Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 56

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 56
S T J Ö R S P Á Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 1.-7. MARS HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þér gefst tilefni til að gera þér daga- mun og ættir að gefa sem flestum kost á að njóta þess með þér. Sitt- hvað kann að koma flatt upp á þig en hvað sem því líður muntu styrkj- ast í þeirri trú að þú hafir rétt fyrir þér varðandi mál sem vissulega ork- ar tvímælis. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Augljóst er að ýmislegt lýtur sínum eigin lögmálum. Á sama hátt ætti þér nú að fara að verða ljóst að þér þýðir ekki að notast endalaust við viðmiðanir annarra enda eru þín eig- in lífsgildi þau sem henta þér best. Ymsir eru auk þess reiðubúnir að styrkja þig í þeirrri trú. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Nú hefur þú viðrað skoðanir þínar og enginn ætti að velkjast í vafa um hvað þú hyggst fyrir. Ekki er laust við að ýmsum finnist þú hafa tekið nokkuð stórt upp í þig og því er vænlegast fyrir þig að slaka til og hlusta á hvað aðrir hafa til málanna að leggja. VOGIN24.sept.-23.okt. Reyndu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þótt það kunni að lukkast um stundarsakir kemur að því fyrr eða síðar að þeir sem þú hefur mest samskipti við eða staifar með sjái í gegnum þig. Reynst gæti þrautin þyngri að ráða niðuríögum ágrein- ings ef upp kemur. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Það er nauðsynlegt að ræða mál sem upp koma og útkljá þau þannig að sem flestir megi við una. Hrein- skiptni borgar sig og á næstu dögum verður þér væntanlega mun meira ágengt en að undanfömu sýnist þér nauðsynlegt að koma af stað um- ræðum um hagsmunamál. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. í þessari viku muntu þurfa á styrk og hugrekki að halda og af slíku áttu meira en þig grunar. Vertu við því búinn að hvað reki annað og á stundum virðist sem allt beri upp á sama daginn. Við þessu erekkert að gera annað en mæta því sem að höndum ber og sýna stillingu. NAUTIÐ 21. apríl—21. maí Þú kemur til með að eiga ýmissa kosta völ en aðalhættan er í því fólg- in að þú gerir þér ekki grein fyrir því vegna þess að þetta eru nokkur umskipti frá því sem þú átt að venj- ast. Taktu því með opnum huga sem fyrir þig ber og nokkru varðar að kunna að velja og hafna. KRABBINN 22. júní-23. júlí Nú er að renna upp tími nýrra hug- mynda og tilvalið að móta þær þannig að framkvæmanlegar verði. Láttu eftir þér að sinna hugðarefn- unum, líka þeim sem ekki geta talist beinlínis hagnýt. Ekki er alltaf auð- velt að sjá í fljótu bragði hvað nýtist best þegar til lengdar lætur. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Láttu þér ekki bregða þótt þú fyllist óþoli og eigir erfitt með að einbeita þér. Besta ráðið er að gera það sem ekki verður hjá komist en fresta því sem ekki sakar þótt bíði betri tíma. Leggðu umfram allt ekki árar í bát, þetta gengur fljótt yfir og þarf ekki að hafa neitt slæmt i för með sér. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þér ættu að gefast ýmis tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Líklegt er að þú komir þér og öðrum á óvart með því að ráða mun betur en vænta má að óreyndu við verkefni sem þér verður falið. Treystu því ekki að umbunin komi sjálfkrafa, hikaðu ekki við að ganga eftir henni. STEINGEITIN 22. des.-20.jan. Hugur þinn verður væntanlega mjög bundinn við krefjandi og áhugavert viðfangsefni. Ekki er heldur ólíklegt að það taki meiri tíma en gott þyk- ir. Þú verður að reyna að sigla milli skers og báru. Ógætileg orð eða vanhugsaðar athafnir gætu hæglega komið af stað sprengingu. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Láttu þessa viku fyrst og fremst ein- kennast af umhyggju fyrir sjálfum þér. Þér er hollt að rækta garðinn þinn, í hverju sem það kann að vera fólgið, en það veistu best sjálfur. Fylgir þú þessu ráði geturðu vænst þess að eflast að visku og þroska og af slíku er aldrei nóg. Fiskum er ýmislegt til lista lagt og margir þeirra fást við hin ólíkustu verkefni samtímis. Árni Johnsen alþingismaður og Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar og stjórnandi Póly- fónkórsins, eru meðal fiskanna. 56 VIKAN 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.