Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 55
mamma en upphátt sagði hún: ,,Það liggur víst í blóðinu. Bráðum byrjar þú á sama æðinu og finnst það bara ágætt eftir að þú venst því.“ „Ég er viss um að ég hefði ekki gaman af því,“ hreytti pabbi út úr sér. Mamma var líka viss um það. Pabbi talaði um Lappland, um kirkjuna, fólkið og loks prestssetrið. Hann segir það á hverri stundu nú, hugsaði mamma. Henni til mikilla vonbrigða minnti hann hana bara á tilboðið sem hann hafði gert henni vordaginn góða endur fyrir löngu. „Þú munt ætíð eiga heimili hjá mér. Komdu nú aftur, María,“ bað hann hana. „Mér er alltaf illt í mag- anum vegna afleitrar matreiðslu. Húsgögnin mín eru rispuð. Ég er búinn að senda ráðskonuna mína i ævilangt frí. Allt hefur gengið á aftur- fótunum síðan þú fórst.“ Hjartað í mömmu söng. Ef þetta var ekki ást, hvað var það þá? Hún gerðist djörf. „Séra Franzon,“ sagði hún blátt áfram. „Ég fer ekki með þér aftur til gamla landsins nema sem kona þín.“ Pabbi tók andköf. „En mig langar hvorki til að giftast þér né neinni annarri konu. Þar að auki ert þú of ung og við mundum kannski eignast börn. Þau myndu ónáða mig þegar ég þarf að semja ræður.“ „Bull og vitleysa,“ svaraði mamma ennþá djarfari. „Heldur þú að ég gæti ekki ráðið við hálfa tylft af börn- um meðan þú værir að vinna?“ „Hálfa tylft?“ Pabbi saup hveljur. „Yrðu þau það mörg?“ „Hver veit?“ Mamma varð tvíræð á svipinn. „Ég gef þér frest þar til á morgun til að hugsa málið.“ Hún hafði ekki hugsað sér að biðja hans en allt var leyfilegt í ást og stríði! Þar að auki vissi aumingja maðurinn ekki hvað var honum fyrir bestu. Þrátt fyrir þann kjark, sem mamma hafði sýnt, var hún svolítið áhyggju- full. Hún vissi að pabbi var afar staðfastur maður og að hann var ekki líklegur til að skipta um skoðun ef hann hafði tekið eitthvað í sig. En næsta morgun játaðist pabbi henni og það var ákveðið að láta athöfnina fara fram næsta fimmtu- dag. Mamma var alveg himinlifandi. Nú gat hún lagt hönd sína á arm hans og kallað hann Pontus! Hann hafði ekki kysst hana ennþá en hún var í þann veginn að verða prestsfrú. En fimmtudagurinn rann upp og pabbi var veikur. Þessi andlega bar- átta hafði orðið honum ofraun. Aumingja mamma varð að bíða einn dag enn. Og jafnvel þá var pabbi fölur og miður sín þegar hann stóð fyrir framan prestinn með Maríu við hlið sér. „Pontus Agúst Franzon, er það einlægur ásetningur þinn að giftast konunni Maríu Ferré sem hjá þér stendur?“ Svitinn perlaði á enni pabba. „Nei, ætli það,“ sagði hann. „Ég er ekki alveg viss. Ég ætlaði bara að fá hana fyrir ráðskonu.“ Mömmu vonglaða og kjarkmikla hjarta skalf. „Pontus,“ hvíslaði hún án þess að horfa á pabba. „Ég aðvara þig. Ég hélt að minnsta kosti að þú værir maður sem stæði við orð sín!“ Presturinn neitaði að halda áfram með giftinguna. „Hjónaband er heilagt og alvarlegt sakramenti. Það ætti enginn maður að ganga í hjónaband af léttúð.“ Hann gaut augunum til pabba. ,;Vígður prestur ætti nú að vita það. Ég verð að biðja ykkur að bíða þar til þið eruð bæði viss.“ Þar sem þau stóðu fyrir utan prestssetrið horfði mamma fast og lengi á pabba og svo, í staðinn fyrir að gráta eins og hana langaði mest til, sagði hún með fullum virðuleika og fyrirlitningu í svipnum: „Ég hafði hugsað mér þig sem mína kórónu. En þú ert það ekki. Þú ert bara gamall, slitinn húfuræfill. Ég held að það væri best fyrir okkur bæði að sjást aldrei framar.“ Mamma snerist á hæli og gekk snúðugt niður götuna eins og stolt- asta prestsfrú hefði gert. Pabbi starði á eftir henni. Þetta var sú Maria sem hann hafði aldrei fyrr séð. Augu hennar höfðu brennt hann eins og glóandi kol. Hún hafði verið bálreið en samt virðuleg. Aldrei hafði hún verið jafnfalleg og töfrandi. Fæt- ur hans hreyfðust ekki en kalda, harða piparsveinshjartað bráðnaði í barmi hans og rann niður götuna á eftir henni. „Undarlegt!“ Hann talaði upphátt við sjálfan sig. „Ég elska Maríu og mér finnst hún yndisleg stúlka. Hún má ekki sleppa úr greipum mér.“ Hann hringdi strax næsta morgun í mömmu. „María,“ sagði hann sömu röddu eins og hann væri að prédika. „Ég uppgötvaði nokkuð í gær.“ „Er það, já?“ sagði mamma og var ekki í skapi til að taka þátt í neinum sjmrningaleik. „En sniðugt af þér. Ég hef sagt þér, séra Franzon, að ónáða mig ekki framar.“ En pabbi hélt áfram eins og hann hefði ekki heyrt orð af því sem hún sagði. „Þú hefur þau fegurstu bláu augu sem ég hef nokkurn tímann séð og ég elska þig.“ Mamma varð alveg agndofa. Séra Franzon var ekki vanur að slá gull- hamra. Rödd pabba varð lág og auðmjúk. „María,“ sagði hann blíðlega, „vilt þú ekki segja mér hvort þú elskar mig líka?“ Þetta var mömmu ofviða. Hvað gat hún gert annað en svarað honum í einlægni? „Þú ert sá einkennilegasti og stæri- látasti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnst og ég skil ekkert í þér. En ég elska þig, Pontus Franzon, þó ég viti ekki alveg með vissu hvort ég vil giftast þér eftir það sem kom fyrir í gær.“ „Svona,“ sagði pabbi, „við skulum ekki sóa tímanum. Við verðum að gifta okkur strax og við getum kom- ið því í kring.“ Þann sama dag klukkan tvö var mamma orðin frú María Franzon. Hún var að springa af hamingju. Eini gallinn var að hún varð að yfir- gefa þetta nýfundna land með öllum sínum glæsilegu tækifærum fyrir mat- reiðslukonu á borð við hana. „Við komum hingað aftur, við Pontus og allir litlu Franzonarnir,“ hét hún sjálfri sér. Það tók mömmu sextán ár að fá pabba til að taka þá ákvörðun. Og á þeim tíma hafði hún eignast átta óskabörn. Sögulok. 9. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.