Vikan


Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 26.02.1987, Blaðsíða 42
D R A U M A R RÓFUR Kæri draumráðandi. Mig langar til að fá þennan draum ráðinn. Mér fannst ég ætla að fara að umpotta blóm og þegar ég tók það úr pottinum komu í Ijós þrjár rófur. Meira var það ekki. Með fyrirfram þökk. D. Draumurinn bendir til þess að eitthvað þrennt, fólk eða atburðir, sem þú hafðir ætlað þér eitthvað stórt með en afskrifað, muni reyn- ast þér mjög vel eða verða þér til góðs. Hann boðar bæði ánægju og gagn og er fyrirboði betri tíð- ar. Þú hefur haft talsvert fyrir þessu á sinum tima en ekki þúist við neinu úr þessari átt. Breytingar munu verða á lífi þínu í kjölfarið og eitthvað frekar lítilvægt sem þú hefur verið að sinna mun víkja fyrir þessu. LEIÐIÍ KIRKJUGARÐI Kæri draumráðandi. Mig hefur nýlega dreymt mjög sérkennilegan draum sem mér finnst að tákni eitthvað og hefði gaman af þvi að þú réðir hann fyrir mig. Draumurinn var svona: Ég var í heimabæ mínum og pabbi minn kom til mín og bað mig að koma með sér því hann vildi sýna mér dálítið og allt í einu erum við komin í gamlan kirkju- garð. Þetta var um kvöld og allt dimmt en samt virtist eitt leiðið vera eins og í birtu því það var langmest áberandi. Leiðið var samt eins og ferkantað í laginu, ekki venjulegt leiði. Allt í einu var pabbi horfinn og ég alveg ein. Ég gekk að þessu skrýtna leiði og þá stóðu þar upp úr sjö mannshöfuð. Ég man ekki eftir nema tveimur andlitum en þau voru öll mjög ófríó og sum eins og afmynduð. Og allt í einu segir ókunn rödd: „Þú átt nú eftir að sjá margt ógeðslegra en þetta." Andlitin, sem ég tók sérstaklega eftir, voru bæði andlit gamalla manna. Ég beygði mig fram til þess að skoða höfuðin betur (þessi tvö) en þá vaknaði ég. Ég vil taka það fram að ég var ekki hrædd í draumnum (hrökk samt við þegar ég vaknaði) svo þetta var ekki martröð. Mér finnst hann hljóti að tákna eitthvað, þessi draumur, og vil endilega fá hann ráðinn. Með fyrirfram þökk. Sig. Já, þetta er sérkennilegur draumur en ekki eins mikill óhugnaður og ætla mætti. Draum- urinn táknar einhvers konar endurnýjun og ný tækifæri. Ef til vill mætti tengja töluna sjö eitt- hvað við, tvennt finnst þér vert að skoða betur en þú ert að vissu /eyti hikandi vegna þess að þú ert að leggja út á nýjar brautir sem eru þér að mörgu leyti ókunnar. AÐÉTA PÖDDUR Kæri draumráðandi. I nótt dreymdi mig einkennileg an draum sem mig langar afskap- lega mikið að fá ráðningu á. Svo var mál með vexti að mér fannst ég vera að borða brauð og það var allt vaðandi í pöddum þannig að nú langar mig að spyrja hvað það merkir að éta pöddur. S. Þessi draumur merkir hreinlega að þú yfirbugir leiðindakjaftagang og kjaftaskjóður með því að láta ekki bjóða þér hvað sem er og þó að það fari kannski ekki vel með þig, þú takir þetta allt nærri þér, finnur þú með sjálfri þér að þú hefur gert rétt að sitja ekki þegj- andi undir röngum sökum og rógburði. HRINGUR AF FIIVIGRI Kæri draumráðandi. Mig langar svolítið að fá ráðn- ingu á draumi eða draumhluta. Þannig er mál með vexti að ég er með hring sem ég hef ekki náð af mér í hátt á annan áratug en hann meiðir mig svo sem ekkert, enda sléttur og einfaldur giftingar- hringur. Um daginn fannst mér ég samt losa hann léttilega og það einmitt eftir aó ég var búin að segja að ég næði þessum hring aldrei af og tæki hann aldrei ofan. Kæri draumráðandi, ég hef dá- litlar áhyggjur af þessum draumi, viltu ráða hann fyrir mig? B. Þú þarft i sjálfu sér ekki að ha, áhyggjur. Það þykir að vísu líti gott að týna hring en þú tóki hann bara sjálf af þér i draumnui og draumráðanda þykir líklegt a þetta merki einfaldlega það a eitthvað sé að losna um hjóna bandið hjá þér um lengri eó skemmri tima og það af þínur eigin völdum. Til eru þeir sem túlka svon drauma sem velgengni i viðskipt um en draumráðanda þykir si ráðning ólíklegri. 42 VIKAN 9. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.