Vikan


Vikan - 26.02.1987, Síða 44

Vikan - 26.02.1987, Síða 44
Næstu dagar eru aldeilis skemmtilegir, bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Á bolludaginn háma allir í sig rjómabollur með súkkulaði. Á sprengidaginn er það saltkjöt með baunum - túkall og loks er öskudagurinn. Það er alltaf að aukast að krakkar klæði sig í furðuföt á öskudaginn og máli sig í framan. Sumir eiga grímubún- inga eða geta fengið þá lánaða en aðrir þurfa að finna upp á einhverju sniðugu til að vera í. Það er aldeilis hægt að láta hugmyndaflugið ráða og nota næstum hvað sem er í búninginn, gömul föt, tusk- ur, poka, kassa, svamp og svo framvegis. Á mörgum heimilum eru til gömul föt sem hægt er að nota. Munið bara að biðja um leyfi áður en þið hefjið framkvæmdirn- ar svo að þið skemmið ekkert sem á að nota síðar. Þó að veðrið hafi verið óvenjugott í vetur skuluð þið vera við öllu búin ef þið ætlið að vera úti í búningnum ykkar. Klæðið ykkur því vel. Það er hægt að vera í búningi utan yfir ykk- ar venjulegu fötum, búa til skikkju yfir úlpuna og skreyta hatta og húf- ur. Vefjið marglitum slæðum utan um hatt eða festið hattinn á kollinn með slæðu, þá fýkur hann ekki út í loftið. Kíkið í tískublöð hjá mömmu eða frænku og fáið hugmyndir. Próf- ið að vefja treflum og klútum um höfuðið, kannski mörgum í einu, og sjáið hvað það getur komið skemmti- lega út. Finnið garnafganga, búið til alla- vega lita dúska og saumið á húfu. Úr garni er líka hægt að búa til hár- toppa og fléttur og þá er auðveldast að festa toppinn eða fléttuna á húfu. Gleraugu Ef þið eigið grímu notið þið hana en það er líka gaman að hafa skraut- leg gleraugu. Gömul gleraugu, sem glerin vantar í, eru tilvalin. Sumir eiga flott sólgleraugu og þeir sem nota gleraugu daglega geta breytt þeim með því að krumpa álpappír og setja á umgjörðina. Með andlitsfarða er hægt að breyta sér ótrúlega. í búðunum fæst andlits- málning fyrir krakka og kannski fáið þið lánað málningardótið hjá mömmu. En notið alls ekki tússliti, þeir fara illa með húðina og það er hræðilega erfitt að ná þeim af. Þið getið málað freknur, skegg og fleira, allt eftir því hvað þið ætlið að vera. X 44 VIKAN 9. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.