Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 58

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 58
Rvmpa nslar til á Vikuimi Rympa brosir sínu bliöasta eftir aö hafa „skoðað" pönnuna. Hún er ekki öll þar sem hún er séð, hún Rympa. Menn skyldu gæta vel að eigum sinum þessa dagana því hún er skæð með að hirða það sem hún sér liggja á glámbekk. Reyndar segist hún að mestu halda til á ruslahaugum og láta sér góssið þar lynda, en það hefur sést til hennar snigl- ast um borg og bý. Til dæmis gómuðum við hana hér á Vikunni um daginn við að stinga á sig forláta pönnu úr eld- húsinu. En hún brosti sínu blíðasta og sagðist bara hafa verið að bera hana saman við sína eigin. Öðrum til vamað- ar látum við þó fylgja mynd af kellu og eins og sjá má er hún svosem nógu sæt og fin - enda segir hún að úr nógu sé að moða á haugunum... En eiginlega er hún Rympa persóna í nýju bamaleikriti eftir Herdísi Egilsdóttur, sem nú er sýnt á fjölum Þjóðleik- hússins. Rympa á ruslahaugnum heitir stykkið og það er einmitt á slíkum stað sem þessi ófyrirleitna kerling fær einn og annan hlutinn til að vakna til lífs. Tvö böm hitta kellu og lenda með henni í ýmsum óvæntum ævintýmm. Þetta er fjörlegur ævintýraleikur, fullur af söngvum, dansi og þul- um. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, leikmynd og búninga gerði Messíana Tómasdóttir, Jóhann G. Jóhannsson stjómar hljómsveitinni og útsetti lög Herdísar og Lára Stefánsdóttir samdi dansa. Faðir, dóttir og dótturdótti r Það er fremur óvenjuleg þrenning sem tekur þátt í sýn- ingunni. Sigríður Þorvalds- dóttir leikur Rympu en dóttir hennar, Hjördís Elín Lárus- dóttir, niu ára, leikur Rympu sem barn og ekki nóg með það heldur er faðir Sigríðar, Þorvaldur Steingrímsson, einn af hljóðfæraleikurunum i sýningunni. Þannig standa þrjár kynslóðir að ruslakerl- ingunni henni Rympu. Hvernig skyldi samstarfið hafa gengið? Nokkrar fjöl- skylduerjur? Sigríður: „Nei, þvert á móti, það hefur verið mikið fjör hjá okkur. Það er óskap- lega gaman að hafa þau bæði með í sýningunni." - Hvers konar fyrirbæri er hún Rympa? „Rympa er svolítið ófyrir- leitin kerling, persónugerv- ingur hins óæskilega félagsskapar. Hún er nokkuð vandmeðfarin, er allan tím- ann inni á sviði og ef hún er alltaf jafnsvakaleg þá verður hún leiðinleg. Þess vegna þarf að reyna að fara milliveginn, gera hana líka skemmtilega og skrýtna en án þess að börnunum finnist hún æskileg persóna til eftirbreytni." - Hjördís, hefur þú leikið með inömmu áður? „Rympa litla var ekkl svo vond innst inni.“ 58 VIKAN 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.