Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 62

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 62
skólann. Þá var ég á kafi í conceptlist (hugmyndalist). í henni er meira lagt upp úr hug- myndinni en efninu. Concept- listin fellur innan ramma nýlistarinnar. Ég get nefnt einn mann sér- staklega sem hefur haft áhrif á mig en það er hann Magnús Pálsson. Hann var kennari minn í Myndlista- og handiða- skólanum. Hann benti mér á marga athyglisverða hluti og leiðir. Hann átti auðvelt með að miðla. Svissneskir listamenn hafa og haft áhrif á mig en í Sviss er mikið að gerast í myndlistinni. Helgi Þorgils Friðjónsson hefur verið góður félagi minn í gegnum tiðina. Hann hefur ekki beint haft áhrif á það sem ég er að gera en við höfum stutt við bakið hvor á öðrum.“ - Ekki getur þú lifað ein- göngu af listinni? „Nei, það get ég ekki. Ég hef fengist við allt mögulegt, verið kennari, næturvörður, layout- maður, verið í garðyrkju, kleppsvinnu og fleira. Og nú vinn ég sem leikmyndamálari hjá sjónvarpinu. Ég er vanur að þvælast i öllu mögulegu. Það hefur haft vissa kosti en ég er farinn að þreytast svolítið á þessu. Þegar maður eldist vill maður fá meiri tíma enda þá búinn að sanka að sér reynslu. En ég efast samt um að það sé hollt að fara beint út úr skólan- um og inn á eigin vinnustofu og dýfa aldrei hendinni í kalt vatn. Það hefði ekki hentað mér. Hins vegar getur baslið drepið mann og hefur raunar gert út af við margan góðan listamanninn." - En hvernig líst Kristni á listalífið hérlendis? „Listalífið er blómlegt, hér eru margir góðir listamenn og margir efnilegir. En þetta er dálítið mikið flóð og það er misjafn sauður í mörgu fé.“ - En er boðið upp á nægjan- lega góða aðstöðu? Eru sýning- arsalir nógu margir? „Það er nóg af sýningarsöl- um og þeim ágætum, það vantar kannski einn til tvo sýn- ingarsali af millistærð. Að mínu mati er heppilegra að hafa sýn- ingarnar minni og sýna þar af leiðandi færri verk. Það hefur svoiítið viljað brenna við að menn séu að sýna sömu mynd- ina í mörgum mismunandi útgáfum.“ - Hvaðan koma hugmynd- irnar að þessum verkum sem þú ert að sýna? „Þær koma úr nánasta um- hverfi mínu, fjölmiðlaheimin- um og úr eigin hugarheimi, þetta blandast svo saman.“ Kristinn fæst ekki eingöngu við olíumálverk, hann vinnur skúlptúra þar sem hann bland- ar saman alls konar efnum, náttúrulegum og gerviefnum, hann gerir dúkskurðarmyndir og hann teiknar heil ósköp. Enda segir Kristinn: „Ég er sí- fellt að prófa nýjar leiðir. List mín nær yfir fjölbreytt svið. Ég fæst við fleiri miðla en margir aðrir listamenn.“ 62 VIKAN 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.