Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 44

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 44
Næstu dagar eru aldeilis skemmtilegir, bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Á bolludaginn háma allir í sig rjómabollur með súkkulaði. Á sprengidaginn er það saltkjöt með baunum - túkall og loks er öskudagurinn. Það er alltaf að aukast að krakkar klæði sig í furðuföt á öskudaginn og máli sig í framan. Sumir eiga grímubún- inga eða geta fengið þá lánaða en aðrir þurfa að finna upp á einhverju sniðugu til að vera í. Það er aldeilis hægt að láta hugmyndaflugið ráða og nota næstum hvað sem er í búninginn, gömul föt, tusk- ur, poka, kassa, svamp og svo framvegis. Á mörgum heimilum eru til gömul föt sem hægt er að nota. Munið bara að biðja um leyfi áður en þið hefjið framkvæmdirn- ar svo að þið skemmið ekkert sem á að nota síðar. Þó að veðrið hafi verið óvenjugott í vetur skuluð þið vera við öllu búin ef þið ætlið að vera úti í búningnum ykkar. Klæðið ykkur því vel. Það er hægt að vera í búningi utan yfir ykk- ar venjulegu fötum, búa til skikkju yfir úlpuna og skreyta hatta og húf- ur. Vefjið marglitum slæðum utan um hatt eða festið hattinn á kollinn með slæðu, þá fýkur hann ekki út í loftið. Kíkið í tískublöð hjá mömmu eða frænku og fáið hugmyndir. Próf- ið að vefja treflum og klútum um höfuðið, kannski mörgum í einu, og sjáið hvað það getur komið skemmti- lega út. Finnið garnafganga, búið til alla- vega lita dúska og saumið á húfu. Úr garni er líka hægt að búa til hár- toppa og fléttur og þá er auðveldast að festa toppinn eða fléttuna á húfu. Gleraugu Ef þið eigið grímu notið þið hana en það er líka gaman að hafa skraut- leg gleraugu. Gömul gleraugu, sem glerin vantar í, eru tilvalin. Sumir eiga flott sólgleraugu og þeir sem nota gleraugu daglega geta breytt þeim með því að krumpa álpappír og setja á umgjörðina. Með andlitsfarða er hægt að breyta sér ótrúlega. í búðunum fæst andlits- málning fyrir krakka og kannski fáið þið lánað málningardótið hjá mömmu. En notið alls ekki tússliti, þeir fara illa með húðina og það er hræðilega erfitt að ná þeim af. Þið getið málað freknur, skegg og fleira, allt eftir því hvað þið ætlið að vera. X 44 VIKAN 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.