Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 59

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 59
Þrjár kynslóðir í sýningunni; Þorvaldur, Sigriður og Hjördis Elin. Hjördís: „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég leik með mömmu á sviði en áður hef ég reyndar leikið með henni í sjónvarpsauglýsingu. Svo hef ég leikið hjá henni, fyrst í Nóaflóðinu sem mamma leikstýrði hjá íslensku óper- unni, en þar lék ég kött, og svo í leikritinu Galdrakarlinn í Oz sem hún leikstýrði hjá Leikfélagi Mosfellssveitar, þar var ég álfamær. Það er æðislega gaman að leika með mömmu í þessu leikriti, sem er alveg frábært.“ - Hvernig er Rympa sem barn? „Rympa átti svolítið bágt sem Htil stelpa. Hún var lúsug og enginn vildi vera með henni. Hún átti engan að og flutti snemma á ruslahaug- ana. Rympa var ekkert vond innst inni en það voru bara Texti: Guðrún Aifreðsdóttir allir grimmir við hana.“ - Nú bjóst þú með foreldr- um þínum í Grikklandi í eitt ár, kynntistu einhverri Rympu þar? „Nei, ekki aldeilis, ég eign- aðist átta vinkonur fyrsta daginn. Þetta var algjört æði. Það var svolitið erfitt fyrst í skólanum, að læra málið og svoleiðis, því stafrófið er allt öðruvísi, en svo náði ég því. Það voru margir þarna sem höfðu aldrei séð ljóshærða stelpu fyrr og fannst það mjög sérkennilegt. Síðasta kvöldið úti fórum við öll á veitinga- stað þar sem ég keypti mér blóm í hárið og eftir smátíma var ég búin að fá sent fullt af blómum frá fólkinu i kring.“ - Langar þig að verða leik- kona? „Já, mig langar til þess og vona bara að ég verði þá eins góð og mamma. Annars veit maður aldrei, ég er að læra á trompet núna og það er líka mjög gaman.“ Þorvaldur hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum með Sigríði dóttur sinni en hvernig finnst honum að fá dóttur- dótturina í hópinn? Þorvaldur: „Það er alveg yndislegt að fá hana með líka og ánægjulegt hvað hún stendur sig vel. Hún er harð- ákveðin í að verða leikkona eins og mamma hennar var frá fyrstu tíð. Móðir Sigríðar var hárgreiðslukona og hún vildi gjarnan að telpan lærði hárgreiðslu, sem hún og gerði. En leikkona vildi hún verða og það hafði hún alltaf sagt, enda kom að því að hún tilkynnti okkur einn góðan veðurdag að hún væri búin að fá sitt fyrsta hlutverk. Það var í íslandsklukkunni og átti hún að hlaupa með nætur- gagn þvert yfir sviðið.“ - Þú hefur komið víða við í hljóðfæraleik og kennslu en hvenær spilaðirðu fyrst i Þjóðleikhúsinu? „Það var við opnun Þjóð- leikhússins, þá spilaði ég með í hátíðarforleik Páls Isólfs- sonar. Ég var einnig lengi í Sinfóníuhljómsveitinni sem fyrst hafði aðsetur í leikhús- inu. í gegnum árin hef ég svo spilað í fjöldanum öllum af söngleikjum, óperum og barnaleikritum. Én það var sérstaklega ánægjulegt nú, eftir langt hlé í spilamennsku hjá Þjóðleikhúsinu, að koma aftur og taka þátt í þessari sýningu með dóttur og dótt- urdóttur.“ Mynd: Vaidís Óskarsdóttir 9. TBL VIK A N 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.