Vikan


Vikan - 26.02.1987, Síða 58

Vikan - 26.02.1987, Síða 58
Rvmpa nslar til á Vikuimi Rympa brosir sínu bliöasta eftir aö hafa „skoðað" pönnuna. Hún er ekki öll þar sem hún er séð, hún Rympa. Menn skyldu gæta vel að eigum sinum þessa dagana því hún er skæð með að hirða það sem hún sér liggja á glámbekk. Reyndar segist hún að mestu halda til á ruslahaugum og láta sér góssið þar lynda, en það hefur sést til hennar snigl- ast um borg og bý. Til dæmis gómuðum við hana hér á Vikunni um daginn við að stinga á sig forláta pönnu úr eld- húsinu. En hún brosti sínu blíðasta og sagðist bara hafa verið að bera hana saman við sína eigin. Öðrum til vamað- ar látum við þó fylgja mynd af kellu og eins og sjá má er hún svosem nógu sæt og fin - enda segir hún að úr nógu sé að moða á haugunum... En eiginlega er hún Rympa persóna í nýju bamaleikriti eftir Herdísi Egilsdóttur, sem nú er sýnt á fjölum Þjóðleik- hússins. Rympa á ruslahaugnum heitir stykkið og það er einmitt á slíkum stað sem þessi ófyrirleitna kerling fær einn og annan hlutinn til að vakna til lífs. Tvö böm hitta kellu og lenda með henni í ýmsum óvæntum ævintýmm. Þetta er fjörlegur ævintýraleikur, fullur af söngvum, dansi og þul- um. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, leikmynd og búninga gerði Messíana Tómasdóttir, Jóhann G. Jóhannsson stjómar hljómsveitinni og útsetti lög Herdísar og Lára Stefánsdóttir samdi dansa. Faðir, dóttir og dótturdótti r Það er fremur óvenjuleg þrenning sem tekur þátt í sýn- ingunni. Sigríður Þorvalds- dóttir leikur Rympu en dóttir hennar, Hjördís Elín Lárus- dóttir, niu ára, leikur Rympu sem barn og ekki nóg með það heldur er faðir Sigríðar, Þorvaldur Steingrímsson, einn af hljóðfæraleikurunum i sýningunni. Þannig standa þrjár kynslóðir að ruslakerl- ingunni henni Rympu. Hvernig skyldi samstarfið hafa gengið? Nokkrar fjöl- skylduerjur? Sigríður: „Nei, þvert á móti, það hefur verið mikið fjör hjá okkur. Það er óskap- lega gaman að hafa þau bæði með í sýningunni." - Hvers konar fyrirbæri er hún Rympa? „Rympa er svolítið ófyrir- leitin kerling, persónugerv- ingur hins óæskilega félagsskapar. Hún er nokkuð vandmeðfarin, er allan tím- ann inni á sviði og ef hún er alltaf jafnsvakaleg þá verður hún leiðinleg. Þess vegna þarf að reyna að fara milliveginn, gera hana líka skemmtilega og skrýtna en án þess að börnunum finnist hún æskileg persóna til eftirbreytni." - Hjördís, hefur þú leikið með inömmu áður? „Rympa litla var ekkl svo vond innst inni.“ 58 VIKAN 9. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.