Vikan


Vikan - 26.02.1987, Side 12

Vikan - 26.02.1987, Side 12
Jahn Teigen Tónlistarstjama, truður, leikari og brjálaður maður! Myndir: Valdís Úskarsdóttir Það eru ekki margir íslendingar sem kunna einhver skil á Jahn Teigen og fæstir hafa gert sér grein fyrir hvern mann hann hefur að geyma. Norsk popptónlist hefur ekki átt upp á pallborðið hjá almenningi á íslandi. Þess vegna hefur Jahn ekki hlotið þá kynningu hér sem nægði til þess að fólk færi að veita honum eftirtekt. En þeir fáu sem hafa veitt honum raun- verulega athygli vita að hann er mjög svo óvenjulegur maður. Jahn Teigen hefur gert um það bil allt sem hægt er að gera á sviði og meira en það, ef svo má að orði komast. Frumleiki hans er svo mikill og hugmyndaflug- ið svo sterkt að honum virðast engin takmörk sett. Jahn var lengi eina poppstjarnan sem Noregur átti. Fólkið elskaði hann. Og það elskar hann ennþá. Þótt nú séu komnar til sögunnar nýjar stjörnur hefur vegur Jahns Teigen ekki farið minnkandi. Jahn hefur auk þess að starfa á sviði staðið að kvik- myndagerð. Leikhópurinn Prima Vera, sem Jahn var meðlimur í, gerði kvikmynd sem varð sú vinsælasta sem þar hafði verið sýnd í mörg ár. Fyrir skömmu var Jahn staddur hér á landi við upp- töku á sjónvarpsþáttunum Halló Skandinavía. Þessir þættir eru gerðir af danska, sænska og norska sjón- varpinu og er Jahn umsjónarmaður norska hlutans. Jahn hefur mikið komið við sögu norska sjónvarpsins og tekið þátt í að gera ýmsa skemmtiþætti þar. Hann er giftur norskri söngkonu og tónskáldi, Anitu Skorgan. Þau eiga eina dóttur, Söru, sem er tveggja og hálfs árs. Þeir eru áreiðanlega margir sem muna eftir því þegar Jahn Teigen keppti fyrst í Eurovision söngvakeppninni. Hann gerði gott grín að þessari keppni, bæði með fram- komu sinni og laginu. Hann hlaut núll stig fyrir vikið. 12 VIK A N 9. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.