Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 54
Hvernig mamma náði í pabba ur á leiðinni. Maðurinn minn ætti að koma á hverri stundu og þá verður allt í lagi með okkur.“ Hún sagði mömmu frá sænsk- amerískri atvinnumiðlun og þar skildi hún við hana. Mamma var þarna með tólf öðrum „græningjum“ sem biðu eftir verndarengli sem snerti þær með töfrasprota og breytti þeim í milljónamæringa á stundinni. Mamma kunni bara níu orð í ensku en hún kunni að blanda saman alls konar efnum og hræra svo úr varð mesta lostæti. Brátt fann brostið hjarta hennar frið innan um potta og pönnur í gríðarstóru eldhúsi á fimmta stræti í New York. Hún var nú aðstoðarmatreiðslukona hjá íjöl- skyldu af gamalli amerískri ætt, sem átti til skyldleika að telja við Vander- biltana. En hjarta hennar var ennþá á rauð- og hvítmáluðu prestssetri handan Atlantshafsins og hún var alltaf að velta fyrir sér hvernig nýja ráðskonan hans séra Franzon væri. Skyldi hún lika gera tilraun til að verða frú Franzon? Að einni viku liðinni settist mamma niður og skrifaði pabba mjög óper- sónulegt bréf þar sem hún lét hann vita að hún hefði náð höfn heil á húfi. Hún skrifaði heimilisfang sitt mjög greinilega. Svo beið hún. Mánuðir liðu og loksins kom bréf frá pabba. Mamma stakk því í svuntuvasann sinn án þess að opna það og beið þolinmóð þar til eftir hádegi. Þá gat hún sest niður í borð- stofu þjónustufólksins og lesið það i ró og næði. Kæra María! Haustið hér í Svíþjóð hefur verið mjög rigningasamt. Það hafa bara verið tveir sólskinsdagar undanfarinn mánuð. Ávaxtasúpan, sem þú bjóst til áður en þú fórst, var mjög góð. Ég borð- aði hana á hverjum degi í tvær vikur. Heilsufar mitt er ekki upp á það besta þar sem nýja ráðskonan mín kyndir of mikið og fyrir bragðið kvef- ast ég þegar ég kem út i kuldann. Auk þess minnkar viðarstaflinn ískyggilega. Matreiðsla hennar er ekki upp á marga fiska og hún er mjög kærulaus með leirtauið. Bláu kaffíbollarnir eru allir annaðhvort skörðóttir eða eyrnalausir. Safnaðarlífið er blómlegt. Á sunnu- daginn var bættust þrjú sóknarbörn í hópinn, þar á meðal Olga Ström, nýja ráðskonan mín. Éf þú vildir íhuga þann möguleika að koma aftur og vinna fyrir mig er tilboð mitt enn til staðar! Guð blessi þig! Pontus Franzon. „Ég vona að hún brjóti allt leirtau- ið hans,“ hugsaði mamma í bræði sinni um leið og hún grét beiskum tárum. „Ég vona að hún klári viðar- staflann hans á einum mánuði og að allur maturinn brenni við hjá henni og sé svo vondur að hann fái melting- artruflanir. Tilboð hans stendur enn! Nei, ekki það tilboð. . . ALDREI. Og mamma svaraði bréfi hans skjótlega. Kæri séra Franzon! Mér þykir leitt að það skuli alltaf vera rigning í Svíþjóð. Hér í Ameríku er heiðskírt alla daga. Þetta er dá- samlegt land og ég hugsa mér að vera hér kyrr. Ef ég skyldi einhvern tímann ákveða að koma aftur og vera hjá þér kem ég ekki sem ráðskona. Láttu mig vita ef þú hefur betra tilboð fyr- ir mig. Mér líður ágætlega. Guð blessi þig líka. María. Hana nú! Þarna hafði hann það. Hann mátti hugsa hvað sem hann vildi. Þar sem þrjú þúsund mílur voru milli þeirra skipti það hana engu máli. Mamma fékk ekki fleiri bréf frá pabba. Hún sefaði hjartasorg sína, lærði ensku, keypti mikið af nýjum fötum og var næstum því hætt við að giftast pabba. Eitt ár leið. Svo var það einn fagran júnídag að aðstoðarmatreiðslustúlkan María fór í göngutúr í Central Park þegar hún hafði lokið vinnu sinni síðdegis. Sólin skein glatt á nýju sólhlífina hennar. Henni fannst hún vera eins og hefðarfrú, með peninga í veskinu og í nýjum, hvítum nýtískulegum kjól sem náði niður að ökklum en huldi ekki alveg nýju hvítu leðurskóna hennar. Hún trítlaði glöð áfram og naut aðdáunaraugnaráðs viðstaddra. Svo stansaði hún skyndilega. Á einum garðbekkjanna sat maður í gráum jakkafötum. Hann var svo líkur séra Franzon að hjarta mömmu tók við- bragð og hún starði á hann. Þá stóð maðurinn upp og gekk til hennar. „María!“ hrópaði pabbi og rétti fram báðar hendurnar. Mamma greip aðra útrétta höndina og þrýsti hana fast. Loks fékk hún málið. „Séra Franzon,“ stamaði hún. „Hvað ert þú eiginlega að gera í New York?“ „Ég á mitt sumarleyfi,“ sagði pabbi. „Mér fannst alls ekki fráleitt að nota það til að sigla yfir hafið og sjá New York. Ég hafði hugsað mér að leita þig uppi í kvöld en nú hitti ég þig hér.“ Sem betur fer átti mamma frí um kvöldið. Þau fóru á lítinn matstað sem hét „Alveg eins og heima“ og snæddu sænskar kjötbollur í kvöld- verð og röbbuðu saman. Mamma bjóst við því á hverri stundu að fá að heyra það sem hún hafði beðið eftir að fá að heyra í fimm ár. Pabbi var mjög skrafhreifinn en ekki á þann hátt sem mamma vænti. „Sjóferðin var ákaflega hressandi, María,“ sagði hann og leit fram hjá henni. „Sjávarloftið er svo sannarlega örvandi fyrir lungun.“ Víst var það rétt, en mamma hafði bara ekki allt of mikinn áhuga á lung- unum í pabba þessa stundina. „Hvernig ganga hlutirnir heima í Lapplandi?“ Mamma horfði dreym- andi út um gluggann. „Allt var í besta lagi.“ Pabbi hætti að borða og strauk á sér ennið. „Veistu hvað mér fínnst?“ sagði hann. „Bara það að vera í Ameríku kennir manni betur að meta Svíþjóð. Það er svo friðsælt þar og fólk æðir ekki um eins og brjálæðingar. Ég er alls ekki hrifinn af öllum þessum asa. Hvað í ósköpunum liggur þeim á?“ Hamingjan góða! Hann er að kom- ast í prédikunarskap núna, hugsaði 54 VIKAN 9 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.