Vikan


Vikan - 12.03.1987, Page 11

Vikan - 12.03.1987, Page 11
I NÆSTU VIKU „Ég er miðbæjaríhald og rótgróinn Reykvíkingur í margar kynslóðir," segir Katrín Fjeldsted, læknir og borgarfulltrúi, í Vikuviðtalinu. 44 Að vanda er barnaglaðningurinn á sínumstað, í Barna-Vikunni. 48 Á handavinnusíðunni eraðfinna uppskrift að peysu sem er ólík öllum öðrum peysum. 58 Þarftu að byrgja hjá þér gluggann eða viltu bara skreyta hann? 52 í tilefni dagsins. Fyrsta smásaga vísnasöngkonunnar Bergþóru Árnadóttur á prenti. 60 Guðrún Tryggvadóttir myndlistar- kona hóf myndlistarnám sextán ára gömul. Hún segir frá sjálfri sérog list- inni í hressilegu spjalli. STEINGRÍMUR HERMANNSSON forsætisráð- herra hefur frá mörgu að segja í næsta Vikuvið- tali. Steingrímur hefur á stundum verið umdeildur í starfi sínu en þrátt fyrir það hefur hann notið almennra vinsælda. Hann þykir koma til dyranna eins og hann er klæddur og hér verð- ur engin undantekning þar á. MÁLSHÆTTIR eru vinsælt málfarspunt. Stund- um vill þó brenna við að þeir vefjist ögn fyrir mönnum og úr verði hálfgerðar ambögur. í næstu Viku leikum við okkur dálítið með máls- hætti og fáum þekkt fólk til liðs við okkur. YFIRSKILVITLEG EFNI hafa löngum heillað mannkynið. Hið óþekkta dregur jafnan að sér athygli. Islendingar hafa lengi átt drauga að kljást við og fjölmargir hafa lent í atburðum sem erfitt er að skýra. En þótt margir hafi hugað að þessum efnum má segja, eins og í svo mörgu, að þar sé enn flestu ósvarað. ÓÁNÆGJUKÓRINN. - Launþegar? Onei, gam- anleikur sem Leikfélag Reykjavíkur er að æfa um þessar mundir. Blaðamaður og Ijósmyndari snigluðust um að tjaldabaki og urðu margs vísari. Nafn Vikunnar: Sólmundur Einarsson. Lesendur skrifa: Gunnar Bender. I tilefni dagsins: Smásaga Bergþóru Árnadóttur. Og margt fleira fróðlegt og skemmtilegt verður í næstu Viku.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.