Vikan - 12.03.1987, Qupperneq 10
11. tbl. 49. árg. 12.-18. mars 1987. Verð 150 krónur.
FORSIÐAN
RODD RITSTJÓRNAR
I ÞESSARIVIKU
Katrín Fjeldsted lifir fjölbreyttu
lífi sem stjórnmálamaður, heimil-
islæknir og húsmóðir. Frá því
segir hún hér í blaðinu. Valdís
Óskarsdóttir, Ijósmyndari Vik-
unnar, náði að festa hana á filmu
milli funda.
ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf.
RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir.
BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs-
dóttir, Hlynur Örn Þórisson,
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Unnur Úlfarsdóttir.
LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars-
dóttir.
ÚTLITSTEIKNARI:
Hilmar Karlsson.
RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11,
SÍMI (91) 2 70 22.
AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R.
Andersen.
AFGREIÐSLA OG DREIFING:
Þverholti 11, sími (91) 2 70 22.
PÓSTFANG RITSTJÓRNAR,
AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR:
Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð
í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð:
500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13
tölublöð ársfjórðungslega eða
3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs-
lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram.
Gjalddagar nóvember, febrúar, maí
og ágúst. Áskrift i Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Þórunn
Gestsdóttir
ritstjóri
4
Valdís Ijósmyndari á vappi við Tjörn-
ina.
Rætur
Við Islendingar búum í rótgrónu
ættasamfélagi. Nánast hver maður
getur rakið ættir sínar tvo þrjá ætt-
liði. Að þekkja og finna hvar
ræturnar liggja skapar okkur sér-
stöðu. Fyrir nokkrum árum greip
um sig mikið fár víða um heims-
byggðina þegar stórir hópar ein-
staklinga hófu leit að uppruna
sínum. Mátti að einhverju leyti
rekja þetta fár til skáldsögu um
fyrirbærið og sjónvarpsframhalds-
flokks sem hét einfaldlega Rætur.
i Reykjavík og nágrenni býr
helmingur þjóðarinnar. Stór hópur
íbúa höfuðborgarinnar hefur búið
í mannsaldur í borginni en talar
samt alltaf um að fara heim þegar
horfið er til ættarsetra eða æsku-
slóða fyrri kynslóða. Jón Jónsson,
sem fæddist á Hóli á heimaslóð,
kennir sig alltaf við hólinn þótt
hann hafi alið allan sinn aldur í
Reykjavík.
Kannski eru rótatengslin svo
sterk að eigi megi slíta því upp-
runanum er tengd festa í huga
flestra.
Átthagafélög eiga ítök I fólki og
dafna vel í Reykjavík. Árnesingar í
Reykjavík halda saman og svo gera
einnig Þingeyingar. En Reykvík-
ingar? Þeir eiga líka sitt átthagafé-
lag sem er Reykvíkingafélagið. Til
að fá inngöngu i það samfélag
þarf viðkomandi einstaklingur að
hafa búið í Reykjavík í fjörutíu ár.
Það er langur meðgöngutími en
kannski skiljanlegur í rótföstu
ættasamfélagi eins og okkar.
En Reykvíkingareiga sínardjúpu
rætur í höfuðborginni. Einn þeirra
er Katrín Fjeldsted, læknirog borg-
arfulltrúi i Reykjavík. For-
feður hennar hafa sett svip á bæjar-
lífið í hundruð ára. Ömmubróðir
hennar, Páll Einarsson, var
fyrsti borgarstjóri Reykjavikur. Hún
er miðbæjaríhald að eigin sögn.
Viðtalið við Katrínu varð tilefni
hugleiðinga um ræturnarsem okk-
ur eru mikils virði.
6
BlaðamennVikunnar (Hlynurlíka)
flettu tískublöðum og völdu sér vor-
dragtir.
8
Vísnasöngkonan hressa, Bergþóra
Árnadóttir, er nafn Vikunnar I þetta
sinn.
12
Eru lestrarörðugleikar algengir á ís-
landi? Hvernig er ástandið í heimin-
um I heild? Óhugnanlegar upplýsing
ar.
20
Eiður Eiðsson, matreiðslumaður veit-
ingastaðarins Við Tjörnina, töfrar
fram Ijúffengan fiskrétt I eldhúsi Vik-
unnar.
24
Hinn þekkti Columþo, alías Peter
Falk, fer úr frakkanum og sýnir sinn
innrimann.
30
Við drögum fram í dagsljósið ýmis-
legt um skuggabaldra, skoffin og
fleiri hindurvitni.