Vikan - 12.03.1987, Side 4
Þeir eru bara eins og Jesús, sagði róleg
rödd við eyrað á mér.
Ha, sagði ég undrandi og sneri mér við.
Gangandi svona á vatninu, sagði gamla
konan og horfði píreygð út á Tjörnina
Þú segir nokkuð, sagði ég og svo horfð-
um við svoldið á fuglana.
Þeir eru svoldið gráir og óhamingju-
samir, sérílagi svanirnir, bætti ég við eftir
dágóðastund.
Hver væri það ekki, búandi í svona
drullupolli? sagði gamla konan.
Já, það er dálítið skítugt hjá þeim,
samsinnti ég, tók ljósið, skerpti fókusinn
og smellti af.
Það lagast kannski eitthvað þegar app-
elsínugulu tvífætlingarnir úti við Iðnó
verða búnir að sigta Tjörnina, sagði ég
og sneri mér að þeirri gömlu.
Hún var horfin. Tvífætlingarnir óðu
brauðsúpuna í mið læri. Endurnar görg-
uðu og svanirnir görguðu líka. Eg hef
aldrei skilið þetta með svanasöng á heiði.
Að vísu hef ég aldrei verið uppi á heiði
en ég hef setið við einmanalega tjörn
íjarri öllum skarkala og horft á drifhvíta
svani synda um - gargandi.
Einhver sem hefur ekki haft hundsvit
á fuglum hefur einhvern tíma legið ein-
hvers staðar uppi á heiði, hulinn háu
grasi og heyrt fuglasöng. Risið upp við
dogg og séð hvítan hest skeiða hjá
- svaaaanuuurinnn minn syngur.
Svo axlaði ég þrífótinn, gekk út að
Hljómskála og svanirnir görguðu mér á
bak.
Texti og myndir:
Valdís Úskarsdóttir
4 VI KAN 11. TBL