Vikan


Vikan - 12.03.1987, Síða 23

Vikan - 12.03.1987, Síða 23
Michael J. Fox í nýjustu kvikmynd sinni, Family Ties. MíchaelJ.Fox Ef einhver leikari hefur fengið byr undir báða vængi með sinni fyrstu mynd þá er það Michael J. Fox sem hóf feril sinn fyrir alvöru í Back to the Future. Sem unglingurinn, er fór aftur í fortíðina og lenti í vamarstöðu gagnvart móður sinni, sem fékk ást á þessum myndarlega unglingi, sló hann svo sannarlega í gegn og nrynd- in varð ein allra vinsælasta mynd síðari ára. Fox hefur ekkert verið að flýta sér að fylgja þessum vinsíeldum eftir. Uppalinn i Vancouver í Kanada þótti hann enginn fyrinnyndamem- andi samkvæmt eigin sögn og kláraði ekki skólann en hélt vestur í leit að frama á sviði leiklistar, þótt ekkert i fortíð hans gæfi til kynna að hann ætti framtíð fyrir sér á því sviði. Bjartsýni hafði hann aftur á móti nóg af og sú staðreynd að það skemmtilegasta, sem hann gerir, er að fá annað fólk til að hlæja hefur hjálpað honum á framabrautinni. Nýlega var frumsýnd vestra ný mynd með Michael J. Fox í aðal- hlutverki. Family Ties nefnist hún og er forvitnileg svo ekki sé rneira sagt. Þetta er gamanmynd, þótt leik- stjóri myndarinnar, Paul Schrader, sé þekktur fyrir annað en gaman- myndir. Fox leikur gítarleikara (hann var einnig gítarleikari i Bach to the Fut- ure). Þegar hann er ekki að leika á bar einum á hann i vandræðum með að gera upp hug sinn til tveggja kvenna, móður sinnar, sent er mjög trúuð, og ógiftrar móðursystur. Það er Gene Rowlands er leikur móður hans og Joan Jett leikur móðursyst- urina, í sinni fyrstu mynd. Myndbönd THE VERDICT ★ ★ ★ ★ Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalleikarar: Paul Newman, Charlotte Rampling og James Mason. Sýningartími: 123 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Sidney Lumet hefur á árangursríkum ferli sent frá sér margar úrvalskvik- myndir. The Verdict hlýtur að teljast með þeim bestu. Paul Newman leikur lögfræðing sem er á hraðri niðurleið eftir að hafa sett sig upp á móti tengda- föður sínum. Hann fær það verkefni að leita réttar stúlku sem hefur orðið fórnarlamb mistaka lækna. Sjúkrahúsið býður háa peningaupphæð í skaða- bætur til þess að málið verði þaggað niður. Lögfræðingurinn ftnnur til með sjúklingnum og gegn ráðum vinar síns ákveður hann að sækja málið fyrir rétti og gera þar með opinber þau alvarlegu mistök sem ollu því að stúlkan getur varla talist lifandi... The Verdict er áhrifamikil úrvalsmynd sem tek- ur á máli sem yfirleitt er farið í felur með. Paul Newman sýnir magnaðan leik og hrífur áhorfandann með sér í þrunginni leit að sannleikanum. The Verdict er mynd sem enginn á að láta fram hjá sér fara. AÐ YFIRLÖGÐU RÁÐI (Deliberate Stranger) ★ ★ Leikstjóri: Marvin J. Chomsky. Aðalleikarar: Mark Harmon, Frederick Forrest og Glynnis O’Conner. Sýningartimi: ca. 4 klst. (2 spólur). - Útgefandi: Laugarásbíó. Theodore Bundy er einhver mesti íjöldamorðingi sögunnar. Þegar hann náðist, 1974, var talið að hann hefði framið þrjátíu og sex morð. Oll voru fórnarlömbin ungar stúlkur og hafði þeim verið nauðgað áður en þær voru drepnar. Að yfirlögðu ráði segir frá Ted Bundy sem þótti efnilegur lögfræði- nemi. Það sem gerir lögreglunni erfiðast fyrir er að Bundy fór úr einu fylkinu í annað í leit að fórnarlömbum og það er ekki fyrr en hann næst að upp kemst að margir lögreglumenn í einum þremur fylkjum hafa verið að vinna að sama málinu án þess að vita hver af öðrum. Að yfirlögðu ráði er helst til of löng, söniu hlutirnir oft endurteknir. Samt er þetta raunsæ lýsing á fimm ára blóðugum ferli Bundys. Megingallinn er sá að áhorfandinn fær aldrei þá tilfinningu að hann sé slíkur fjóldamorðingi. Hlýtur að hafa verið geð- veikur þótt lítið sé farið inn á það svið. NOW YOU SEE HIM, NOW YOU DON’T ★ ★ Leikstjóri: Robert Butler. Aðaileikarar: Kurt Russel, Cesar Romero, Joe Flynn. Sýningartími: 85 mín. - Útgefandi: Bergvík hf. í dag er Kurt Russel þekktur leikari sem aðallega leikur í ævintýra- og spennumyndum. Aður en hann tók til við leik í slíkum myndum var hann táningastjarna hjá Walt Disney fyrirtækinu og lék í nokkrum léttvægum gamanmyndum oger Now You See Him, Now You Don'teinþeirra. Söguþráðurinn er ekki merkilegur. Russell leikur upgan skólanema sem af tilviljun uppgötvarefni sem gerir menn ósýnilega. Óprúttinn viðskiptajöfur vill breyta skólanum í spilavíti og til að forðast slíkt kemur meðalið að góðum notum. Það má hafa saklaust gaman af þessari mynd sem erein- kennandi gamanmynd frá Walt Disney. Meira er byggt á fyndnum atriðum en heildarútkomu og ekkert atriði er fyndnara en þegar skólastjórinn setur vallarmet í golfi þótt aldrei hafi hann snert golfkylfu áður. Að sjálfsögðu er það gert með hjálp Russels sem er ósýnilegur þá stundina. BAD MEDICINE ★ Leikstjóri: Harvey Miller. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg, Alan Arkin og Julie Hagerty. Sýningartími: 97 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Það er leitt til þess að vita að jafnágætur leikari og Steve Guttenberg skuli ætla að festast í innihaldslausum gamanmyndum. Þegar hefur hann leikið í þremur lögregluskólamyndum ogersú fjórða á leiðinni. Bad Medi- cine er þannig aðeins örlítið frávik frá löggumyndunum. Nú leikur Gutten- berg læknanema sem vegna lélegs árangurs færekki inni í amerískum skóla. Hann er sendur í skóla til Suður-Ameríku þar sem saman eru komn- ir allir þeir sem ekki hafa staðist próf annars staðar. Það er Alan Arkin sem leikur skólastjórann. En eins ogeftir formúlunni reynast nemendurnir vera prýðisfólk sem sýnir hetjulund á neyðarstundu. Það má hlæja á ein- staka stað þegar horft er á Bad Medicine. Steve Guttenberg er nákvæmlega eins og í löggumyndunum og Alan Arkin fær úr litlu að moða og er held- ur aumkunarverður. í heild er myndin slök gamanmynd. M££T THE DOCVOfí FOR WHOM 'THERE IS NO KNOWN CUfíEI 11. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.