Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 12
Jahn Teigen Tónlistarstjama, truður, leikari og brjálaður maður! Myndir: Valdís Úskarsdóttir Það eru ekki margir íslendingar sem kunna einhver skil á Jahn Teigen og fæstir hafa gert sér grein fyrir hvern mann hann hefur að geyma. Norsk popptónlist hefur ekki átt upp á pallborðið hjá almenningi á íslandi. Þess vegna hefur Jahn ekki hlotið þá kynningu hér sem nægði til þess að fólk færi að veita honum eftirtekt. En þeir fáu sem hafa veitt honum raun- verulega athygli vita að hann er mjög svo óvenjulegur maður. Jahn Teigen hefur gert um það bil allt sem hægt er að gera á sviði og meira en það, ef svo má að orði komast. Frumleiki hans er svo mikill og hugmyndaflug- ið svo sterkt að honum virðast engin takmörk sett. Jahn var lengi eina poppstjarnan sem Noregur átti. Fólkið elskaði hann. Og það elskar hann ennþá. Þótt nú séu komnar til sögunnar nýjar stjörnur hefur vegur Jahns Teigen ekki farið minnkandi. Jahn hefur auk þess að starfa á sviði staðið að kvik- myndagerð. Leikhópurinn Prima Vera, sem Jahn var meðlimur í, gerði kvikmynd sem varð sú vinsælasta sem þar hafði verið sýnd í mörg ár. Fyrir skömmu var Jahn staddur hér á landi við upp- töku á sjónvarpsþáttunum Halló Skandinavía. Þessir þættir eru gerðir af danska, sænska og norska sjón- varpinu og er Jahn umsjónarmaður norska hlutans. Jahn hefur mikið komið við sögu norska sjónvarpsins og tekið þátt í að gera ýmsa skemmtiþætti þar. Hann er giftur norskri söngkonu og tónskáldi, Anitu Skorgan. Þau eiga eina dóttur, Söru, sem er tveggja og hálfs árs. Þeir eru áreiðanlega margir sem muna eftir því þegar Jahn Teigen keppti fyrst í Eurovision söngvakeppninni. Hann gerði gott grín að þessari keppni, bæði með fram- komu sinni og laginu. Hann hlaut núll stig fyrir vikið. 12 VIK A N 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.