kvikmyndum, hefur kvikmyndalistin blómstrað í Ástralíu á undanfömum ámm. Sá leikstjóri, sem á ekki hvað minnstan þátt í þeiiTÍ bylgju og sá sem er þekkt- astur, er Peter Weir. Hann gerði sína fyrstu kvikmynd 1974. Það var svo önnur mynd hans, Picnic at Hanging Rock, sem vakti athygli heimsins á honum. Síðan hefur kornið frá honum hver gæða- myndin af annarri. Helstar em Gallipoli, The Year of Living Dan- gerously og Witness sem var fyrsta mynd hans utan Ástralíu og kannski hans besta mynd til þessa. Aðalhlutverkið í Witness lék Harrison Ford og sannaði þar að hann getur meira en leikið ævintýra- hetjur. Það kom því engum á óvart að þeir tveir skyldu ákveða að halda samstarfmu áfram. Það sem kom aftur á móti á óvart var viðfangsefn- ið, Moskítóströndin (Mosquito Coast) eftir rómaðri skáldsögu Pauls Theroux. Sagan virðist fljótt á litið ekki fýsi- leg til kvikmyndunar. Peter Weir haföi aftur á móti orðið hrifinn af sögunni og var fyrir löngu búinn að ákveða að gera kvikmynd eftir henni. Vins;eldir Witness gerðu honum það kleift og þegar Harrison Ford var búinn að lýsa áhuga sínum á að leika aðalhlutverkið þurftu þeir félagar ekki að leita lengi eftir ijámiagni. Moskítóströndin fjallar um Allie Fox (Hanison Ford) og fjölskyldu hans. Fox er einn af þeim mönnurn sent vekja athygli, þótt flestir telji hann vandræðagrip. Hann er hug- sjónamaður og ósáttur við líf sitt í Bandaríkjunum. Hann flyst þvi með fjölskyldu sína til fjarlægrar eyju í Karíbahafinu er nefnist Moskító- ströndin. Hann ákveður að búa til samfélag sem hann sættir sig við. Það tekst honum og njóta íbúar eyjunnar góðs af uppfinningasemi hans. En nýjasta uppgötvun hans, vél sem breytir eldi i ís, verður til þess að allt fer að snú- ast til veni vegar og þá fer að halla undan fæti hjá Fox... Moskítóströndin hefur yfirleitt fengið góða dónta þótt sumum finn- ist hún heldur þungur biti að kyngja. Sérstaklega hefur Harrison Ford fengjð góða dóma fyrir leik sinn í erfiðu hlutverki Allies Fox. Myndbönd FLESH + BLOOD ★ ★ ★ Leikstjóri: Paul Verhoeven. Aðalleikarar: Rutger Hauer, Jennifer Jason Leigh og Jack Thompson. Sýningartimi: 124 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Oft hefur verið talað um hinar dimmu miðaldir. Miskunnarleysi og plág- ur einkenndu þann tíma þótt lítið sé í raun vitað miðað við vitneskju seinni tíma. Flesh + Blood gerist í byrjun sextándu aldar og lýsir viðureign her- manna sem ekki fengu laun sín eftir sigur, voru í staðinn reknir í útlegð, og baráttu þeirra gegn fyrrverandi yfirboðurum sínum. Flesh + Blood er tilbreyting frá flestum myndum um sama efni. Grimmdin og tillitsleysið gagnvart manneskjunni er algjört og er aðalhetjan, sem Rutger Hauer leik- ureftirminnilega, ekki undanskilin. Leikstjóri er Hollendingurinn Paul Verhoeven sem einmitt á heiðurinn fyrir að uppgötva Rutger Hauer. Ver- hoeven hefur skapað eftirminnilega kvikmynd sem að vísu er uppfull af ofbeldi en góð kvikmyndun og sérstök efnismeðferð gerir hana eftirminni- lega. OFPUREBLOOD ★★ Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðalleikarar: Lee Remick og Patrick McGoohan. Sýningartimi: 89 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Of Pure Blood er ný sjónvarpsmynd sem fjallar um efni sem oft hefur verið kvikmyndað: ræktuð aríabörn nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Alic- ia Browning er kona sem allt gengur í haginn fyrir þangað til einn daginn að hún fær tilkynningu um að sonur hennar hafi verið skotinn í Þýska- landi þegar hann hótaði að myrða Natóforingja. Alicia trúir þessu ekki og þegar hún kemst að því að sonur hennar hefur eignast barn ákveður hún að rannsaka sjálf hvað olli dauða hans. Er rannsóknin fer að bera árangur kemst hún að ýmsu er snertir hana sjálfa og kollvarpar hugmyndum henn- ar um sína eigin fortíð... Of Pure Blood er hin allra sæmilegasta afþreying. H in ágæta leikkona Lee Remick bregst ekki frekar en fyrri daginn og þótt söguþráðurinn séekki beint trúverðugurer Of Pure Blood spennumynd sem gengur ágætlega upp. EINKAMÁL (THE PERSONALS) ★ ★ Leikstjóri: Peter Markle. Aðalleikarar: Bill Schoppert, Karen Ladry og Paul Edding. Sýningartími: 88 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Bill er útgefandi tímarits og lifir fyrir vinnuna. Þegar eiginkona hans hefur fengið nóg af allri fjarveru hans frá heimilinu og skilur við hann hryn- ur veröld hans. Skyndikynni við aðrar konur gera hann aðeins dapran. Hann fer að ráðum vinar síns og auglýsir eftir félaga í smáauglýsingum dagblaðs. Auglýsingin ber árangur. Hann fær nóg af tilboðum. Tilraun hans við fyrsta tilboðið endar með hörmungum. Aftur á móti bregst næsta stúlka, sem hann hefur samband við, ekki vonum hans og takast strax góð kynni með þeim. Gallinn er aðeins sá að hún er gift... Einkamál er gaman- söm mynd sem að vísu er langdregin á köflum. Söguþráðurinn er einkar mannlegur og kryddaður með gamansemi. Bill Schoppert, er leikur Bill, kemst vel frá sínu hlutverki. Hann er ekkert glæsimenni og gerir sér grein fyrir því. Einkamál er lítil og mannleg mynd sem engan sakar. THE NESTLING ★ Leikstjóri: Armand Weston. Aðalleikarar: Robin Groves, Christopher Loomis og John Carradine. Sýningartími: 99 min. - Útgefandi: Tefli hf. The Nestling fyllir stóran flokk hryllingsmynda sem reynast vídeóleigueig- endum vel þrátt fyrir að þær séu yfirleitt slakar og örugglega ekki eins spennandi og kápurnar gefa til kynna. Söguþráðurinn er á þá leið að rithöf- undinum Laureen Cochran er ráðlagt að flytja í sveit vegna þess að hún þolirekki Ijölmenni. Hún verður hrifin af fornu húsi er líkist húsi sem hún hafði lýst í einni bóka sinna. Flytur hún i húsið sem hún auðvitað hefði aldrei átt að gera því það er, eins og áhorfandinn veit, uppfullt afdraugum sem eru ekkert að fela sig. Draugarnir halda verndarhendi yfir Laureen en drepa alla sem ætla að gera eitthvað á hluta hennar. Skýringin á þessu kemur að sjálfsögðu ekki fyrr en í lokin. The Nestling er dæmigerð B- mynd. Þau atriði, sem dularful! eiga að vera, eru hálfhjákátleg og langt er frá að sköpuð sé sú spenna sem nauðsynleg er slíkum myndum. verið svona tynoin... EHÍKAMÁl Ást óskast með hxaðl... 9. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.