Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 43

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 43
P Ó S T U R \ MADONNA Kæri Póstur. Ég vona að þú birtir þetta bréf en ég hef aldrei skrifað þér áður. Þannig er mál með vexti að mig vantar nauðsynlega heimilis- fang aðdáendaklúbbs Madonnu. Mig langar lika til að vita hvað maður skrifar í bréf til aðdáendaklúbba, ég meina á maður að gefa einhverjar upplýsingar um sjálfan sig? Á maður að frímerkja bréfið með alþjóðafrí- merki? „Dísa." Madonna c/o Jo Ewards 'Winterland," Suite 500 150 Regent Street London Wi England Hér hefurðu heimilisfangið. Hvað fólk skrifar almennt í bréf til aðdáendaklúbba er sjálfsagt jafnmisjafnt og bréfin eru mörg. Hvortþú gefur einhverjar persónulegar upp- lýsingar um sjálfa þig er þér því í sjálfsvald sett. En þú ættir að drífa þig i að skrifa og kannski færðu kveðju um hæl. LYKKJU- VANDAMÁL Kæri Póstur. Nú leita ég til þín í von um að þú getir aðstoðað mig. Þannig er að ég er sautján ára, að verða átján. Ég átti barn í fyrra, þá sautján ára gömul. Nokkrum vikum seinna lét ég setja í mig lykkjuna. Vandamálið er að í hvert skipti, sem ég er um það bil að fá fullnægingu, kemur verkur í móðurlífið sem kom ekki áður en ég fékk lykkjuna. Ég er að spá í hvort þessi verkur boði eitthvað illt. Það er eins og það sé eitthvað sem stingst inn í móðurlífið eða þar í kring. Nú bið ég þig, elsku Póstur, að ráðleggja mér eitthvað. Ef þetta er allt saman eðlilegt þá ekki meira um það, en ef ekki þá.. ,ja, þá veit ég ekki hvað. En eitthvað er það. Með fyrirfram þökk. Den lille. Því er fljótsvarað að þessi verkur. sem þú færð þegar þú ert um það bil að fá fullnæg- ingu. er engan veginn eðlilegur. Þú ættir þvi að leita læknis hið fyrsta og skýra honum undanbragðalaust frá liðan þinn og biðja hann að athuga hvort lykkjan sitji rétt. Það er algengt að lykkjan hafi ýmsar aukaverkan- ir. Þæralgengustu eru blæðingaóregla fyrstu mánuðina eftir að lykkjunni var komið fyrir i leginu. Einnig er hætta á sárum blæðinga- verkjum. Sumar konur fá aukna útferð með lykkjunni. í örfáum tilfeílum fer lykkjan í gegnum legvegginn þegar hún er sett I og slíkt getur líka gerst seinna þótt það sé sjald- gæfara. Lykkjan getur farið alla leið ígegnum legvegginn og út í kviðarholið og þá verður að fjarlægja hana með skurðaðgerð. En þetta er sárasjaldgæft. Það getur Hka verið að þessi verkur eigi sálrænar orsakir en þó er fremur ólíklegt að svo sé þar sem þú hafðir ekki kennt þér þessa meins fyrr en þú fékkst lykkjuna. Það eina raunhæfa, sem Pósturinn geturráðlagtþér, ersem sé að leita læknis. TOE NOU Kæri Póstur. Vilt þú birta þetta fyrir mig. Ef þú hefur áhuga á öðrum löndum er Toe Nou blað fyrir þig. Það er gefið út í Frakklandi. Blöðin eru skrifuð á ensku, þýsku og frönsku. í blað- ið skrifar ungt fólk frá ýmsum þjóðlöndum. Þar kemur fram að þó þjóðirnar séu mismun- andi eru áhugamálin samt sem áður lík. Allir þeir sem hafa áhuga geta verið með. Þú færð send þau blöð sem bréfin þín birtast i. En þú getur líka gerst áskrifandi. Nánari upplýsingar og sýnishorn af blaðinu er hægt að fá hjá mér. Ég hef skrifað í blaðið í tvö ár og líkað ágætlega. Skrifið til: Toe Nou c/o Líney Laxdal Túnsbergi 601 Akureyri P.S. Vinsamlegast sendið frímerkt umslag með. Toe Nou tekur einnig við óskum um pennavini. VINKVENNA- SLAGUR Elsku besti Póstur. Við erum tvær vinkonur sem erum i stök- ustu vandræðum. Við elskum báðar þann sama og það gengur náttúrlega ekki upp til lengdar. Harmsagan byrjaði síðastliðið haust. Það byrjaði nýr strákur í bekk með okkur. Hann er ekkert eðlilega sætur, þú ættir bara að sjá hann. Jæja. A negldi hann á skólaballi. Á næsta balli nappaði B honum frá A. Við fórum i fýlu hvor út í aðra en jöfn- uðum okkur og ákváðum að halda áfram að vera vinkonur. Svo sprakk sprengjan. A fór að vera með honum á föstu án þess svo mikið sem tala við B. Það var eins og málið kæmi henni ekkert við. Við hættum að tala hvor við aðra og höfum ekki haft samband í nokkra mánuði. Svo hringdi A allt í einu í B og spurði hvort við gætum ekki haldið áfram að vera vinkonur og gleymt þessu veseni með strákinn. En B vill bara ekki vera vinkona A nema hún hætti að vera með þessum sæta strák. Þú verður að hjálpa okk- ur að leysa málið, annars verðum við vit- lausar. A og B. Nú er illt I efni. Það er ótrúlegt hverju þessi karlpeningur getur komið til leiðar. En hefur strákurinn ekkert að segja í málinuP Hefur hann ekkert val? Honum geðjast greinilega vel aðA fyrstþau hafa verið svona lengi saman. Eða hvað haldið þiðP Svo trúir Pósturinn því ekki að það séu ekki fleiri fisk- ar I sjónum i þessum skóla sem þið eruð í. Það ætti samkvæmt öllum sólarmerkjum að dæma að vera einhver einn I viðbót sem B gæti sætt sig við. ef hana langar á annað borð að vera með strák. Að mati Póstsins ber B meiri sök í þessu máli en A. Ef maður vill vera vinkona einhvers lætur maður ekki svona. A sýnir af sér drenglyndi þegar hún hringir i B til að friðmælast við hana. Vin- áttu fylgir nefnilega ábyrgð og hana verður maður að axla - vilji maður á annað borð að hún sé endurgoldin. 9. TBL VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.